Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 21-20 | Fram vann fyrstu orrustuna Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 23. apríl 2015 15:11 Vísir/Getty Fram náði forystu í einvígi sínu við Stjörnuna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna með eins marks sigri á Stjörnunni í Safamýri, 21-20. Hafdís Lilja Þrastardóttir átti skínandi leik í marki Fram og varði oft á ögurstundu undir lok leiksins. Það hlé sem verið hefur á úrslitakeppni kvenna virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðin sem mættur í Safamýri í kvöld. Leikurinn var hraður og skemmtulegur framan af og endu líkara en að leikmenn væru hungraðir í að spila. Fram var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Bæði lið voru að spila nokkuð sterkar varnir og markverðir liðanna að finna sig ágætlega. Fram náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 6-3. Stjörnustúlkur voru þó hvergi nærri af baki dottnar og sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 12-11, Fram í vil. Fram byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtist ætla að taka yfir leikinn. Stjarnan skoraði ekki mark fyrr en eftir tæpar sjö mínútur í síðari hálfleik. Stjarnan beit þó í skjaldarrendurnar og náði að vinna sig inn í leikinn. Gestirnir fóru að taka fast á heimastúlkum í vörninni og það virtist fá á Fram stúlkur. Fram var þó með yfirhöndina allan leikinn ef horft er á gang leiksins. Stjarnan komst aðeins einu sinni yfir í leiknum en fékk þó tækifæri til að gera það oftar. Fram stúlkur gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök í síðari hálfleik en Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður Fram, reyndist liðinu dýrmæt í kvöld. Fram fór á endanum með sigur af hólmi, 21-20, og hefur því tekið forystu í þessu einvígi. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn í Mýrinni í Garðabæ. Það stefnir í góða rimmu þessara liða.Stefán Arnarson: Þetta snérist um andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag Það var ljóst á tali við Stefán Arnarson, þjálfara Fram, eftir leikinn að hann var enn á jörðinni þrátt fyrir sigur í fyrsta leik og gerir sér grein fyrir að framundan er hörð barátta. "Þetta verður hörku rimma. Bæði lið spiluðu góða vörn og það eru góðir markverðir í báðum liðum. Þá snýst þetta um annan handbolta, andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag," sagði Stefán. "Í stöðunni 14-11 fáum við tvö dauðafæri og klúðrum því. Stjarnan jafnar 14-14 og aftur í 18-18. En við héldum haus og kláruðum þetta og ég er mjög ánægður með það," sagði Stefán og bætti við að það hafi skift miklu máli að vera ávallt skrefi á undan. Þetta var fyrsti leikur Framara síðan 8. apríl en Stefán var ánægður með ástandið á sínu liði. "Mér líst bara ágætlega á bæði þessi lið. Þetta verður jafnt einvígi og ómögulegt að spá fyrir um hvernig þetta fer. Við vorum með þrjár stelpur í Makedóníu og fengum allar saman á æfingu á þriðjudag. Það hafði smá áhrif en sem betur fer ekki í dag," sagði Stefán að lokum.Rakel Dögg Bragadóttir: Fram endaði ofar og er líklegra til að fara í úrslit Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var niðurlút eftir tapið. Hún og þjálfarateymi Stjörnunnar héldu langan fund með liðinu inni í klefa eftir leik. "Það var mikil barátta hjá báðum liðum og góðar varnir. Sigurinn féll þeim megin í dag. Þær eru með hörkulið og það var enginn að búast við því að við færum 3-0 í gegnum þetta. Fram endaði ofar í deildinni og eru líklegri til að fara í úrslit á móti Gróttu. Eins marks tap í dag er enginn heimsendir. Það er klárlega margt sem við getum gert betur," sagði Rakel. "Við vorum að fá fullt af góðum færum. En við vorum ekki að skjóta vel og markvörður þeirra að verja vel. Við spilum fína vörn og allt í lagi markvörslu. Mér fannst við reyndar getað fengið betri markvörslu. Mér finnst margir eiga talsvert inni og spurning um að ná því fram á laugardaginn," sagði Rakel og bætti við að hún búist við mjög jöfnu einvígi. "Þetta eru tvö góð lið, lið sem hafa verið í toppbaráttu undanfarin ár. Það var við því að búast að þetta yrði jafnt. Þetta verður bara barátta frá fyrsta leik og til þess síðasta," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Fram náði forystu í einvígi sínu við Stjörnuna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna með eins marks sigri á Stjörnunni í Safamýri, 21-20. Hafdís Lilja Þrastardóttir átti skínandi leik í marki Fram og varði oft á ögurstundu undir lok leiksins. Það hlé sem verið hefur á úrslitakeppni kvenna virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðin sem mættur í Safamýri í kvöld. Leikurinn var hraður og skemmtulegur framan af og endu líkara en að leikmenn væru hungraðir í að spila. Fram var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Bæði lið voru að spila nokkuð sterkar varnir og markverðir liðanna að finna sig ágætlega. Fram náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 6-3. Stjörnustúlkur voru þó hvergi nærri af baki dottnar og sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 12-11, Fram í vil. Fram byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtist ætla að taka yfir leikinn. Stjarnan skoraði ekki mark fyrr en eftir tæpar sjö mínútur í síðari hálfleik. Stjarnan beit þó í skjaldarrendurnar og náði að vinna sig inn í leikinn. Gestirnir fóru að taka fast á heimastúlkum í vörninni og það virtist fá á Fram stúlkur. Fram var þó með yfirhöndina allan leikinn ef horft er á gang leiksins. Stjarnan komst aðeins einu sinni yfir í leiknum en fékk þó tækifæri til að gera það oftar. Fram stúlkur gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök í síðari hálfleik en Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður Fram, reyndist liðinu dýrmæt í kvöld. Fram fór á endanum með sigur af hólmi, 21-20, og hefur því tekið forystu í þessu einvígi. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn í Mýrinni í Garðabæ. Það stefnir í góða rimmu þessara liða.Stefán Arnarson: Þetta snérist um andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag Það var ljóst á tali við Stefán Arnarson, þjálfara Fram, eftir leikinn að hann var enn á jörðinni þrátt fyrir sigur í fyrsta leik og gerir sér grein fyrir að framundan er hörð barátta. "Þetta verður hörku rimma. Bæði lið spiluðu góða vörn og það eru góðir markverðir í báðum liðum. Þá snýst þetta um annan handbolta, andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag," sagði Stefán. "Í stöðunni 14-11 fáum við tvö dauðafæri og klúðrum því. Stjarnan jafnar 14-14 og aftur í 18-18. En við héldum haus og kláruðum þetta og ég er mjög ánægður með það," sagði Stefán og bætti við að það hafi skift miklu máli að vera ávallt skrefi á undan. Þetta var fyrsti leikur Framara síðan 8. apríl en Stefán var ánægður með ástandið á sínu liði. "Mér líst bara ágætlega á bæði þessi lið. Þetta verður jafnt einvígi og ómögulegt að spá fyrir um hvernig þetta fer. Við vorum með þrjár stelpur í Makedóníu og fengum allar saman á æfingu á þriðjudag. Það hafði smá áhrif en sem betur fer ekki í dag," sagði Stefán að lokum.Rakel Dögg Bragadóttir: Fram endaði ofar og er líklegra til að fara í úrslit Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var niðurlút eftir tapið. Hún og þjálfarateymi Stjörnunnar héldu langan fund með liðinu inni í klefa eftir leik. "Það var mikil barátta hjá báðum liðum og góðar varnir. Sigurinn féll þeim megin í dag. Þær eru með hörkulið og það var enginn að búast við því að við færum 3-0 í gegnum þetta. Fram endaði ofar í deildinni og eru líklegri til að fara í úrslit á móti Gróttu. Eins marks tap í dag er enginn heimsendir. Það er klárlega margt sem við getum gert betur," sagði Rakel. "Við vorum að fá fullt af góðum færum. En við vorum ekki að skjóta vel og markvörður þeirra að verja vel. Við spilum fína vörn og allt í lagi markvörslu. Mér fannst við reyndar getað fengið betri markvörslu. Mér finnst margir eiga talsvert inni og spurning um að ná því fram á laugardaginn," sagði Rakel og bætti við að hún búist við mjög jöfnu einvígi. "Þetta eru tvö góð lið, lið sem hafa verið í toppbaráttu undanfarin ár. Það var við því að búast að þetta yrði jafnt. Þetta verður bara barátta frá fyrsta leik og til þess síðasta," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira