Er íblöndunin sóun almannafjár? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 10:01 Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins bendir á að íblöndunin muni kosta neytendur aukalega 5-6 milljarða á allra næstu árum. Í mars 2013 fékk Evróputilskipun um að blanda lífrænum efnum, þar á meðal etanóli saman við bílabensín, lagagildi á Íslandi. Frá 1. janúar 2014 tók áhrifa þessarar lagasetningar að gæta á þann veg að skylt var orðið að blöndunarhlutfall lífræns eldsneytis skyldi vera 3,5%. Frá og með nýliðnum áramótum skal þetta hlutfall nú vera 5%. Ákvörðunin um lögleiðingu tilskipunarinnar helst einnig í hendur við stefnumörkun yfirvalda á Íslandi að auka hlutfall lífrænna efna í eldsneyti fyrir samgöngur á landi. Seljendum eldsneytis er í sjálfsvald sett hvaða leið þeir fara, þ.e. hvort þeir nota lífolíur í dísel eða etanól í bensín eða hvorttveggja. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB virðist sem etanól-íblöndun sé ekki hafin hér enn. Hins vegar hafa íslensku olíufélögin, a.m.k. sum þeirra undirbúið sig fyrir hana, m.a. með því að endurnýja birgðageyma með nokkrum tilkostnaði.Íslensk olíufélög flytja inn dýra lífolíuTilgangur þessarar etanól-íblöndunar er sá að hækka hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum á landi upp í 10 prósent til ársins 2020. Samkvæmt lögunum hefði hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í heildarsölu á bifreiðaeldsneyti átt að vera 5% fyrir lok síðasta árs. En þótt etanólblöndunin sé ekki komin í gang hafa íslensku olíufélögin nú um nokkurt skeið flutt inn dýra lífolíu og blandað út í hefðbundna dísilolíu og mætt þannig kröfum laganna um hækkað hlutfall lífræns eldsneytis.Þegar kostað 700 milljónir krónaGlúmur Björnsson efnafræðingur og stjórnandi rannsóknastofunnar Fjölvers telur að þessi innflutningur hafi þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri og að væntanleg etanólblöndun í bensín eigi eftir að auka hann enn. Alþingi geti reyndar hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Vafasamur ávinningur af etanólblöndun1. Etanól (vínandi) er ríflega þriðjungi orkurýrara en bensín. Það þýðir að eyðsla bíla sem ganga fyrir bensíni sem útþynnt hefur verið með vínanda eykst um frá 3-5 prósent eftir því hversu mikil þynningin er. 2. Etanól er 20-25 prósent dýrara í innkaupum en bensín. Bæði verðið og aukið umstang og kostnaður við að flytja það, geyma og blanda því saman við bensínið til að skapa verra eldsneyti þýðir hærra lítraverð auk þess sem eyðsla bílanna eykst. Þessi aukni kostnaður leggst á neytendur. 3. Etanólið er að meginhluta framleitt úr maís. Framleiðsla etanóls sem íblöndunarefnis í bílabensín hefur þegar leitt til verðhækkana á maís „Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið,“ segir Glúmur Björnsson. 4. Bílframleiðendur hafa varað við íblöndun á eldsneyti á bíla þeirra og ábyrgjast ekki skemmdir þeim. Sumir þeirra hafa sagt að meiri en 0,5% íblöndun sé hættuleg bílvélum og að þær séu ekki gerðar fyrir hærra hlutfall. Tilskipunin miðast ekki við íslenskar aðstæðurESB tilskipunin ummrædda er hluti áætlunar ESB um að hlutfall endurnýjanlegrar orku í öllu jarðefnaeldsneyti hvort heldur því er brennt til samgangna á láði, í lofti eða á legi eða til annarra nota, eins og til húsahitunar/-kælingar eða í iðnaði, skuli vera orðið 20% árið 2020. Tilskipunin miðast þannig fyrst og fremst við þær aðstæður sem ríkja í Evrópu. Á Íslandi eru þær hins vegar allt aðrar og algerlega ósambærilegar við hinar evrópsku. Hér á landi eru aðstæður nefnilega þær að áratugir eru liðnir síðan Ísland náði þessu heildarmarkmiði ESB um 20 prósenta hlutfall endurnýjanlegrar orku í heildar-orkunotkunarpakkanum og það margfaldlega. Hlutfall endurnýjanlegrar orku á Íslandi er nefnilega ekki 20%, heldur 75%.Al Gore viðurkennir mistök og varað við íblöndun á AlþingiÞað var ekki síst bandaríski umhverfissinninn Al Gore sem á sínum tíma hvatti mjög til þess að vinna etanól til eldsneytis og til að blanda út í bensín og lækka þannig CO2 útblásturinn frá bílum. Hann er greinilega ekki sama sinnis lengur og segir að þetta hafi verið mistök hjá sér. Þá er farið að gæta verulegra efasemda hjá bandarísku umhverfisstofnunni með þessa aðferð. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur í mörgum þingræðum varað við öllum ókostum þessarar lagasetningar hér og ekki síst þeim kostnaði sem fellur á almenning. Það hefur ekki enn orðið til breytinga á lögunum, eða öllu heldur afnámi þeirra. Í samtali við Erlu Sigríði Gestsdóttur hjá atvinnu- og nýsköpunaráðuneytinu kom fram að ekki stendur til að breyta lögunum. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Í mars 2013 fékk Evróputilskipun um að blanda lífrænum efnum, þar á meðal etanóli saman við bílabensín, lagagildi á Íslandi. Frá 1. janúar 2014 tók áhrifa þessarar lagasetningar að gæta á þann veg að skylt var orðið að blöndunarhlutfall lífræns eldsneytis skyldi vera 3,5%. Frá og með nýliðnum áramótum skal þetta hlutfall nú vera 5%. Ákvörðunin um lögleiðingu tilskipunarinnar helst einnig í hendur við stefnumörkun yfirvalda á Íslandi að auka hlutfall lífrænna efna í eldsneyti fyrir samgöngur á landi. Seljendum eldsneytis er í sjálfsvald sett hvaða leið þeir fara, þ.e. hvort þeir nota lífolíur í dísel eða etanól í bensín eða hvorttveggja. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB virðist sem etanól-íblöndun sé ekki hafin hér enn. Hins vegar hafa íslensku olíufélögin, a.m.k. sum þeirra undirbúið sig fyrir hana, m.a. með því að endurnýja birgðageyma með nokkrum tilkostnaði.Íslensk olíufélög flytja inn dýra lífolíuTilgangur þessarar etanól-íblöndunar er sá að hækka hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum á landi upp í 10 prósent til ársins 2020. Samkvæmt lögunum hefði hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í heildarsölu á bifreiðaeldsneyti átt að vera 5% fyrir lok síðasta árs. En þótt etanólblöndunin sé ekki komin í gang hafa íslensku olíufélögin nú um nokkurt skeið flutt inn dýra lífolíu og blandað út í hefðbundna dísilolíu og mætt þannig kröfum laganna um hækkað hlutfall lífræns eldsneytis.Þegar kostað 700 milljónir krónaGlúmur Björnsson efnafræðingur og stjórnandi rannsóknastofunnar Fjölvers telur að þessi innflutningur hafi þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri og að væntanleg etanólblöndun í bensín eigi eftir að auka hann enn. Alþingi geti reyndar hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Vafasamur ávinningur af etanólblöndun1. Etanól (vínandi) er ríflega þriðjungi orkurýrara en bensín. Það þýðir að eyðsla bíla sem ganga fyrir bensíni sem útþynnt hefur verið með vínanda eykst um frá 3-5 prósent eftir því hversu mikil þynningin er. 2. Etanól er 20-25 prósent dýrara í innkaupum en bensín. Bæði verðið og aukið umstang og kostnaður við að flytja það, geyma og blanda því saman við bensínið til að skapa verra eldsneyti þýðir hærra lítraverð auk þess sem eyðsla bílanna eykst. Þessi aukni kostnaður leggst á neytendur. 3. Etanólið er að meginhluta framleitt úr maís. Framleiðsla etanóls sem íblöndunarefnis í bílabensín hefur þegar leitt til verðhækkana á maís „Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið,“ segir Glúmur Björnsson. 4. Bílframleiðendur hafa varað við íblöndun á eldsneyti á bíla þeirra og ábyrgjast ekki skemmdir þeim. Sumir þeirra hafa sagt að meiri en 0,5% íblöndun sé hættuleg bílvélum og að þær séu ekki gerðar fyrir hærra hlutfall. Tilskipunin miðast ekki við íslenskar aðstæðurESB tilskipunin ummrædda er hluti áætlunar ESB um að hlutfall endurnýjanlegrar orku í öllu jarðefnaeldsneyti hvort heldur því er brennt til samgangna á láði, í lofti eða á legi eða til annarra nota, eins og til húsahitunar/-kælingar eða í iðnaði, skuli vera orðið 20% árið 2020. Tilskipunin miðast þannig fyrst og fremst við þær aðstæður sem ríkja í Evrópu. Á Íslandi eru þær hins vegar allt aðrar og algerlega ósambærilegar við hinar evrópsku. Hér á landi eru aðstæður nefnilega þær að áratugir eru liðnir síðan Ísland náði þessu heildarmarkmiði ESB um 20 prósenta hlutfall endurnýjanlegrar orku í heildar-orkunotkunarpakkanum og það margfaldlega. Hlutfall endurnýjanlegrar orku á Íslandi er nefnilega ekki 20%, heldur 75%.Al Gore viðurkennir mistök og varað við íblöndun á AlþingiÞað var ekki síst bandaríski umhverfissinninn Al Gore sem á sínum tíma hvatti mjög til þess að vinna etanól til eldsneytis og til að blanda út í bensín og lækka þannig CO2 útblásturinn frá bílum. Hann er greinilega ekki sama sinnis lengur og segir að þetta hafi verið mistök hjá sér. Þá er farið að gæta verulegra efasemda hjá bandarísku umhverfisstofnunni með þessa aðferð. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur í mörgum þingræðum varað við öllum ókostum þessarar lagasetningar hér og ekki síst þeim kostnaði sem fellur á almenning. Það hefur ekki enn orðið til breytinga á lögunum, eða öllu heldur afnámi þeirra. Í samtali við Erlu Sigríði Gestsdóttur hjá atvinnu- og nýsköpunaráðuneytinu kom fram að ekki stendur til að breyta lögunum.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent