Bergsveinn: Ég er Fjölnismaður með Fjölnishjarta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 09:30 Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00