Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur skrifar 13. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Ég er á gangi á Laugaveginum þegar ég sé gamla konu beygja sig eftir einhverju fyrir framan mig. Í huga mér lýstur niður mynd af sjálfri mér líkt og ég sé fótboltakona við vítateig. Ég sé fyrir mér að taka tilhlaup og sparka svo af öllu afli í rassinn á henni líkt og hann væri fótbolti. Ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér, hvernig konan klýfur loftið í fallegum sveig.... og þar endar hugsunin. Þessi hugsun er frekar kjánaleg og truflar mig lítið. En svo get ég fengið eldsnögga mynd í kollinn þar sem ég sting dóttur mína eða bít af henni nefið. Eða ég sé fyrir mér að fleygja mér fram af svölum eða manninn minn dáinn í bíl á leiðinni heim. Slíkar hugsanir eru töluvert óþægilegri og geta verið kvíðavekjandi hjá þeim sem taka þær alvarlega.Af hverju fæ ég hugsanir sem stríða gegn minni eigin siðferðis- og réttlætiskennd? Er ég að missa vitið? Er ég innst inni barnaníðingur, morðingi, eða með alvarlegar sjálfsvígslanganir? Er hætta á að ég geti ekki hamið mig? Er ég vond manneskja? Hef ég kallað dauða yfir manninn minn með því að sjá hann fyrir mér verða fyrir bíl á leiðinni heim? Eru meiri líkur á því að atburður gerist ef ég hugsa um hann? Merkir hugsunin það að mig langi til þess að gera eitthvað slæmt eða sé að óska þess að eitthvað slæmt komi fyrir? Verður það mér að kenna ef það gerist, fyrst ég hugsaði það? Svarið er nei. Heilinn í okkur hefur þróast yfir árþúsundir í að kalla fram allt það versta sem gæti gerst. Þú ert ekki það sem þú hugsar og þú eykur ekki líkur á því að eitthvað hræðilegt komi fyrir bara með því að hugsa það (þá myndi ég allaveganna alltaf vinna í Lottó þegar ég kaupi miða og allir sem svína fyrir mig á hringtorgum myndu samstundis hverfa ofan í svarthol). En þegar svona hugsanir skjóta upp kollinum hefur þú val um að bregðast við eins og þú sért það sem þú hugsar eða eins og þú sért ekki það ekki. Ef þú ert í raun stórhættulegur einstaklingur í guðanna bænum LEGGÐU FRÁ ÞÉR HNÍFINN, taktu stórt skref frá svalahandriðinu, passaðu þig að hugsa ekki neitt slæmt sem gæti hent ástvin og forðastu alla rassa sem réttir eru upp í loft fyrir framan þig því ANNARS GERIST EITTHVAÐ HRÆÐILEGT. Hinn valmöguleikinn er að halda bara áfram að skera grænmetið og spjalla við dóttur þína með hnífinn í hendi, því þú ert ekki það sem þú hugsar. Staðreyndin er sú að um 90% mannkyns fær hugsanir og sér fyrir sér atburði sem þeim finnst óþægilegir eða ógeðfelldir. Við eru bæði þróuð til þess að fá þessar hugsanir og svo erum við umkringd fréttum af hræðilegum atburðum sem koma fyrir fólk dagsdaglega.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá KvíðameðferðarstöðinniValli/VísirFlest okkar leggja ekki neina sérstaka merkingu í að fá svona hugsanir. Við hristum bara hausinn og látum þær ekki hafa áhrif á hegðun okkar. Þá líða þær fljótt hjá og við munum yfirleitt ekki eftir þeim nokkrum mínútum eða dögum seinna. Sum okkar leggja svo alvarlega merkinguí hugsunina að hún vekur mikla vanlíðan svo sem kvíða, sektarkennd, skömm og depurð. Við óttumst að hugsunin merki það að okkur langi til þess að gera eitthvað slæmt, eða okkur finnst við bera ábyrgð á því slæma ef það gerist, fyrst við vorum að hugsa það. Þá höfum við tilhneigingu til að bregðast við hugsunum okkar með því að gera eitthvað til að afstýra hættunni. Við stígum frá svalahandriðinu eða forðumst hnífa í nærveru barnanna okkar. Öll slík viðbrögð virka því miður öfugt en til er ætlast og búa til vítahring hegðunar og hugsana sem auka alla vanlíðan. Þú ert í raun að styðja við þá merkingu að þú sért ógeðsleg/ur eða hættuleg/ur. Það veldur því að hugsunum um hættuna fjölgar og nýjar aðstæður fara að vekja svipaðar hugsanir. Ef ég ætla til dæmis að forðast alla hnífa þá fer ég ósjálfrátt að leita eftir þeim í umhverfinu til að geta forðast þá. Það sama gerist ef ég reyni að hætta að hugsa um hnífa með því að ýta þeim úr huga mér, prófaðu bara núna að hætta að hugsa um regnbogalitaðan hníf. Ef þú er komin í svona vítahring mæli ég með að þú leitir aðstoðar sálfræðings með sérþekkingu í að vinna með þráhyggju-áráttu. Ef þú hins vegar hefur bara áhyggjur af því að vera eitthvað afbrigðileg/ur fyrir hugsanir þínar þá máttu hugga þig við það að við hin hugsum svona líka. Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég er á gangi á Laugaveginum þegar ég sé gamla konu beygja sig eftir einhverju fyrir framan mig. Í huga mér lýstur niður mynd af sjálfri mér líkt og ég sé fótboltakona við vítateig. Ég sé fyrir mér að taka tilhlaup og sparka svo af öllu afli í rassinn á henni líkt og hann væri fótbolti. Ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér, hvernig konan klýfur loftið í fallegum sveig.... og þar endar hugsunin. Þessi hugsun er frekar kjánaleg og truflar mig lítið. En svo get ég fengið eldsnögga mynd í kollinn þar sem ég sting dóttur mína eða bít af henni nefið. Eða ég sé fyrir mér að fleygja mér fram af svölum eða manninn minn dáinn í bíl á leiðinni heim. Slíkar hugsanir eru töluvert óþægilegri og geta verið kvíðavekjandi hjá þeim sem taka þær alvarlega.Af hverju fæ ég hugsanir sem stríða gegn minni eigin siðferðis- og réttlætiskennd? Er ég að missa vitið? Er ég innst inni barnaníðingur, morðingi, eða með alvarlegar sjálfsvígslanganir? Er hætta á að ég geti ekki hamið mig? Er ég vond manneskja? Hef ég kallað dauða yfir manninn minn með því að sjá hann fyrir mér verða fyrir bíl á leiðinni heim? Eru meiri líkur á því að atburður gerist ef ég hugsa um hann? Merkir hugsunin það að mig langi til þess að gera eitthvað slæmt eða sé að óska þess að eitthvað slæmt komi fyrir? Verður það mér að kenna ef það gerist, fyrst ég hugsaði það? Svarið er nei. Heilinn í okkur hefur þróast yfir árþúsundir í að kalla fram allt það versta sem gæti gerst. Þú ert ekki það sem þú hugsar og þú eykur ekki líkur á því að eitthvað hræðilegt komi fyrir bara með því að hugsa það (þá myndi ég allaveganna alltaf vinna í Lottó þegar ég kaupi miða og allir sem svína fyrir mig á hringtorgum myndu samstundis hverfa ofan í svarthol). En þegar svona hugsanir skjóta upp kollinum hefur þú val um að bregðast við eins og þú sért það sem þú hugsar eða eins og þú sért ekki það ekki. Ef þú ert í raun stórhættulegur einstaklingur í guðanna bænum LEGGÐU FRÁ ÞÉR HNÍFINN, taktu stórt skref frá svalahandriðinu, passaðu þig að hugsa ekki neitt slæmt sem gæti hent ástvin og forðastu alla rassa sem réttir eru upp í loft fyrir framan þig því ANNARS GERIST EITTHVAÐ HRÆÐILEGT. Hinn valmöguleikinn er að halda bara áfram að skera grænmetið og spjalla við dóttur þína með hnífinn í hendi, því þú ert ekki það sem þú hugsar. Staðreyndin er sú að um 90% mannkyns fær hugsanir og sér fyrir sér atburði sem þeim finnst óþægilegir eða ógeðfelldir. Við eru bæði þróuð til þess að fá þessar hugsanir og svo erum við umkringd fréttum af hræðilegum atburðum sem koma fyrir fólk dagsdaglega.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá KvíðameðferðarstöðinniValli/VísirFlest okkar leggja ekki neina sérstaka merkingu í að fá svona hugsanir. Við hristum bara hausinn og látum þær ekki hafa áhrif á hegðun okkar. Þá líða þær fljótt hjá og við munum yfirleitt ekki eftir þeim nokkrum mínútum eða dögum seinna. Sum okkar leggja svo alvarlega merkinguí hugsunina að hún vekur mikla vanlíðan svo sem kvíða, sektarkennd, skömm og depurð. Við óttumst að hugsunin merki það að okkur langi til þess að gera eitthvað slæmt, eða okkur finnst við bera ábyrgð á því slæma ef það gerist, fyrst við vorum að hugsa það. Þá höfum við tilhneigingu til að bregðast við hugsunum okkar með því að gera eitthvað til að afstýra hættunni. Við stígum frá svalahandriðinu eða forðumst hnífa í nærveru barnanna okkar. Öll slík viðbrögð virka því miður öfugt en til er ætlast og búa til vítahring hegðunar og hugsana sem auka alla vanlíðan. Þú ert í raun að styðja við þá merkingu að þú sért ógeðsleg/ur eða hættuleg/ur. Það veldur því að hugsunum um hættuna fjölgar og nýjar aðstæður fara að vekja svipaðar hugsanir. Ef ég ætla til dæmis að forðast alla hnífa þá fer ég ósjálfrátt að leita eftir þeim í umhverfinu til að geta forðast þá. Það sama gerist ef ég reyni að hætta að hugsa um hnífa með því að ýta þeim úr huga mér, prófaðu bara núna að hætta að hugsa um regnbogalitaðan hníf. Ef þú er komin í svona vítahring mæli ég með að þú leitir aðstoðar sálfræðings með sérþekkingu í að vinna með þráhyggju-áráttu. Ef þú hins vegar hefur bara áhyggjur af því að vera eitthvað afbrigðileg/ur fyrir hugsanir þínar þá máttu hugga þig við það að við hin hugsum svona líka. Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira