Áfram til fortíðar Hildur Rögnvaldsdóttir skrifar 9. apríl 2015 14:46 Getur það verið að stefna ríkisins í launamálum sé skaðleg og kostnaðarsöm fyrir ríkið? Getur verið að þar ráði gamlar hefðir í bland við einskært hugsunarleysi, fremur en vit og framsýni? Hin ýmsu störf í nútíma heilbrigðiskerfi hafa flest þróast út frá læknisfræði. Upphaflega sáu læknar um þessa vinnu en smá saman varð hún það mikil að hagstæðara var að fá fólk sem lærði til þessara starfa sérstaklega og bæta þannig lækningu og umönnun sjúkra. Misjafnt var hvort þessar „aukabúgreinar“ læknisfræðinnar byrjuðu innan eða utan háskólanna en eins og gefur að skilja hefur aukin þekking og tækni orðið til þess, að nám í þessum greinum hefur færst inn í háskólana. Í dag eru námsbrautir eins og lífeindafræði og geislafræði 4-5 ár. Þannig hefur starfsskipting á sjúkrahúsum þróast í það sem hún er í dag. Eitthvað virðist þessi þróun þó vefjast fyrir samninganefnd ríkisins, fjármálaráðherra og öðrum sem meta störf okkar og nám til fjár. Þar á bæ er sem menn álíti að arðbærast sé fyrir ríkið að meta þessi störf sem allra lægst til launa og virða sérþekkingu okkar helst ekki neitt. Ef tekið er mið af launakerfinu er ekki nálægt því jafn miklis virði að vinna læknisfræðilega tengd störf eins og að sýsla með fjármuni eða túlka lagatexta og samkvæmt því ættu störf okkar sem vinnum á rannsóknasviði Landspítalans ekki að krefjast mikillar sérþekkingar en þannig er það nú ekki. Haustið 2009 var farið fram á að heildar launagreiðslur á rannsóknakjarna Landspítalans lækkuðu um 7-10 % og einnig að farið yrði í saumana á öðrum kostnaði. Þetta var gert og haft á orði, að þegar hagur vænkaðist gengju þessar launaskerðingar væntanlega til baka. Einnig voru gerðar breytingar á vinnufyrirkomulagi sem þýddu að vinnuálag jókst umtalsvert eða nálægt 20 klst. á mánuði án þess að greitt væri fyrir það sérstaklega. Þetta var þá, í skugga hrunsins. Nú er annað uppi á teningnum, blússandi góðæri, þjóðarhagur með besta móti, engin þjóð í Evrópu hefur náð að rétta jafn vel úr kútnum eftir hrunið og Íslendingar og næstum því hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum ef marka má frásagnir af stjórnsnilld alþingis og ríkisstjórnar. En fjármálaráðherra hikar ekki við að koma fram og segja að verði laun hjá BHM-fólki hækkuð að skammleysis mörkum, þ.e.a.s. að hægt verði að komast af á átta stunda vinnu, þá fari hér allt á hliðina og verðbólgan rjúki af stað. Þetta hljómar kunnuglega, einfaldlega vegna þess að þetta er sami söngur og sunginn hefur verið yfir starfsmönnum Landspítalans undanfarin 20-30 ár. Ýmist vegna of mikils góðæris, einkaneyslan verði allt of mikil og kyndi hér ógurlegt verðbólgubál eða vegna þess að samdráttur, óáran og fjármálahrun valdi því að ekki séu til peningar í svona lúxus eins og skammlaus laun fyrir háskólamenntað starfsfólk sjúkrahúsanna. Ég vil minna á að starfsmenn ríkisins eru um 12 % af vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði og fjöldi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna er um 30 % ríkisstarfsmanna (upplýsingar af vef fjármálaráðuneytisins). Það sem fjármálaráðherra er því að segja er, að ef laun 4 % vinnuafls á Íslandi verði lagfærð þannig að mögulegt verði að framfleyta sér af dagvinnulaunum þá fari hér allt á hliðina. Hvoru eigum við að trúa, þessari sögu um verðbólguna eða því að hér sé allt á réttri leið og árangur fjármálastjórnar á Íslandi eftir hrun á heimsmælikvarða? Nú er svo komið að í heilt ár hefur verið reynt að fá samninganefnd ríkisins til að ræða í fullri alvöru um lagfæringar á launum okkar, en árangurinn er í samræmi við mat ríkisins á virði þekkingar okkar og vinnuframlags. Engin hækkun var í boði umfram 2,8% fyrr en eftir að verkfallshótun blasti við. Þá var tilboðið hækkað í „allt að“ 3,5%. Það er kannski orðin viðtekin venja annars staðar að samið sé um lágmarkslaun og síðan bætt ofan á það svo og svo mörgum krónum eftir ýmsum viðmiðum. Hjá ríkinu er ætlast til þess samninganefnd ríkisins semji við okkur um lágmarkslaun í aðalkjarasamningi og síðan sé gerður stofnanasamningur um persónubundna þætti eins og menntun og fleira. Á Landspítalanum voru stofnanasamningar ekki virkir fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra var stofnað. Síðan hafa þeir helst verið notaðir í leiðinlegan og eyðileggjandi skrípaleik. Hann er þannig að samninganefnd ríkisins segist semja eingöngu um lágmarkslaun og vísar á stofnanasamninga til frekari kjarabóta. Fulltrúar Landspítalans í viðræðum um stofnanasamning segjast svo ekki geta borgað neitt til viðbótar við lágmarkslaun, þar sem ekki fáist fjármagn til þess frá ríkinu. Möguleikar til að hækka laun vegna þekkingar, sérstaks vinnuframlags, náms umfram lágmarks kröfur eða annarra persónulegra þátta eru því mjög takmarkaðir. Þetta er sú svikamilla sem við starfsmenn rannsóknasviðs Landspítalans höfum búið við árum saman. Möguleikar til betri kjara felast því fyrst og fremst í lengri vinnutíma og kjarabótum við gerð aðalkjarasamnings.Hverju skilar svo þessi launastefna? Svona fyrirkomulag í launamálum starfsmanna veldur því að ungt fólk nýútskrifað úr háskólanámi hugsar sig tvisvar um áður en það ræður sig til vinnu á lágmarkslaunum með litla sem enga möguleika til hækkana það sem eftir er starfsævinnar og nánast einu möguleikarnir til kjarabóta eru að vinna umfram 40 klst. á viku svo framarlega sem vinnuveitandinn samþykkir það. Nú er staðan þannig að meðalaldur lífeindafræðinga sem starfa á Landspítalanum er 54,7 ár. Helmingur allra lífeindafræðinga sem vinna hjá Landspítalanum eða 50 %, verða 58 ára eða eldri á þessu ári, elstu 25 % hópsins eru 64 ára eða eldri og yngstu 25 % hópsins eru 49 ára eða yngri. Þessar tölur ættu að vera viðsemjendum okkar til umhugsunar. Margir þeirra nýútskrifuðu lífeindafræðinga, sem hafa ráðið sig til Landspítalans hverfa fljótt til annarra starfa. Þar sem vinnan er ekki síður áhugaverð og fjölbreytt á Landspítalanum en á öðrum rannsóknastofum, er dapurlegt til þess að vita að launastefna ríkisins eins og hún er núna skuli fæla ungt, vel menntað og hæfileikaríkt fólk frá vinnustaðnum. Landspítalinn er því miður ekki samkeppnishæfur. Þannig er ástandið í dag. Eldra fólkið, sem sumt hefur starfað nánast alla sína starfsævi á rannsóknastofum Landspítalans, hefur sýnt ótrúlega þolinmæði og trúmennsku gagnvart vinnustaðnum og þeim launum sem boðist hafa. Skýringin gæti legið í skemmtilegri og fjölbreyttri vinnu og því að fyrir 30-40 árum voru kjörin hlutfallslega mun betri en nú. Lífeindafræðingar hafa smá saman dregist aftur úr sambærilegum stéttum í launum, sennilega vegna þess að verkföll hafa ekki verið ofarlega á lista yfir þau ráð sem við höfum viljað grípa til í kjarabaráttunni. Það hefur því miður sýnt sig að verkföll virðast eina tungumálið sem viðsemjendur okkar skilja. Þessu verður að linna. Fjármálaráðherra, samstarfsmenn hans og undirsátar verða að átta sig á afleiðingunum af svona kolröngu verðmætamati og forneskjulegu viðhorfi og það nú þegar. Langt er síðan stefndi í óefni. Það verður að hækka grunnlaunin verulega og jafnframt verður að breyta launafyrirkomulaginu. Ungt fólk fæst ekki í vinnu á þessum kjörum, launin eru allt of lág og vinnutíminn allt of langur. Það gengur ekki endalaust að bæta upp léleg grunnlaun með meiri vinnu. Við förum fram á að komið verði til móts við okkur og án tafar bundinn endi á þessa eyðileggjandi láglaunastefnu bæði okkur, Landspítalanum og ríkinu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Getur það verið að stefna ríkisins í launamálum sé skaðleg og kostnaðarsöm fyrir ríkið? Getur verið að þar ráði gamlar hefðir í bland við einskært hugsunarleysi, fremur en vit og framsýni? Hin ýmsu störf í nútíma heilbrigðiskerfi hafa flest þróast út frá læknisfræði. Upphaflega sáu læknar um þessa vinnu en smá saman varð hún það mikil að hagstæðara var að fá fólk sem lærði til þessara starfa sérstaklega og bæta þannig lækningu og umönnun sjúkra. Misjafnt var hvort þessar „aukabúgreinar“ læknisfræðinnar byrjuðu innan eða utan háskólanna en eins og gefur að skilja hefur aukin þekking og tækni orðið til þess, að nám í þessum greinum hefur færst inn í háskólana. Í dag eru námsbrautir eins og lífeindafræði og geislafræði 4-5 ár. Þannig hefur starfsskipting á sjúkrahúsum þróast í það sem hún er í dag. Eitthvað virðist þessi þróun þó vefjast fyrir samninganefnd ríkisins, fjármálaráðherra og öðrum sem meta störf okkar og nám til fjár. Þar á bæ er sem menn álíti að arðbærast sé fyrir ríkið að meta þessi störf sem allra lægst til launa og virða sérþekkingu okkar helst ekki neitt. Ef tekið er mið af launakerfinu er ekki nálægt því jafn miklis virði að vinna læknisfræðilega tengd störf eins og að sýsla með fjármuni eða túlka lagatexta og samkvæmt því ættu störf okkar sem vinnum á rannsóknasviði Landspítalans ekki að krefjast mikillar sérþekkingar en þannig er það nú ekki. Haustið 2009 var farið fram á að heildar launagreiðslur á rannsóknakjarna Landspítalans lækkuðu um 7-10 % og einnig að farið yrði í saumana á öðrum kostnaði. Þetta var gert og haft á orði, að þegar hagur vænkaðist gengju þessar launaskerðingar væntanlega til baka. Einnig voru gerðar breytingar á vinnufyrirkomulagi sem þýddu að vinnuálag jókst umtalsvert eða nálægt 20 klst. á mánuði án þess að greitt væri fyrir það sérstaklega. Þetta var þá, í skugga hrunsins. Nú er annað uppi á teningnum, blússandi góðæri, þjóðarhagur með besta móti, engin þjóð í Evrópu hefur náð að rétta jafn vel úr kútnum eftir hrunið og Íslendingar og næstum því hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum ef marka má frásagnir af stjórnsnilld alþingis og ríkisstjórnar. En fjármálaráðherra hikar ekki við að koma fram og segja að verði laun hjá BHM-fólki hækkuð að skammleysis mörkum, þ.e.a.s. að hægt verði að komast af á átta stunda vinnu, þá fari hér allt á hliðina og verðbólgan rjúki af stað. Þetta hljómar kunnuglega, einfaldlega vegna þess að þetta er sami söngur og sunginn hefur verið yfir starfsmönnum Landspítalans undanfarin 20-30 ár. Ýmist vegna of mikils góðæris, einkaneyslan verði allt of mikil og kyndi hér ógurlegt verðbólgubál eða vegna þess að samdráttur, óáran og fjármálahrun valdi því að ekki séu til peningar í svona lúxus eins og skammlaus laun fyrir háskólamenntað starfsfólk sjúkrahúsanna. Ég vil minna á að starfsmenn ríkisins eru um 12 % af vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði og fjöldi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna er um 30 % ríkisstarfsmanna (upplýsingar af vef fjármálaráðuneytisins). Það sem fjármálaráðherra er því að segja er, að ef laun 4 % vinnuafls á Íslandi verði lagfærð þannig að mögulegt verði að framfleyta sér af dagvinnulaunum þá fari hér allt á hliðina. Hvoru eigum við að trúa, þessari sögu um verðbólguna eða því að hér sé allt á réttri leið og árangur fjármálastjórnar á Íslandi eftir hrun á heimsmælikvarða? Nú er svo komið að í heilt ár hefur verið reynt að fá samninganefnd ríkisins til að ræða í fullri alvöru um lagfæringar á launum okkar, en árangurinn er í samræmi við mat ríkisins á virði þekkingar okkar og vinnuframlags. Engin hækkun var í boði umfram 2,8% fyrr en eftir að verkfallshótun blasti við. Þá var tilboðið hækkað í „allt að“ 3,5%. Það er kannski orðin viðtekin venja annars staðar að samið sé um lágmarkslaun og síðan bætt ofan á það svo og svo mörgum krónum eftir ýmsum viðmiðum. Hjá ríkinu er ætlast til þess samninganefnd ríkisins semji við okkur um lágmarkslaun í aðalkjarasamningi og síðan sé gerður stofnanasamningur um persónubundna þætti eins og menntun og fleira. Á Landspítalanum voru stofnanasamningar ekki virkir fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra var stofnað. Síðan hafa þeir helst verið notaðir í leiðinlegan og eyðileggjandi skrípaleik. Hann er þannig að samninganefnd ríkisins segist semja eingöngu um lágmarkslaun og vísar á stofnanasamninga til frekari kjarabóta. Fulltrúar Landspítalans í viðræðum um stofnanasamning segjast svo ekki geta borgað neitt til viðbótar við lágmarkslaun, þar sem ekki fáist fjármagn til þess frá ríkinu. Möguleikar til að hækka laun vegna þekkingar, sérstaks vinnuframlags, náms umfram lágmarks kröfur eða annarra persónulegra þátta eru því mjög takmarkaðir. Þetta er sú svikamilla sem við starfsmenn rannsóknasviðs Landspítalans höfum búið við árum saman. Möguleikar til betri kjara felast því fyrst og fremst í lengri vinnutíma og kjarabótum við gerð aðalkjarasamnings.Hverju skilar svo þessi launastefna? Svona fyrirkomulag í launamálum starfsmanna veldur því að ungt fólk nýútskrifað úr háskólanámi hugsar sig tvisvar um áður en það ræður sig til vinnu á lágmarkslaunum með litla sem enga möguleika til hækkana það sem eftir er starfsævinnar og nánast einu möguleikarnir til kjarabóta eru að vinna umfram 40 klst. á viku svo framarlega sem vinnuveitandinn samþykkir það. Nú er staðan þannig að meðalaldur lífeindafræðinga sem starfa á Landspítalanum er 54,7 ár. Helmingur allra lífeindafræðinga sem vinna hjá Landspítalanum eða 50 %, verða 58 ára eða eldri á þessu ári, elstu 25 % hópsins eru 64 ára eða eldri og yngstu 25 % hópsins eru 49 ára eða yngri. Þessar tölur ættu að vera viðsemjendum okkar til umhugsunar. Margir þeirra nýútskrifuðu lífeindafræðinga, sem hafa ráðið sig til Landspítalans hverfa fljótt til annarra starfa. Þar sem vinnan er ekki síður áhugaverð og fjölbreytt á Landspítalanum en á öðrum rannsóknastofum, er dapurlegt til þess að vita að launastefna ríkisins eins og hún er núna skuli fæla ungt, vel menntað og hæfileikaríkt fólk frá vinnustaðnum. Landspítalinn er því miður ekki samkeppnishæfur. Þannig er ástandið í dag. Eldra fólkið, sem sumt hefur starfað nánast alla sína starfsævi á rannsóknastofum Landspítalans, hefur sýnt ótrúlega þolinmæði og trúmennsku gagnvart vinnustaðnum og þeim launum sem boðist hafa. Skýringin gæti legið í skemmtilegri og fjölbreyttri vinnu og því að fyrir 30-40 árum voru kjörin hlutfallslega mun betri en nú. Lífeindafræðingar hafa smá saman dregist aftur úr sambærilegum stéttum í launum, sennilega vegna þess að verkföll hafa ekki verið ofarlega á lista yfir þau ráð sem við höfum viljað grípa til í kjarabaráttunni. Það hefur því miður sýnt sig að verkföll virðast eina tungumálið sem viðsemjendur okkar skilja. Þessu verður að linna. Fjármálaráðherra, samstarfsmenn hans og undirsátar verða að átta sig á afleiðingunum af svona kolröngu verðmætamati og forneskjulegu viðhorfi og það nú þegar. Langt er síðan stefndi í óefni. Það verður að hækka grunnlaunin verulega og jafnframt verður að breyta launafyrirkomulaginu. Ungt fólk fæst ekki í vinnu á þessum kjörum, launin eru allt of lág og vinnutíminn allt of langur. Það gengur ekki endalaust að bæta upp léleg grunnlaun með meiri vinnu. Við förum fram á að komið verði til móts við okkur og án tafar bundinn endi á þessa eyðileggjandi láglaunastefnu bæði okkur, Landspítalanum og ríkinu til hagsbóta.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar