Eins lítra vél frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2015 10:02 Nýja 1,0 lítra vél Kia. Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent