Illugi seldi eigin félagi íbúðina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 14:22 Illugi átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. Vísir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, seldi eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Það var eftir að Illugi hafði verið viðstaddur undirritun samnings á milli Orku Energy og kínverskra stjórnvalda og eftir að hann hafði þegið laun frá félaginu. Haukur Harðarson er stjórnarformaður Orku Energy, félags sem Illugi vann fyrir árið 2011.Orka Energy Átti ekki í viðskiptum við Hauk í maí Af svörum Illuga við fyrirspurn fréttastofu í gær mátti skilja að Illugi hafi selt íbúðina til Hauks í maí árið 2013, áður en Illugi tók sæti sem mennta- og menningarmálaráðherra en eftir að nýtt þing var kosið. Á þeim tíma var félagið sem heldur utan um eignina, OG Capital, hins vegar enn í eigu Illuga. Samkvæmt gögnum frá ársreikningaskrá undirritaði Haukur umboð til Harðar Harðarsonar um að skrifa undir kaupsamning vegna OG Capital 29. desember árið 2013. Félagið var svo keypt daginn eftir fyrir 500 þúsund krónur, að því er fram kemur í umboðinu til Harðar. Sama dag sagði Illugi og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona hans, sig úr stjórn fyrirtækisins en þar höfðu þau setið, annað sem formaður og hitt sem varamaður, frá því árið 2010.Afsalið ekki undirritað fyrr en 2014 Í fasteignaskrá ríkisins segir að afhendingardagur fasteignarinnar við Ránargötu sé 31. desember árið 2013, það er daginn eftir að gengið hafði verið frá kaupum Hauks á OG Capital og úrsögn Illuga úr stjórn félagsins. Þetta kemur fram í afsali eignarinnar sem undirritað var 23. júní árið 2014, tæpum sjö mánuðum eftir að afhending fasteignarinnar hafði farið fram og rúmu ári eftir að Illugi segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirÍ afsalinu kemur einnig fram að félagið yfirtaki skuldir sem hvíla á eigninni. Það er 25,5 milljóna króna lán og annað 8,5 milljóna lán. Einnig yfirtók félagið 21 milljóna króna tryggingabréf sem hvíldi á þriðja veðrétti íbúðarinnar. Samkvæmt Illuga voru engar skuldir á bak við það tryggingarbréf. Skjölin ekki þinglýst Eina skjalið sem hefur verið þinglýst vegna viðskiptanna er afsalið frá 2014. Kaupsamningurinn sem Illugi vísar til í svari sínu við fyrirspurn fréttastofu í gær var ekki þinglýstur. Þá hefur engum leigusamningi verið þinglýst hjá sýslumanni vegna íbúðarinnar. Opinber gögn eru því að mörgu leiti takmörkuð er varða viðskiptin en auk afsalsins eru áður nefnd gögn úr fyrirtækjaskrá aðgengileg.Var spurður hvort Haukur væri viðskiptafélagi Illugi upplýsti um málið að eigin frumkvæði í viðtali við RÚV. Það var eftir að hann hafði fengið sendar spurningar frá blaðamanni Stundarinnar þar sem spurt var út í viðskipti hans við OG Capital. Samkvæmt Stundinni svaraði Illugi ekki öllum spurningum fréttastofunnar. Hann óskaði eftir að fá að koma í viðtal við RÚV þar sem hann upplýsti að hann hafi selt stjórnarformanni og einum eiganda Orku Energy íbúðina sína vegna fjárhagserfiðleika. DV hafði þá spurt beint út í tengsl Illuga við Hauk. Í svörum við skriflegum spurningum blaðsins sem bárust 20. apríl sagðist Illugi ekki hafa fjárhagsleg tengsl við Hauk. Sá hann ekki ástæðu til að greina frá því að Haukur hafi aðstoðað hann við að leysa úr miklum fjárhagsvandræðum sínum með því að yfirtaka íbúðina hans og eignarhaldsfélagið OG Capital. Það gerði hann hins vegar fimm dögum síðar í áðurnefndu viðtali við RÚV.Skuldsett fyrir 57 milljónirSamkvæmt ársreikningi OG Capital fyrir árið 2013, þar sem Haukur er skráður eigandi að öllu útgefnu hlutafé í félaginu, eru ekki teljandi tekjur færðar til bókar. Í raun virðist eina starfsemi félagsins hafa verið kaup á íbúð Illuga og eiginkonu hans. Skuldir félagsins jukust um 57 milljónir króna á árinu en samkvæmt því sem Illugi sagði í yfirlýsingu á Facebook var íbúðin seld á 53,5 milljónir. Vísir óskaði í morgun eftir viðtali við Illuga vegna málsins en þegar þetta er skrifað hefur ekkert svar borist frá aðstoðarmanni ráðherrans vegna þessa. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, seldi eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Það var eftir að Illugi hafði verið viðstaddur undirritun samnings á milli Orku Energy og kínverskra stjórnvalda og eftir að hann hafði þegið laun frá félaginu. Haukur Harðarson er stjórnarformaður Orku Energy, félags sem Illugi vann fyrir árið 2011.Orka Energy Átti ekki í viðskiptum við Hauk í maí Af svörum Illuga við fyrirspurn fréttastofu í gær mátti skilja að Illugi hafi selt íbúðina til Hauks í maí árið 2013, áður en Illugi tók sæti sem mennta- og menningarmálaráðherra en eftir að nýtt þing var kosið. Á þeim tíma var félagið sem heldur utan um eignina, OG Capital, hins vegar enn í eigu Illuga. Samkvæmt gögnum frá ársreikningaskrá undirritaði Haukur umboð til Harðar Harðarsonar um að skrifa undir kaupsamning vegna OG Capital 29. desember árið 2013. Félagið var svo keypt daginn eftir fyrir 500 þúsund krónur, að því er fram kemur í umboðinu til Harðar. Sama dag sagði Illugi og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona hans, sig úr stjórn fyrirtækisins en þar höfðu þau setið, annað sem formaður og hitt sem varamaður, frá því árið 2010.Afsalið ekki undirritað fyrr en 2014 Í fasteignaskrá ríkisins segir að afhendingardagur fasteignarinnar við Ránargötu sé 31. desember árið 2013, það er daginn eftir að gengið hafði verið frá kaupum Hauks á OG Capital og úrsögn Illuga úr stjórn félagsins. Þetta kemur fram í afsali eignarinnar sem undirritað var 23. júní árið 2014, tæpum sjö mánuðum eftir að afhending fasteignarinnar hafði farið fram og rúmu ári eftir að Illugi segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Íbúðin sem um ræðir stendur við Ránargötu í Reykjavík.Vísir/ErnirÍ afsalinu kemur einnig fram að félagið yfirtaki skuldir sem hvíla á eigninni. Það er 25,5 milljóna króna lán og annað 8,5 milljóna lán. Einnig yfirtók félagið 21 milljóna króna tryggingabréf sem hvíldi á þriðja veðrétti íbúðarinnar. Samkvæmt Illuga voru engar skuldir á bak við það tryggingarbréf. Skjölin ekki þinglýst Eina skjalið sem hefur verið þinglýst vegna viðskiptanna er afsalið frá 2014. Kaupsamningurinn sem Illugi vísar til í svari sínu við fyrirspurn fréttastofu í gær var ekki þinglýstur. Þá hefur engum leigusamningi verið þinglýst hjá sýslumanni vegna íbúðarinnar. Opinber gögn eru því að mörgu leiti takmörkuð er varða viðskiptin en auk afsalsins eru áður nefnd gögn úr fyrirtækjaskrá aðgengileg.Var spurður hvort Haukur væri viðskiptafélagi Illugi upplýsti um málið að eigin frumkvæði í viðtali við RÚV. Það var eftir að hann hafði fengið sendar spurningar frá blaðamanni Stundarinnar þar sem spurt var út í viðskipti hans við OG Capital. Samkvæmt Stundinni svaraði Illugi ekki öllum spurningum fréttastofunnar. Hann óskaði eftir að fá að koma í viðtal við RÚV þar sem hann upplýsti að hann hafi selt stjórnarformanni og einum eiganda Orku Energy íbúðina sína vegna fjárhagserfiðleika. DV hafði þá spurt beint út í tengsl Illuga við Hauk. Í svörum við skriflegum spurningum blaðsins sem bárust 20. apríl sagðist Illugi ekki hafa fjárhagsleg tengsl við Hauk. Sá hann ekki ástæðu til að greina frá því að Haukur hafi aðstoðað hann við að leysa úr miklum fjárhagsvandræðum sínum með því að yfirtaka íbúðina hans og eignarhaldsfélagið OG Capital. Það gerði hann hins vegar fimm dögum síðar í áðurnefndu viðtali við RÚV.Skuldsett fyrir 57 milljónirSamkvæmt ársreikningi OG Capital fyrir árið 2013, þar sem Haukur er skráður eigandi að öllu útgefnu hlutafé í félaginu, eru ekki teljandi tekjur færðar til bókar. Í raun virðist eina starfsemi félagsins hafa verið kaup á íbúð Illuga og eiginkonu hans. Skuldir félagsins jukust um 57 milljónir króna á árinu en samkvæmt því sem Illugi sagði í yfirlýsingu á Facebook var íbúðin seld á 53,5 milljónir. Vísir óskaði í morgun eftir viðtali við Illuga vegna málsins en þegar þetta er skrifað hefur ekkert svar borist frá aðstoðarmanni ráðherrans vegna þessa.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira