Land Rover þarf að sætta sig við kínverska eftiröpun Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 14:40 Landwind X7 að ofan og Range Rover Evoque að neðan. Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent