Rambaði á fornleifar undan ströndum Mexíkó Bjarki Ármannsson skrifar 21. apríl 2015 19:17 "Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn. Myndir/Arnar Steinn Pálsson „Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn Pálsson, sem tók á dögunum óvart þátt í fornleifafundi í Mexíkó. Hann fann þá hluta úr um það bil fimm hundruð ára gömlu kari við það að kafa við eyjuna Isla de Sacrificios.Virtist vera fallegur steinn Karið er nú komið á safn í bænum Veracruz, en þar var Arnar staddur fyrir stuttu vegna brúðkaups bróður síns. „Við fjölskyldan, ásamt öðrum gestum, leigðum okkur bát einn daginn með skipstjóra,“ segir Arnar. „Bara svona lítinn skemmtiferðabát. Við ákváðum að fara í kringum Isla de Sacrificios og vorum á svona sandeyjum þar í kring.“ Arnar og félagar höfðu keypt sér sundgleraugu og stönsuðu á grynni til að kafa eftir einhverju skemmtilegu. Arnar segist hafa komið auga á það sem virtist vera óvenju fallegur steinn um leið og hann stakk sér út í. „Þegar ég kem upp úr sé ég að þetta er svona kúpt og hálfgrafið. Það leit út eins og eitthvað sem ég hafði séð á safni daginn áður. Það var svona „granada,“ málmkúla full af púðri.“ Arnar sýndi þetta innfæddum skipstjóranum, sem rak upp stór augu. „Ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja,“ segir Arnar léttur. „En ég skildi samt að hann var rosa spenntur fyrir því að fara með þetta í land. Og hann sagði með góðum handahreyfingum: „Mucho, mucho dinero.““Gripurinn nýkominn úr sjónum.Mynd/Arnar Steinn PálssonHöfðinglegar móttökur á sjóminjasafni Á leið í land aftur skoðaði hann gripinn nánar. Eins og sést á myndunum með fréttinni er gripurinn eins og nokkurs konar brotin kúla með stút. Hann reyndist ekki úr málmi heldur leir, og þegar í land var komið ákváðu Arnar og mágur hans að leita að sjóminjasafninu sem þeir vissu að væri að finna í bænum. „Við löbbuðum bara með þetta þangað, löbbuðum að einhverjum vörðum og ætluðum bara að rétta þeim þetta,“ segir Arnar. „Við vildum bara gefa safninu þetta, okkur þótti ekki rétt að fara með þetta úr landi og ég hafði engan áhuga á að reyna að selja þetta eins og skipstjórinn lagði til. Maður veit ekkert hvernig í hvernig markaði maður þyrfti að gera það.“ Á þessum tímapunkti vissu þeir félagarnir ekki nákvæmlega hvernig grip þeir voru með í höndunum, eða hversu gamall hann væri. Arnar segir þá hafa grunað að safnið hefði áhuga á þessu en sjálfur hafi hann talið að gripurinn væri í mesta lagi um hundrað ára gamall. „Verðirnir sjá þetta , fara í smá „panic mode“ og hlaupa inn á stofnunina,“ segir hann. „Við fáum að fara þangað inn og vorum leiddir inn á skrifstofu safnstjórans á efstu hæð. Hann tekur á móti okkur, tekur í höndina á okkur báðum og þá kemur einmitt kona sem biður okkur vinsamlega um að rétta henni gripinn svo að hún geti sett hann strax í saltvatn.“Gæti ýtt af stað frekari leit Arnar og mágur hans voru beðnir um að sýna á korti hvar þeir hefðu fundið gripinn og gerðu þeir það eftir bestu getu. Síðan þakkaði starfsfólk safnsins þeim kærlega fyrir, þeir fengu sýningarferð um safnið og skildu eftir tölvupóstföng sín til að fá tilkynningar um það hvort og hvenær gripurinn færi á sýningu. „Þau útskýrðu að þetta væri semsagt olíukar og að þetta væri frá sextándu öld,“ segir Arnar. „Það merkilegasta við þetta er svo það að það fórust einhver skip þarna og þau grunar að það gæti fundist eitthvað meira á þessu svæði. Þannig að þetta gæti ýtt af stað frekari leit þarna.“ Að sögn Arnars er talið að flestir sem finni muni sem þessa við að kafa við eyjurnar fari ekki með það á safn, heldur reyni að selja það. Hann segir að honum hefði alls ekki þótt það rétt. „Þetta er eins og að finna einhverjar sögulegar minjar á Íslandi og ætla að selja þær,“ segir hann. „Mér myndi ekki líka sú taktík hjá ferðamönnum.“ Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn Pálsson, sem tók á dögunum óvart þátt í fornleifafundi í Mexíkó. Hann fann þá hluta úr um það bil fimm hundruð ára gömlu kari við það að kafa við eyjuna Isla de Sacrificios.Virtist vera fallegur steinn Karið er nú komið á safn í bænum Veracruz, en þar var Arnar staddur fyrir stuttu vegna brúðkaups bróður síns. „Við fjölskyldan, ásamt öðrum gestum, leigðum okkur bát einn daginn með skipstjóra,“ segir Arnar. „Bara svona lítinn skemmtiferðabát. Við ákváðum að fara í kringum Isla de Sacrificios og vorum á svona sandeyjum þar í kring.“ Arnar og félagar höfðu keypt sér sundgleraugu og stönsuðu á grynni til að kafa eftir einhverju skemmtilegu. Arnar segist hafa komið auga á það sem virtist vera óvenju fallegur steinn um leið og hann stakk sér út í. „Þegar ég kem upp úr sé ég að þetta er svona kúpt og hálfgrafið. Það leit út eins og eitthvað sem ég hafði séð á safni daginn áður. Það var svona „granada,“ málmkúla full af púðri.“ Arnar sýndi þetta innfæddum skipstjóranum, sem rak upp stór augu. „Ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja,“ segir Arnar léttur. „En ég skildi samt að hann var rosa spenntur fyrir því að fara með þetta í land. Og hann sagði með góðum handahreyfingum: „Mucho, mucho dinero.““Gripurinn nýkominn úr sjónum.Mynd/Arnar Steinn PálssonHöfðinglegar móttökur á sjóminjasafni Á leið í land aftur skoðaði hann gripinn nánar. Eins og sést á myndunum með fréttinni er gripurinn eins og nokkurs konar brotin kúla með stút. Hann reyndist ekki úr málmi heldur leir, og þegar í land var komið ákváðu Arnar og mágur hans að leita að sjóminjasafninu sem þeir vissu að væri að finna í bænum. „Við löbbuðum bara með þetta þangað, löbbuðum að einhverjum vörðum og ætluðum bara að rétta þeim þetta,“ segir Arnar. „Við vildum bara gefa safninu þetta, okkur þótti ekki rétt að fara með þetta úr landi og ég hafði engan áhuga á að reyna að selja þetta eins og skipstjórinn lagði til. Maður veit ekkert hvernig í hvernig markaði maður þyrfti að gera það.“ Á þessum tímapunkti vissu þeir félagarnir ekki nákvæmlega hvernig grip þeir voru með í höndunum, eða hversu gamall hann væri. Arnar segir þá hafa grunað að safnið hefði áhuga á þessu en sjálfur hafi hann talið að gripurinn væri í mesta lagi um hundrað ára gamall. „Verðirnir sjá þetta , fara í smá „panic mode“ og hlaupa inn á stofnunina,“ segir hann. „Við fáum að fara þangað inn og vorum leiddir inn á skrifstofu safnstjórans á efstu hæð. Hann tekur á móti okkur, tekur í höndina á okkur báðum og þá kemur einmitt kona sem biður okkur vinsamlega um að rétta henni gripinn svo að hún geti sett hann strax í saltvatn.“Gæti ýtt af stað frekari leit Arnar og mágur hans voru beðnir um að sýna á korti hvar þeir hefðu fundið gripinn og gerðu þeir það eftir bestu getu. Síðan þakkaði starfsfólk safnsins þeim kærlega fyrir, þeir fengu sýningarferð um safnið og skildu eftir tölvupóstföng sín til að fá tilkynningar um það hvort og hvenær gripurinn færi á sýningu. „Þau útskýrðu að þetta væri semsagt olíukar og að þetta væri frá sextándu öld,“ segir Arnar. „Það merkilegasta við þetta er svo það að það fórust einhver skip þarna og þau grunar að það gæti fundist eitthvað meira á þessu svæði. Þannig að þetta gæti ýtt af stað frekari leit þarna.“ Að sögn Arnars er talið að flestir sem finni muni sem þessa við að kafa við eyjurnar fari ekki með það á safn, heldur reyni að selja það. Hann segir að honum hefði alls ekki þótt það rétt. „Þetta er eins og að finna einhverjar sögulegar minjar á Íslandi og ætla að selja þær,“ segir hann. „Mér myndi ekki líka sú taktík hjá ferðamönnum.“
Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira