Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira