Danskt tryggingafélag syndir gegn straumnum Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2015 11:09 Eitt útibúa GF Forsikring. Eins og á Íslandi hefur tjónum í umferðinni í Danmörku verið að fækka undanfarin ár og tjónaútgreiðslur tryggingafélaga vegna umferðarslysa minnkað að sama skapi. Ekki ósvipað og hér á landi nota tryggingafélögin svigrúmið til að bæta hag, ekki vátryggjenda heldur hluthafa með hærri og hærri arðgreiðslum til þeirra. Viðskiptavinirnir standa hins vegar óbættir hjá garði og eru áfram rukkaðir um óeðlilega há og jafnvel hækkandi iðgjöld miðað við tjónatíðni. Í Danmörku sker eitt tryggingafélag sig úr með því að endurgreiða tryggingatökum „oftekin“ iðgjöld í takti við fækkandi tjón og lætur þannig viðskiptavinina fyrst og fremst njóta góðs af batanum. Það heitir GF Forsikring. Það er Motormagasinet í Danmörku sem greinir frá þessu. Motormagasinet gagnrýnir dönsku tryggingafélögin harðlega fyrir að skófla inn peningum úr vösum vátryggjenda í formi iðgjalda sem séu löngu komin úr takti við tjónatíðnina. Þannig hafi hlutfall tjónagreiðslna tryggingafélagsins Tryg miðað við iðgjöld lækkað milli áranna 2010-1014 úr 80 prósentum niður í 67,8 prósent. Þá greinir viðskiptakálfur dagblaðsins Berlingske frá því að á sama árabili hafi þetta hlutfall tjóna og iðgjalda hjá tryggingafélaginu Topdanmark lækkað úr 75,5 í 69,3 prósent. En í stað þess að lækka iðgjöldin hafi félagið hækkað verulega arðgreiðslur til hluthafa. Sömu sögu sé að segja af öðrum tryggingafélögum – nema GF Forsikring. Hjá GF Forsikring eru það tryggingatakarnir en ekki hluthafar sem skipta með sér arðinum af færri umferðartjónum. Tjónunum hefur fækkað stöðugt og í fyrra, árið 2014, voru þau það fá að félagið endurgreiddi nýverið ökutækjatryggjendunum jafnvirði samtals 2,6 milljarða ísl.kr. Forstjóri GF segir í frétt frá félaginu að endurgreiðslan hafi numið að meðaltali rúmlega 15 þúsund ísl. kr á hvern vátryggjanda. Upphæðin er um það bil 17 prósent af þeirri upphæð sem tryggjendurnir höfðu greitt í iðgjöld fyrir árið 2014. „Það eru vátryggjendurnir sem eiga þetta tryggingafélag“ segir forstjórinn; Bjarne Toftlund. Það viti þeir sjálfir vel og geri sér grein fyrir því að ef þeir aki skynsamlega þá minnki líkurnar á slysum og óhöppum. Tryggingafélagið leggi sig svo fram um að styrkja ýmisleg verkefni sem líkleg eru til að efla góða umferðarmenningu. „Við trúum á valddreifingu og gagnsemi náinna og góðra samskipta við viðskiptavinina og að vera sem næst þeim. Þess vegna rekum við 32 útibú um allt landið, gagnstætt hinum tryggingafélögunum sem leggja áherslu á fáar og stórar viðskiptamiðstöðvar.“ FÍB greinir frá þessu á vef sínum. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent
Eins og á Íslandi hefur tjónum í umferðinni í Danmörku verið að fækka undanfarin ár og tjónaútgreiðslur tryggingafélaga vegna umferðarslysa minnkað að sama skapi. Ekki ósvipað og hér á landi nota tryggingafélögin svigrúmið til að bæta hag, ekki vátryggjenda heldur hluthafa með hærri og hærri arðgreiðslum til þeirra. Viðskiptavinirnir standa hins vegar óbættir hjá garði og eru áfram rukkaðir um óeðlilega há og jafnvel hækkandi iðgjöld miðað við tjónatíðni. Í Danmörku sker eitt tryggingafélag sig úr með því að endurgreiða tryggingatökum „oftekin“ iðgjöld í takti við fækkandi tjón og lætur þannig viðskiptavinina fyrst og fremst njóta góðs af batanum. Það heitir GF Forsikring. Það er Motormagasinet í Danmörku sem greinir frá þessu. Motormagasinet gagnrýnir dönsku tryggingafélögin harðlega fyrir að skófla inn peningum úr vösum vátryggjenda í formi iðgjalda sem séu löngu komin úr takti við tjónatíðnina. Þannig hafi hlutfall tjónagreiðslna tryggingafélagsins Tryg miðað við iðgjöld lækkað milli áranna 2010-1014 úr 80 prósentum niður í 67,8 prósent. Þá greinir viðskiptakálfur dagblaðsins Berlingske frá því að á sama árabili hafi þetta hlutfall tjóna og iðgjalda hjá tryggingafélaginu Topdanmark lækkað úr 75,5 í 69,3 prósent. En í stað þess að lækka iðgjöldin hafi félagið hækkað verulega arðgreiðslur til hluthafa. Sömu sögu sé að segja af öðrum tryggingafélögum – nema GF Forsikring. Hjá GF Forsikring eru það tryggingatakarnir en ekki hluthafar sem skipta með sér arðinum af færri umferðartjónum. Tjónunum hefur fækkað stöðugt og í fyrra, árið 2014, voru þau það fá að félagið endurgreiddi nýverið ökutækjatryggjendunum jafnvirði samtals 2,6 milljarða ísl.kr. Forstjóri GF segir í frétt frá félaginu að endurgreiðslan hafi numið að meðaltali rúmlega 15 þúsund ísl. kr á hvern vátryggjanda. Upphæðin er um það bil 17 prósent af þeirri upphæð sem tryggjendurnir höfðu greitt í iðgjöld fyrir árið 2014. „Það eru vátryggjendurnir sem eiga þetta tryggingafélag“ segir forstjórinn; Bjarne Toftlund. Það viti þeir sjálfir vel og geri sér grein fyrir því að ef þeir aki skynsamlega þá minnki líkurnar á slysum og óhöppum. Tryggingafélagið leggi sig svo fram um að styrkja ýmisleg verkefni sem líkleg eru til að efla góða umferðarmenningu. „Við trúum á valddreifingu og gagnsemi náinna og góðra samskipta við viðskiptavinina og að vera sem næst þeim. Þess vegna rekum við 32 útibú um allt landið, gagnstætt hinum tryggingafélögunum sem leggja áherslu á fáar og stórar viðskiptamiðstöðvar.“ FÍB greinir frá þessu á vef sínum.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent