Útgáfa Aaru´s Awakening fer vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2015 14:09 Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar. Lumenox Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann. Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann.
Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira