Íslenskir leikmenn í minnihluta í leik KR og FH í 1. umferð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2015 10:15 Englendingurinn Gary Martin hjá KR var markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra. Vísir/Daníel Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar í dag athyglisverða grein um erlenda leikmenn í liðum KR og FH og bendir á möguleikann á því að 13 af 22 byrjunarliðsleikmönnum í stórleik liðanna í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla gætu verið erlendir leikmenn. KR samdi við sjötta erlenda leikmanninn í gær en danski miðjumaðurinn Jacob Schoop er þriðji Daninn sem KR-ingar fá til sín fyrir tímabilið. Áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen samið við Vesturbæjarliðið. KR-ingar geta þó aðeins notað fimm af þessum sex leikmönnum í fyrstu umferðinni því Tógómaðurinn Farid Zato er meiddur og óvíst hvenær hann verður leikfær á ný. FH-ingar eru með sjö erlenda leikmenn innan sinna raða en aðeins sex þeirra geta þó spilað í fyrstu umferðinni því Malí-maðurinn Kassim Doumbia tekur út leikbann í umræddum leik. FH hefur bætt við sig Jeremy Serwy frá Belgíu og Amath André Diedhiou frá Senegal auk þess að Samuel Lee Tillen er farinn að spila aftur eftir erfið meiðsli. 11 af 22 leikmönnum liðanna í þessum fyrsta leik tímabilsins gætu því verið erlendir og það þarf ekki nema einn útlending í viðbót svo að möguleikinn opnist fyrir því að íslenskir leikmenn verði í minnihluta í stórleik KR og FH í 1. umferð. Þjálfararnir eiga líka eftir að ákveða hvað margir af þessum erlendu leikmenn byrja leikinn en félögin voru samt örugglega ekki að semja við þá til að láta þá sitja á bekknum. Hvort að það bætist við erlendur leikmaður í annaðhvort liðið verður að koma í ljós en nú eru aðeins nítján dagar í leik KR og FH á KR-vellinum.Erlendir leikmenn hjá FH og KRErlendir leikmenn í FH Jeremy Serwy frá Belgíu Kassim Doumbia frá Malí Sam Hewson frá Englandi Samuel Lee Tillen frá Englandi Steven Lennon frá Englandi Jonathan Hendrickx frá Belgíu Amath André Diedhiou frá SenegalErlendir leikmenn í KR Gary Martin frá Englandi Rasmus Christiansen frá Danmörku Sören Frederiksen frá Danmörku Jacob Schoop frá Danmörku Gonzalo Balbi frá Úrúgvæ Farid Zato frá Tógó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar í dag athyglisverða grein um erlenda leikmenn í liðum KR og FH og bendir á möguleikann á því að 13 af 22 byrjunarliðsleikmönnum í stórleik liðanna í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla gætu verið erlendir leikmenn. KR samdi við sjötta erlenda leikmanninn í gær en danski miðjumaðurinn Jacob Schoop er þriðji Daninn sem KR-ingar fá til sín fyrir tímabilið. Áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen samið við Vesturbæjarliðið. KR-ingar geta þó aðeins notað fimm af þessum sex leikmönnum í fyrstu umferðinni því Tógómaðurinn Farid Zato er meiddur og óvíst hvenær hann verður leikfær á ný. FH-ingar eru með sjö erlenda leikmenn innan sinna raða en aðeins sex þeirra geta þó spilað í fyrstu umferðinni því Malí-maðurinn Kassim Doumbia tekur út leikbann í umræddum leik. FH hefur bætt við sig Jeremy Serwy frá Belgíu og Amath André Diedhiou frá Senegal auk þess að Samuel Lee Tillen er farinn að spila aftur eftir erfið meiðsli. 11 af 22 leikmönnum liðanna í þessum fyrsta leik tímabilsins gætu því verið erlendir og það þarf ekki nema einn útlending í viðbót svo að möguleikinn opnist fyrir því að íslenskir leikmenn verði í minnihluta í stórleik KR og FH í 1. umferð. Þjálfararnir eiga líka eftir að ákveða hvað margir af þessum erlendu leikmenn byrja leikinn en félögin voru samt örugglega ekki að semja við þá til að láta þá sitja á bekknum. Hvort að það bætist við erlendur leikmaður í annaðhvort liðið verður að koma í ljós en nú eru aðeins nítján dagar í leik KR og FH á KR-vellinum.Erlendir leikmenn hjá FH og KRErlendir leikmenn í FH Jeremy Serwy frá Belgíu Kassim Doumbia frá Malí Sam Hewson frá Englandi Samuel Lee Tillen frá Englandi Steven Lennon frá Englandi Jonathan Hendrickx frá Belgíu Amath André Diedhiou frá SenegalErlendir leikmenn í KR Gary Martin frá Englandi Rasmus Christiansen frá Danmörku Sören Frederiksen frá Danmörku Jacob Schoop frá Danmörku Gonzalo Balbi frá Úrúgvæ Farid Zato frá Tógó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira