Mustang kóngur kraftabílanna Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 13:31 Ford Mustang. Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent