Eldri bílar bannaðir í París Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 09:30 Samkvæmt nýju reglugerðinni varði bílar eins og þessir ekki leyfðir á götum Parísar. Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent