Rafbílaframleiðendur keppa að tvöfaldri drægni Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 10:42 Chevrolet Bolt kemur á markað á næsta ári með um 300 km drægni. Nokkrir bílaframleiðendur undirbúa nú smíði tiltölulegra ódýrra rafmagnsbíla sem verða með tvöfalt meiri drægni en söluhæstu rafmagnsbílarnir nú, svo sem Nissan Leaf. Með slíkri drægni yrðu fremur ódýrir rafmagnsbílar farnir að slá hátt í drægni mun dýrari rafmagnsbíla eins og Tesla bíla. Stefna þessir framleiðendur að því að framleiða rafmagnsbíla sem ná myndu ríflega 300 km drægni á hverri hleðslu, þrátt fyrir ekki svo hátt verð þeirra. Búist er við því að fyrstu bílarnir með slíka drægni komi á markað eftir 2 til 3 ár. Bílar af þessari gerð munu kosta minna en 30.000 dollara, eða um 4 milljónir króna, en Tesla bílar með hleðslu sem duga til ríflega 400 km aksturs kosta um 80.000 dollara. Með nýrri rafhlöðutækni ætla framleiðendur eins og General Motors, Ford, Nissan og Volkswagen að velgja Tesla undir uggum með þessum nýju bílum og hyggja á mikla landvinninga. Bílaframleiðendurnir gera sér grein fyrir þeirri hræðslu kaupenda að núverandi rafmagnsbílar þeirra hafa enn ekki mikla drægni en með þessum nýju bílum myndi slá verulega af þessari hræðslu. Séstaklega á þetta við um Bandaríkjamarkað þar sem aðeins 67.700 rafmagnsbílar seldust þar á síðasta ári. Svo virðist sem bílkaupendur í Evrópu séu mun móttækilegri fyrir rafmagnsbílum og mun hærra hlutfall þeirra selst þar en í Bandaríkjunum. Í fyrra seldust 77.331 rafmagnsbílar í Evrópu þrátt fyrir að sá bílamarkaður sé mun minni en vestanhafs. Tesla mun þó berjast gegn þessum fjóru bílarisum með ódýrari gerð, Tesla Model 3, sem Tesla ætlar að selja á um 35.000 dollara en hann á að komast um 320 km á hverri hleðslu. General Motors ætlar að setja Bolt rafmagnsbíl sinn á markað á næsta ári og á hann að komast svipaða vegalengd og Tesla Model 3 á hverri hleðslu. Hin fyrirtæki þrjú verða seinni með langdrægari rafmagnsbíla sína á markað, eða á árunum 2018 og 2019. Nýr Nissan Leaf með slíka drægni er áætlaður snemma á árinu 2018. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent
Nokkrir bílaframleiðendur undirbúa nú smíði tiltölulegra ódýrra rafmagnsbíla sem verða með tvöfalt meiri drægni en söluhæstu rafmagnsbílarnir nú, svo sem Nissan Leaf. Með slíkri drægni yrðu fremur ódýrir rafmagnsbílar farnir að slá hátt í drægni mun dýrari rafmagnsbíla eins og Tesla bíla. Stefna þessir framleiðendur að því að framleiða rafmagnsbíla sem ná myndu ríflega 300 km drægni á hverri hleðslu, þrátt fyrir ekki svo hátt verð þeirra. Búist er við því að fyrstu bílarnir með slíka drægni komi á markað eftir 2 til 3 ár. Bílar af þessari gerð munu kosta minna en 30.000 dollara, eða um 4 milljónir króna, en Tesla bílar með hleðslu sem duga til ríflega 400 km aksturs kosta um 80.000 dollara. Með nýrri rafhlöðutækni ætla framleiðendur eins og General Motors, Ford, Nissan og Volkswagen að velgja Tesla undir uggum með þessum nýju bílum og hyggja á mikla landvinninga. Bílaframleiðendurnir gera sér grein fyrir þeirri hræðslu kaupenda að núverandi rafmagnsbílar þeirra hafa enn ekki mikla drægni en með þessum nýju bílum myndi slá verulega af þessari hræðslu. Séstaklega á þetta við um Bandaríkjamarkað þar sem aðeins 67.700 rafmagnsbílar seldust þar á síðasta ári. Svo virðist sem bílkaupendur í Evrópu séu mun móttækilegri fyrir rafmagnsbílum og mun hærra hlutfall þeirra selst þar en í Bandaríkjunum. Í fyrra seldust 77.331 rafmagnsbílar í Evrópu þrátt fyrir að sá bílamarkaður sé mun minni en vestanhafs. Tesla mun þó berjast gegn þessum fjóru bílarisum með ódýrari gerð, Tesla Model 3, sem Tesla ætlar að selja á um 35.000 dollara en hann á að komast um 320 km á hverri hleðslu. General Motors ætlar að setja Bolt rafmagnsbíl sinn á markað á næsta ári og á hann að komast svipaða vegalengd og Tesla Model 3 á hverri hleðslu. Hin fyrirtæki þrjú verða seinni með langdrægari rafmagnsbíla sína á markað, eða á árunum 2018 og 2019. Nýr Nissan Leaf með slíka drægni er áætlaður snemma á árinu 2018.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent