Verkföll, sanngjörn vopn eða úreld samningsgerð? Björn Jóhannsson skrifar 26. apríl 2015 18:03 Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun