Ertu að nota linsurnar rétt? Rikka skrifar 23. mars 2015 14:45 visir/getty Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega. Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega.
Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira