Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2015 16:51 Íslandsmeistarar í öllum flokkum. Mynd/Fimleikasamband Íslands Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu. Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu.
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira