Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 1-0 | Íslandsmeistararnir höfðu betur Ingvi Þór Sæmundsson í Kórnum skrifar 27. apríl 2015 13:39 Daníel Laxdal lyftir meistarabikarnum í Kórnum í kvöld. vísir/valli Stjarnan bar sigurorð af KR í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í kvöld. Lokatölur 1-0, Stjörnunni í vil sem vann meistarabikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Eina mark leiksins gerði varamaðurinn Þórhallur Kári Knútsson á 81. mínútu eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjörnumenn fengu besta, og í raun eina, færið í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl Finsen skaut boltanum í stöng á 8. mínútu eftir aukaspyrnu Pablos Punyed. Annars voru KR-ingar sterkari úti á vellinum, héldu boltanum vel en gekk þó erfiðlega að opna Stjörnuvörnina sem var með allt sitt á hreinu. Þar af leiðandi reyndi lítið á Gunnar Nielsen í marki Garðbæinga. KR tefldi fram nýjum leikmanni, Jacob Schoop, dönskum miðjumanni sem sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik. Hann er góður á boltanum og á eflaust eftir að verða nýtast KR-liðinu vel. Stjörnumönnum gekk erfiðlega að færa boltann upp völlinn og fremstu menn liðsins voru lítið inni í leiknum. Garðbæingar stilltu upp í leikkerfið 4-4-2, eins og þeir gerðu stundum á síðustu leiktíð, en alla tengingu vantaði milli miðju og sóknar í fyrri hálfleik. Jeppe Hansen og Arnar Már Björgvinsson byrjuðu saman frammi en þeir komust lítt áleiðis gegn miðvörðum KR. Staðan var markalaus í hálfleik en Stjörnumenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og voru tvisvar nálægt því að skora. Fyrst var Skúli Jón Friðgeirsson hársbreidd frá því að skora sjálfsmark en Stefán Logi Magnússon varði í horn. Pablo tók spyrnuna og sendi inn á teig þar sem Jeppe skallaði í stöng af stuttu færi. Íslandsmeistararnir náðu upp betri takti í spilinu í byrjun seinni hálfleiks; Halldór Orri Björnsson og Pablo náðu undirtökunum á miðjunni og Jeppe og Ólafur gerðu sig meira gildandi. KR-ingar áttu sínar sóknir en gekk sem fyrr erfiðlega að opna Stjörnuvörnina sem átti góðan leik í heild sinni. Óskar Örn Hauksson, sem gekk aftur í raðir KR á dögunum, kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik og hann lífgaði upp á sóknarleik Vesturbæinga og var þeirra líklegastur. Hann fékk t.a.m. ágætis skotfæri eftir skyndisókn á 70. mínútu en skaut hátt yfir. Á 81. mínútu kom Þórhallur Stjörnunni í 1-0 eftir laglega sókn. Heiðar átti flottan sprett upp hægra megin, tók þríhyrning með Halldóri Orra, lék á Rasmus Christiansen og upp að endamörkum og sendi svo boltann fyrir á jafnaldra sinn sem stýrði knettinum í fjærhornið framhjá Stefáni Loga. Vel að verki staðið hjá þessum ungu Stjörnumönnum. Óskar Örn minnti aftur á sig í uppbótartíma þegar hann átti hörkuskot sem Gunnar varði í horn. Annars lentu Stjörnumenn ekki í miklum vandræðum með sóknaraðgerðir KR-inga. Stjarnan hélt út og fagnaði 1-0 sigri sem gefur ágætis fyrirheit fyrir framhaldið í sumar. Stjarnan sækir ÍA heim á sunnudaginn í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni 2015. KR tekur hins vegar á móti FH í stórleik 1. umferðarinnar á mánudaginn.Rúnar Páll: Þeir sköpuðu engin færi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í kvöld. Stjarnan vann leikinn 1-0 og þar með meistarabikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta var í fyrsta skipti sem við tökum þátt í þessum leik og það var gaman að klára hann með sigri,“ sagði Rúnar sem var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var ánægður með leikinn. Skipulagið var fínt, við vörðumst vel og vorum þolinmóðir. „KR-ingar voru kannski meira með boltann í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Þeir sköpuðu engin færi, nema kannski lokin þegar Gunnar varði frá Óskari. „Vörnin hélt vel og Halldór Orri og Pablo voru mjög öflugir og vinnusamir fyrir framan hana. Liðið í heild sinni varðist vel,“ sagði Rúnar sem býst við hörkuleik á sunnudaginn þegar Stjarnan sækir ÍA heim í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. „Ég býst við svakalega erfiðum leik. Fyrsti leikur er alltaf erfiður eins og reyndar allir þessir leikir eru. Við erum klárir í þann leik og komum vel stemmdir inn í hann,“ sagði Rúnar en fáum við að sjá það sama frá Garðabæjarliðinu í sumar og í leiknum í kvöld? „Við erum ekkert að finna upp hjólið. Við spilum bara okkar leik og hann snýst um agaðan varnarleik og skipulagðan sóknarleik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Skúli Jón: Sé fram á farsælt sumar með Rasmusi Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, var að vonum ósáttur með tapið fyrir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. „Þetta hefði mátt vera betri leikur af okkar hálfu. Spilið gekk frekar hægt og þeir gerðu þetta ágætlega,“ sagði Súli. „Boltinn gengur hægt á þessum velli. Við héldum boltanum ágætlega en það vantaði meira tempó í spilið. „En þetta er bara einn leikur og skiptir í raun engu máli. Við verðum búnir að jafna okkur á þessu á morgun,“ sagði Skúli sem er að spila með nýjum manni í hjarta KR-varnarinnar, Rasmusi Christiansen sem lék áður með ÍBV. Hann segir samstarf þeirra gott. „Samstarfið gengur mjög vel. Hann getur alltaf spilað meira og meira eftir meiðslin. Þetta gekk mjög vel í dag og þeir voru ekki að skapa sér mikið. Ég sé fram á farsælt sumar með Rasmusi.“ Skúli segir einnig að endurkoma Óskars Arnar Haukssonar sé mikil búbót fyrir KR-liðið en Óskar var mjög líflegur eftir að hann kom inn á snemma í seinni hálfleik. „Hann er mjög góður og það vita það allir. Hann er búinn að spila lengi í þessu liði og við vorum mjög ánægðir þegar hann ákvað að koma aftur,“ sagði Skúli sem hlakkar til að spila að nýju á KR-vellinum eftir viku þegar KR tekur á móti FH í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. „Já, það verður mjög gaman. Ég er búinn að bíða lengi eftir því, að spila aftur á KR-vellinum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því að byrja.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af KR í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í kvöld. Lokatölur 1-0, Stjörnunni í vil sem vann meistarabikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Eina mark leiksins gerði varamaðurinn Þórhallur Kári Knútsson á 81. mínútu eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjörnumenn fengu besta, og í raun eina, færið í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl Finsen skaut boltanum í stöng á 8. mínútu eftir aukaspyrnu Pablos Punyed. Annars voru KR-ingar sterkari úti á vellinum, héldu boltanum vel en gekk þó erfiðlega að opna Stjörnuvörnina sem var með allt sitt á hreinu. Þar af leiðandi reyndi lítið á Gunnar Nielsen í marki Garðbæinga. KR tefldi fram nýjum leikmanni, Jacob Schoop, dönskum miðjumanni sem sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik. Hann er góður á boltanum og á eflaust eftir að verða nýtast KR-liðinu vel. Stjörnumönnum gekk erfiðlega að færa boltann upp völlinn og fremstu menn liðsins voru lítið inni í leiknum. Garðbæingar stilltu upp í leikkerfið 4-4-2, eins og þeir gerðu stundum á síðustu leiktíð, en alla tengingu vantaði milli miðju og sóknar í fyrri hálfleik. Jeppe Hansen og Arnar Már Björgvinsson byrjuðu saman frammi en þeir komust lítt áleiðis gegn miðvörðum KR. Staðan var markalaus í hálfleik en Stjörnumenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og voru tvisvar nálægt því að skora. Fyrst var Skúli Jón Friðgeirsson hársbreidd frá því að skora sjálfsmark en Stefán Logi Magnússon varði í horn. Pablo tók spyrnuna og sendi inn á teig þar sem Jeppe skallaði í stöng af stuttu færi. Íslandsmeistararnir náðu upp betri takti í spilinu í byrjun seinni hálfleiks; Halldór Orri Björnsson og Pablo náðu undirtökunum á miðjunni og Jeppe og Ólafur gerðu sig meira gildandi. KR-ingar áttu sínar sóknir en gekk sem fyrr erfiðlega að opna Stjörnuvörnina sem átti góðan leik í heild sinni. Óskar Örn Hauksson, sem gekk aftur í raðir KR á dögunum, kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik og hann lífgaði upp á sóknarleik Vesturbæinga og var þeirra líklegastur. Hann fékk t.a.m. ágætis skotfæri eftir skyndisókn á 70. mínútu en skaut hátt yfir. Á 81. mínútu kom Þórhallur Stjörnunni í 1-0 eftir laglega sókn. Heiðar átti flottan sprett upp hægra megin, tók þríhyrning með Halldóri Orra, lék á Rasmus Christiansen og upp að endamörkum og sendi svo boltann fyrir á jafnaldra sinn sem stýrði knettinum í fjærhornið framhjá Stefáni Loga. Vel að verki staðið hjá þessum ungu Stjörnumönnum. Óskar Örn minnti aftur á sig í uppbótartíma þegar hann átti hörkuskot sem Gunnar varði í horn. Annars lentu Stjörnumenn ekki í miklum vandræðum með sóknaraðgerðir KR-inga. Stjarnan hélt út og fagnaði 1-0 sigri sem gefur ágætis fyrirheit fyrir framhaldið í sumar. Stjarnan sækir ÍA heim á sunnudaginn í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni 2015. KR tekur hins vegar á móti FH í stórleik 1. umferðarinnar á mánudaginn.Rúnar Páll: Þeir sköpuðu engin færi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum í kvöld. Stjarnan vann leikinn 1-0 og þar með meistarabikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta var í fyrsta skipti sem við tökum þátt í þessum leik og það var gaman að klára hann með sigri,“ sagði Rúnar sem var ánægður með margt í leik sinna manna. „Ég var ánægður með leikinn. Skipulagið var fínt, við vörðumst vel og vorum þolinmóðir. „KR-ingar voru kannski meira með boltann í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Þeir sköpuðu engin færi, nema kannski lokin þegar Gunnar varði frá Óskari. „Vörnin hélt vel og Halldór Orri og Pablo voru mjög öflugir og vinnusamir fyrir framan hana. Liðið í heild sinni varðist vel,“ sagði Rúnar sem býst við hörkuleik á sunnudaginn þegar Stjarnan sækir ÍA heim í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. „Ég býst við svakalega erfiðum leik. Fyrsti leikur er alltaf erfiður eins og reyndar allir þessir leikir eru. Við erum klárir í þann leik og komum vel stemmdir inn í hann,“ sagði Rúnar en fáum við að sjá það sama frá Garðabæjarliðinu í sumar og í leiknum í kvöld? „Við erum ekkert að finna upp hjólið. Við spilum bara okkar leik og hann snýst um agaðan varnarleik og skipulagðan sóknarleik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Skúli Jón: Sé fram á farsælt sumar með Rasmusi Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, var að vonum ósáttur með tapið fyrir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. „Þetta hefði mátt vera betri leikur af okkar hálfu. Spilið gekk frekar hægt og þeir gerðu þetta ágætlega,“ sagði Súli. „Boltinn gengur hægt á þessum velli. Við héldum boltanum ágætlega en það vantaði meira tempó í spilið. „En þetta er bara einn leikur og skiptir í raun engu máli. Við verðum búnir að jafna okkur á þessu á morgun,“ sagði Skúli sem er að spila með nýjum manni í hjarta KR-varnarinnar, Rasmusi Christiansen sem lék áður með ÍBV. Hann segir samstarf þeirra gott. „Samstarfið gengur mjög vel. Hann getur alltaf spilað meira og meira eftir meiðslin. Þetta gekk mjög vel í dag og þeir voru ekki að skapa sér mikið. Ég sé fram á farsælt sumar með Rasmusi.“ Skúli segir einnig að endurkoma Óskars Arnar Haukssonar sé mikil búbót fyrir KR-liðið en Óskar var mjög líflegur eftir að hann kom inn á snemma í seinni hálfleik. „Hann er mjög góður og það vita það allir. Hann er búinn að spila lengi í þessu liði og við vorum mjög ánægðir þegar hann ákvað að koma aftur,“ sagði Skúli sem hlakkar til að spila að nýju á KR-vellinum eftir viku þegar KR tekur á móti FH í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. „Já, það verður mjög gaman. Ég er búinn að bíða lengi eftir því, að spila aftur á KR-vellinum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því að byrja.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira