Gjafir okkar til þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:30 Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun