Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 29. apríl 2015 13:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarki Már Gunnarsson í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Ísland vann frábæran stórsigur á Serbíu í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Íslenska spilaði stórkostlega á öllum sviðum handboltans í kvöld en þetta var besti leikur liðsins í langan tíma. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þvílíkum fítonskrafti. Vörnin var gríðarlega öflug og skyttur Serbanna fengu lítinn tíma til að athafna sig. Íslendingar komust í 4-0 en Serbar skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 7. mínútu þegar Marko Vujin minnkaði muninn í 4-1. Ísland svaraði því með fjórum mörkum og var skyndilega komið með sjö marka forystu, 8-1. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú þessara marka en fyrirliðinn var í góðum gír í kvöld og skoraði tólf mörk, en tíu þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Eftir þessa ótrúlegu byrjun kom smá bakslag. Serbar hertu vörnina, Miroslav Kocic fór að verja í markinu og endrum og eins fundu gestirnir leiðir í gegnum íslensku vörnina. Miklu máli skipti að Serbarnir fóru að passa betur upp á boltann en þeir töpuðu boltanum sjö sinnum á fyrstu 15 mínútum fyrri hálfleiks en aðeins einu sinni á næstu fimmtán. Gestirnir náðu góðum 6-1 kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk, 9-7. En íslensku strákarnir brotnuðu ekki, náðu vopnum sínum á ný og enduðu fyrri hálfleikinn frábærlega. Ísland náði sex marka forystu, 16-9, þegar Rúnar Kárason skoraði sitt fyrsta og eina mark í kvöld en Momir Ilic, fyrirliði Serba, sá til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði hálfgert flautumark undir lok fyrri hálfleiksins. Hafi byrjunin á leiknum verið góð var það ekkert miðað við byrjunina í seinni hálfleik. Arnór Þór Gunnarsson kom Íslandi í 17-10, Nemanja Ilic svaraði að bragði en síðan setti íslenska liðið í fluggírinn og skoraði sex mörk gegn engu Serba. Eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 23-11 og leikurinn svo gott sem búinn. En það kom aldrei til greina hjá íslensku strákunum að slaka á. Þeir héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 44. mínútu var munurinn kominn upp í 16 mörk, 29-13. Íslenska liðið sýndi styrk og kláraði síðustu 15 mínútur leiksins af miklum krafti og þegar uppi var staðið var munurinn 16 mörk, 38-22. Guðjón Valur var magnaður í íslenska liðinu og skoraði 12 mörk eins og áður sagði. Arnór Þór kom næstur með níu mörk en hann spilaði sennilega sinn besta landsleik í kvöld. Aron Pálmarsson sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er íslenska liðinu og skoraði sex mörk. Róbert Gunnarsson var einnig gríðarlega öflugur inni á línunni; skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði auk þess fjögur vítaköst. Þá spiluðu allir leikmenn Íslands frábæran varnarleik í kvöld og Björgvin Páll Gústavsson stóð fyrir sínu í markinu og varði 13 skot (38%). Ísland og Serbía mætast öðru sinni í Nis á sunnudaginn.Aron Kristjánsson: Menn stóðust áskorunina „Þetta var mjög góður leikur og við byrjuðum þennan leik af miklum krafti. Varnarleikurinn góður og við lokuðum strax á þá sem var kannski lykilatriði. Við hættum aldrei og keyrðum stanslaust í bakið á þeim,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir leik. Hann var talsvert léttari en eftir leiki síðasta árið. „Við tókum leikhlé er þeir sóttu að okkur í fyrri hálfleik. Það var bara aðeins til að ná áttum og komum út úr hlénu með sterka trú á því sem við vorum að gera á báðum endum vallarins. Við vorum að spila fjölbreyttan og hraðan sóknarbolta. Það voru allir að spila vel í dag og skila sínu.“ Sjálfstraustið og viljinn hreinlega lak af mönnum. Þennan leik átti að taka og það skein í gegn í leik strákanna. „Þó svo undirbúningurinn hafi verið snarpur [tveir dagar] þá var hann góður. Menn gríðarlega einbeittir frá fyrstu æfingu og menn vissu algjörlega hvað þeir ætluðu sér að gera. Það voru allir samtaka og gríðarleg liðsheild í gangi. Allt teymið var að vinna vel og þetta voru góðir dagar.“ Aron sagði fyrir leikinn að hann væri gríðarleg áskorun fyrir liðið. Það er óhætt að segja að liðið hafi staðist þá áskorun. „Menn stóðust hana heldur betur. Það að þessi leikur hafi verið áskorun gerði verkefnið enn meira spennandi og skemmtilegra. Það er gaman að takast á við svona,“ segir Aron en eru strákarnir okkar komnir aftur til þess að vera? „Ég ætla rétt að vona það. Þetta snýst um að halda þessum gæðum en ef þau falla um bara 10 prósent þá getum við verið slakir.“Vísir/ErnirGuðjón Valur: Nagað leikmenn liðsins að spila langt undir getu „Við viljum alltaf spila okkar besta leik og við höfum kannski ekki verið að því smá tíma,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson brosmildur en óhætt er að segja að strákarnir hafi spilað sinn besta leik í kvöld. „Þetta small einhvern veginn allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Maður sá í kvöld að það er lítið mál að spila vel þegar maður er tíu mörkum yfir. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti. Góð vörn, þolinmóðir í sókn og tókum skynsamar ákvarðanir.“ Eftir frábæra byrjun gaf liðið aðeins eftir og missti forskotið niður í tvö mörk. Þá var tekið leikhlé, róað mannskapinn og svo haldið áfram að pakka Serbunum saman. „Það var samt aldrei neitt ráðaleysi. Við vorum með svör allan tímann og vorum að sundurspila þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo við höfum verið að spila illa síðustu mánuði. "Það er leiðinlegt að spila illa og sérstaklega þegar maður þykist vita af hverju það er. Þetta var ekkert sem gerðist einn, tveir og þrir og það tók tíma að laga þetta. "Við grófum okkur stóra holu en erum smám saman að fylla hana aftur. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég geri ekki ráð fyrir að við vinnum Serbíu á útivelli með sextán marka mun,“ sagði fyrirliðinn kíminn. „Það var nauðsynlegt að taka tvö stig úr þessum leikjum við Serba. Þau eru komin og við verðum að halda áfram og byggja ofan á þetta.“ Guðjón vildi ekki segja hvað nákvæmlega hefði verið að í leik liðsins síðasta rúma árið og gaf lítið fyrir útskýringar einhverra sérfræðinga. „Málið er að það er ekkert eitthvað eitt að. Það vita allir út í bæ hvað sé að þó svo það viti það enginn. Það eru bara við sem vitum það. Allir sem standa fyrir utan liðið eru bara að giska. Það er ekki einu sinni allir sem tjá sig sem skilja yfir höfuð íþróttina. "Staðreyndin er samt sú að við höfum ekki verið að spila vel og í mörgum leikjum að spila langt fyrir neðan okkar getu. Það hefur verið mjög pirrandi og nagað alla leikmenn liðsins. Svona leikir sýna mönnum að þeir geta þetta en það er ekki nóg að gera það bara einu sinni.“Bjarki Már: Mætum öðru liði í Serbíu Bjarki Már Gunnarsson átti stórleik í miðri vörn Íslands í sigrinum á Serbum í kvöld og hann var að vonum hinn kátasti eftir leikinn. "Við gáfum allt í þennan leik, keyrðum á þá allan tímann og tókum vindinn úr serbneska liðinu," sagði Bjarki sem viðurkenndi að íslenska liðsins biði annað og erfiðara verkefni í Serbíu á sunnudaginn. "Það verður annað lið sem mætir til leiks í Serbíu, það er alveg klárt," sagði varnarmaðurinn sterki sem var ánægður með að íslenska liðið hélt áfram allt til loka og gaf hvergi eftir þótt úrslitin væru ráðin snemma í seinni hálfleik. "Það gengu fáránlegustu hlutir upp hjá okkur og það var eiginlega fyndið að horfa á þetta. Á meðan var þetta svolítið stöngin út hjá þeim og Bjöggi var í banastuði í markinu. Lokatölurnar gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en við gáfum allt í þetta og uppskárum eins og við sáðum," sagði Bjarki. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug í kvöld og stórskyttur Serbanna komust lítt áleiðis. "Þeir eru með þessar tvær öflugu skyttur (Momir Ilic og Marko Vujin) sem náðu að setja nokkur fyrir utan þrátt fyrir að við værum mjög aggresívir. En snöggu leikmennirnir þeirra fundu sig ekki sem hafði mikið að segja," sagði Bjarki að lokum.Róbert: Frábært að ná svona sigri "Þetta gekk virkilega vel í kvöld og við sýndum frábæran leik," sagði Róbert Gunnarsson, línumaður Íslands, eftir stórsigurinn á Serbum í kvöld. Róbert, sem skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum, er þó meðvitaður um að erfiðari leikur bíður íslenska liðsins í Nis í Serbíu á sunnudaginn kemur. "Þetta er svona lið sem er eins og svart og hvítt á heimavelli og á útivelli. Þetta verður langt frá því að vera svona auðvelt á sunnudaginn. "En það var frábært að ná svona sigri og að halda út allan leikinn þrátt fyrir að munurinn væri orðinn mikill," sagði Róbert sem var ánægður með einbeitinguna sem íslenska liðið sýndi í kvöld. "Það var flott að halda alltaf áfram og fylgja þessu eftir. Við verðum að taka það góða með okkur til Serbíu. "Það er langt og strangt ferðalag framundan en við ætlum að nýta tímann fram að leiknum vel og klára hann á sunnudaginn." Flestallt gekk upp hjá íslenska liðinu í kvöld, hvort sem það var vörn, markvarsla, hraðar sóknir eða uppstilltur sóknarleikur. Róbert sagði leikinn í heild sinni hafa verið frábæran. "Það er alveg rétt. Vörnin var frábær allan leikinn og Bjöggi fylgdi með. Þetta er uppskriftin af sigri og sóknin gekk líka vel. Þetta var jákvæð frammistaða á alla kanta," sagði Róbert að endingu.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Ísland vann frábæran stórsigur á Serbíu í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Íslenska spilaði stórkostlega á öllum sviðum handboltans í kvöld en þetta var besti leikur liðsins í langan tíma. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þvílíkum fítonskrafti. Vörnin var gríðarlega öflug og skyttur Serbanna fengu lítinn tíma til að athafna sig. Íslendingar komust í 4-0 en Serbar skoruðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en á 7. mínútu þegar Marko Vujin minnkaði muninn í 4-1. Ísland svaraði því með fjórum mörkum og var skyndilega komið með sjö marka forystu, 8-1. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú þessara marka en fyrirliðinn var í góðum gír í kvöld og skoraði tólf mörk, en tíu þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Eftir þessa ótrúlegu byrjun kom smá bakslag. Serbar hertu vörnina, Miroslav Kocic fór að verja í markinu og endrum og eins fundu gestirnir leiðir í gegnum íslensku vörnina. Miklu máli skipti að Serbarnir fóru að passa betur upp á boltann en þeir töpuðu boltanum sjö sinnum á fyrstu 15 mínútum fyrri hálfleiks en aðeins einu sinni á næstu fimmtán. Gestirnir náðu góðum 6-1 kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk, 9-7. En íslensku strákarnir brotnuðu ekki, náðu vopnum sínum á ný og enduðu fyrri hálfleikinn frábærlega. Ísland náði sex marka forystu, 16-9, þegar Rúnar Kárason skoraði sitt fyrsta og eina mark í kvöld en Momir Ilic, fyrirliði Serba, sá til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði hálfgert flautumark undir lok fyrri hálfleiksins. Hafi byrjunin á leiknum verið góð var það ekkert miðað við byrjunina í seinni hálfleik. Arnór Þór Gunnarsson kom Íslandi í 17-10, Nemanja Ilic svaraði að bragði en síðan setti íslenska liðið í fluggírinn og skoraði sex mörk gegn engu Serba. Eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 23-11 og leikurinn svo gott sem búinn. En það kom aldrei til greina hjá íslensku strákunum að slaka á. Þeir héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 44. mínútu var munurinn kominn upp í 16 mörk, 29-13. Íslenska liðið sýndi styrk og kláraði síðustu 15 mínútur leiksins af miklum krafti og þegar uppi var staðið var munurinn 16 mörk, 38-22. Guðjón Valur var magnaður í íslenska liðinu og skoraði 12 mörk eins og áður sagði. Arnór Þór kom næstur með níu mörk en hann spilaði sennilega sinn besta landsleik í kvöld. Aron Pálmarsson sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er íslenska liðinu og skoraði sex mörk. Róbert Gunnarsson var einnig gríðarlega öflugur inni á línunni; skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði auk þess fjögur vítaköst. Þá spiluðu allir leikmenn Íslands frábæran varnarleik í kvöld og Björgvin Páll Gústavsson stóð fyrir sínu í markinu og varði 13 skot (38%). Ísland og Serbía mætast öðru sinni í Nis á sunnudaginn.Aron Kristjánsson: Menn stóðust áskorunina „Þetta var mjög góður leikur og við byrjuðum þennan leik af miklum krafti. Varnarleikurinn góður og við lokuðum strax á þá sem var kannski lykilatriði. Við hættum aldrei og keyrðum stanslaust í bakið á þeim,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir leik. Hann var talsvert léttari en eftir leiki síðasta árið. „Við tókum leikhlé er þeir sóttu að okkur í fyrri hálfleik. Það var bara aðeins til að ná áttum og komum út úr hlénu með sterka trú á því sem við vorum að gera á báðum endum vallarins. Við vorum að spila fjölbreyttan og hraðan sóknarbolta. Það voru allir að spila vel í dag og skila sínu.“ Sjálfstraustið og viljinn hreinlega lak af mönnum. Þennan leik átti að taka og það skein í gegn í leik strákanna. „Þó svo undirbúningurinn hafi verið snarpur [tveir dagar] þá var hann góður. Menn gríðarlega einbeittir frá fyrstu æfingu og menn vissu algjörlega hvað þeir ætluðu sér að gera. Það voru allir samtaka og gríðarleg liðsheild í gangi. Allt teymið var að vinna vel og þetta voru góðir dagar.“ Aron sagði fyrir leikinn að hann væri gríðarleg áskorun fyrir liðið. Það er óhætt að segja að liðið hafi staðist þá áskorun. „Menn stóðust hana heldur betur. Það að þessi leikur hafi verið áskorun gerði verkefnið enn meira spennandi og skemmtilegra. Það er gaman að takast á við svona,“ segir Aron en eru strákarnir okkar komnir aftur til þess að vera? „Ég ætla rétt að vona það. Þetta snýst um að halda þessum gæðum en ef þau falla um bara 10 prósent þá getum við verið slakir.“Vísir/ErnirGuðjón Valur: Nagað leikmenn liðsins að spila langt undir getu „Við viljum alltaf spila okkar besta leik og við höfum kannski ekki verið að því smá tíma,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson brosmildur en óhætt er að segja að strákarnir hafi spilað sinn besta leik í kvöld. „Þetta small einhvern veginn allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Maður sá í kvöld að það er lítið mál að spila vel þegar maður er tíu mörkum yfir. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti. Góð vörn, þolinmóðir í sókn og tókum skynsamar ákvarðanir.“ Eftir frábæra byrjun gaf liðið aðeins eftir og missti forskotið niður í tvö mörk. Þá var tekið leikhlé, róað mannskapinn og svo haldið áfram að pakka Serbunum saman. „Það var samt aldrei neitt ráðaleysi. Við vorum með svör allan tímann og vorum að sundurspila þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo við höfum verið að spila illa síðustu mánuði. "Það er leiðinlegt að spila illa og sérstaklega þegar maður þykist vita af hverju það er. Þetta var ekkert sem gerðist einn, tveir og þrir og það tók tíma að laga þetta. "Við grófum okkur stóra holu en erum smám saman að fylla hana aftur. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég geri ekki ráð fyrir að við vinnum Serbíu á útivelli með sextán marka mun,“ sagði fyrirliðinn kíminn. „Það var nauðsynlegt að taka tvö stig úr þessum leikjum við Serba. Þau eru komin og við verðum að halda áfram og byggja ofan á þetta.“ Guðjón vildi ekki segja hvað nákvæmlega hefði verið að í leik liðsins síðasta rúma árið og gaf lítið fyrir útskýringar einhverra sérfræðinga. „Málið er að það er ekkert eitthvað eitt að. Það vita allir út í bæ hvað sé að þó svo það viti það enginn. Það eru bara við sem vitum það. Allir sem standa fyrir utan liðið eru bara að giska. Það er ekki einu sinni allir sem tjá sig sem skilja yfir höfuð íþróttina. "Staðreyndin er samt sú að við höfum ekki verið að spila vel og í mörgum leikjum að spila langt fyrir neðan okkar getu. Það hefur verið mjög pirrandi og nagað alla leikmenn liðsins. Svona leikir sýna mönnum að þeir geta þetta en það er ekki nóg að gera það bara einu sinni.“Bjarki Már: Mætum öðru liði í Serbíu Bjarki Már Gunnarsson átti stórleik í miðri vörn Íslands í sigrinum á Serbum í kvöld og hann var að vonum hinn kátasti eftir leikinn. "Við gáfum allt í þennan leik, keyrðum á þá allan tímann og tókum vindinn úr serbneska liðinu," sagði Bjarki sem viðurkenndi að íslenska liðsins biði annað og erfiðara verkefni í Serbíu á sunnudaginn. "Það verður annað lið sem mætir til leiks í Serbíu, það er alveg klárt," sagði varnarmaðurinn sterki sem var ánægður með að íslenska liðið hélt áfram allt til loka og gaf hvergi eftir þótt úrslitin væru ráðin snemma í seinni hálfleik. "Það gengu fáránlegustu hlutir upp hjá okkur og það var eiginlega fyndið að horfa á þetta. Á meðan var þetta svolítið stöngin út hjá þeim og Bjöggi var í banastuði í markinu. Lokatölurnar gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en við gáfum allt í þetta og uppskárum eins og við sáðum," sagði Bjarki. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug í kvöld og stórskyttur Serbanna komust lítt áleiðis. "Þeir eru með þessar tvær öflugu skyttur (Momir Ilic og Marko Vujin) sem náðu að setja nokkur fyrir utan þrátt fyrir að við værum mjög aggresívir. En snöggu leikmennirnir þeirra fundu sig ekki sem hafði mikið að segja," sagði Bjarki að lokum.Róbert: Frábært að ná svona sigri "Þetta gekk virkilega vel í kvöld og við sýndum frábæran leik," sagði Róbert Gunnarsson, línumaður Íslands, eftir stórsigurinn á Serbum í kvöld. Róbert, sem skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum, er þó meðvitaður um að erfiðari leikur bíður íslenska liðsins í Nis í Serbíu á sunnudaginn kemur. "Þetta er svona lið sem er eins og svart og hvítt á heimavelli og á útivelli. Þetta verður langt frá því að vera svona auðvelt á sunnudaginn. "En það var frábært að ná svona sigri og að halda út allan leikinn þrátt fyrir að munurinn væri orðinn mikill," sagði Róbert sem var ánægður með einbeitinguna sem íslenska liðið sýndi í kvöld. "Það var flott að halda alltaf áfram og fylgja þessu eftir. Við verðum að taka það góða með okkur til Serbíu. "Það er langt og strangt ferðalag framundan en við ætlum að nýta tímann fram að leiknum vel og klára hann á sunnudaginn." Flestallt gekk upp hjá íslenska liðinu í kvöld, hvort sem það var vörn, markvarsla, hraðar sóknir eða uppstilltur sóknarleikur. Róbert sagði leikinn í heild sinni hafa verið frábæran. "Það er alveg rétt. Vörnin var frábær allan leikinn og Bjöggi fylgdi með. Þetta er uppskriftin af sigri og sóknin gekk líka vel. Þetta var jákvæð frammistaða á alla kanta," sagði Róbert að endingu.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira