Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 14:04 Á myndinni má sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, Þorstein Inga Sigfússon forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Táknmynd viðurkenningarinnar sem veitt var í dag var í formi listaverks eftir Eddu Heiðrúnu Bachman sem hún málaði sérstaklega fyrir þessa viðurkenningu. „Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
„Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira