Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 10. maí 2015 00:01 Jonathan Glenn, leikmaður ÍBV. vísir/valli Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV. Stjörnumenn virkuðu sterkari aðilinn frá upphafi en Eyjamenn ógnuðu marki þeirra aldrei af neinu ráði. Eyjamenn voru að spila fyrsta leik sinn undir stjórn nýs þjálfara, en Jóhannes Þór Harðarson tók við liðinu fyrir leiktíðina. Eftir tap í fyrsta leik tímabilsins gat leikur liðsins varla orðið verri en liðið virkaði arfaslakt gegn Fjölni. Jóhannes gerði þó eina breytingu á liðinu en Gauti Þorvarðarson tók sér sæti í byrjunarliðinu. Gauti var því einn af sjö uppöldum leikmönnum í byrjunarliði ÍBV, hann var á láni hjá KFS í fyrra þar sem hann skoraði haug af mörkum. Hann var markahæsti leikmaður í Íslandsmóti eftir öll mörk sín með KFS. Rúnar Páll Sigmundsson gerði engar breytingar á sínu liði eftir sigur á Akranesi í síðustu umferð. Hann virðist ætla að halda óbreyttu liði ef sigrar vinnast í hverri umferð. Stór nöfn eins og Garðar Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson þurfa að sætta sig við sæti á bekknum þessa dagana. Það tók gestina ekki langan tíma að setja fyrsta markið í leiknum en Ólafur Karl Finsen gerði þá vel og tældi tvo leikmenn ÍBV úr stöðu. Jeppe Hansen var klókur og sá það, hann nýtti sér svæðið fyrir aftan vörnina og stakk sér í gegn. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Jeppe sem lék á Guðjón Orra og skilaði boltanum í netið. Fyrri hálfleikur var gjörsamlega eign Stjörnumanna, jafnt innan sem utan vallar þar sem að stuðningsmenn Stjörnunnar úr Silfurskeiðinni áttu stórleik. Stjörnumenn fengu mikið af skotfærum í og við vítateig Eyjamanna en inn vildi boltinn ekki. Staðan í hálfleik var því 0-1 gestunum í vil en þeir léku gegn sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Eyjamönnum tókst ekki að nýta sér vindinn en þeir náðu ekki einu skoti á markið. Eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik komst Þorri Geir Rúnarsson í gott skotfæri utan teigs. Hann lét vaða á markið en boltinn breytti um stefnu af einum varnarmanni Eyjamanna og fór þaðan í netið. Grátlegt fyrir Eyjamenn sem höfðu mætt af nokkrum krafti í síðari hálfleikinn. Stuttu eftir markið fór Gunnar Þorsteinsson af leikvelli og kom Aron Bjarnason inn í hans stað. Þá breyttu Eyjamenn um leikkerfi og fór Gauti Þorvarðarson upp á topp við hlið Jonathan Glenn, sem átti erfitt uppdráttar í dag. Aron Bjarnason fór því út á vinstri vænginn. Eyjamenn bættu sinn leik og bættu í hörkuna eftir þessa skiptingu. Fjórir leikmenn ÍBV fengu gult spjald í síðari hálfleik en allavega tvö af þeim brotum voru nokkuð ljót. Eyjamenn virtust þó fá byr undir báða vængi um miðbik síðari hálfleiks og fóru að spila sig betur upp völlinn. Gestirnir sigldu sigrinum þó í höfn á nokkuð fagmannlegan hátt. Þeir voru sterkari aðilinn allan tímann og unnu því verðskuldað. Stjörnumenn eru því búnir að sigra fyrstu tvo leiki sína, annan 1-0 og hinn 2-0. Eyjamenn hafa gert akkúrat öfugt við Stjörnumenn en þeir töpuðu 1-0 og 2-0.Jóhannes Þór Harðarson: Ég er mjög ánægður með liðið „Ég er mjög ánægður með liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þá það sem þarf til að ná í stig á móti liði eins og Stjörnunni,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta leik liðsins á Hásteinsvelli undir hans stjórn. „Fyrri hálfleikinn erum við ekki ánægðir með en erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn.“ „Við vorum mjög óánægðir með að ná ekki skoti á marki með vindinn í bakið. Við fórum vel yfir það í hálfleik, það er svona ákveðinn mínus í þessum leik. Mér fannst við bæta vel fyrir það í seinni hálfleik.“ „Við fáum á okkur virkilega ódýrt mark, bæði mörkin voru reyndar ódýr. Það var síðan tekið af okkur mark sem hefði hugsanlega átt að standa, ég á eftir að skoða það betur. Seinni hálfleikurinn var klárlega jákvæður.“ „Við vorum óánægðir með spilamennskuna og við vorum ragir í návígum. Þeir fengu of mikið pláss til að koma boltanum niður og koma honum í spil. Við vorum að stóla of mikið á vindinn, við reyndum að bæta fyrir það í seinni og náðum þá allavega að skapa vissa pressu.“ Eyjamenn skiptu um leikkerfi nokkuð snemma í seinni hálfleik, stuttu eftir annað mark Stjörnumanna. Er það eitthvað sem Jóhannes mun nota í næstu leikjum. „Það kemur alveg til greina, við þurfum bara að skoða það betur. Það verður að koma í ljós í æfingavikunni og hvernig við byggjum þetta upp fyrir næsta leik á móti Fylki.“ „Þeir eru að standa sig vel, þeir eru að venjast nýjum aðstæðum. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og hvernig þeir standa sig þar,“ sagði Jóhannes um nýju leikmennina sem hann fékk fyrir mótið. Eyjamenn voru með sjö uppalda leikmenn í byrjunarliðinu í dag, er það eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Það er nú ekkert sem ég hugsaði út í. Ég vel liðið ekki eftir aldri eða hvaðan menn koma. Ég vel þá menn sem að standa sig best á æfingum og í leikjum. Það er virkilega ánægjulegt fyrir ÍBV og fyrir Vestmannaeyjar og svo margir séu í liðinu.“Rúnar Páll Sigmundsson: Fannst við miklu betra liðið í þessum leik „Ég er hrikalega ánægður að halda hreinu aftur og skora tvö fín mörk. Þetta snýst um að fá þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnumanna, eftir sigur sinna manna í Eyjum. „Mér fannst við vera miklu betra liðið í þessum leik. ÍBV fær varla færi í þessum leik og við fáum helling af færum, það var það sem skóp þennan sigur.“ Stjörnumenn virkuðu sterkari aðilinn í báðum hálfleikjum þrátt fyrir mikinn vind á annað markið. „Við æfum auðvitað úti, allt árið um kring. Við þekkjum vindinn ágætlega, við vorum skynsamir í okkar aðgerðum og það gekk upp í dag.“ Stjörnumenn voru með sama byrjunarlið og í síðasta leik en mikil samkeppni er um stöður í liðinu. „Það er mjög líklegt að þessir fái að spila áfram, ef menn haldast í fínu standi og meiðslafríir þá er þetta mjög sterkt lið. Við erum með sterka menn fyrir utan og það er samkeppni um stöður.“ „Eins og þetta er núna þá gengur vel með þetta lið, menn standa sig vel og þetta snýst um það.“ Stjörnumenn hafa nú sigrað fyrstu tvo leiki sína og haldið hreinu í þeim báðum. „Á tveimur mjög erfiðum útivöllum, það er erfitt að koma til Eyja og að fara með þrjú stig héðan er mjög gott. Við erum búnir að halda hreinu í báðum leikjunum og það er líka styrkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV. Stjörnumenn virkuðu sterkari aðilinn frá upphafi en Eyjamenn ógnuðu marki þeirra aldrei af neinu ráði. Eyjamenn voru að spila fyrsta leik sinn undir stjórn nýs þjálfara, en Jóhannes Þór Harðarson tók við liðinu fyrir leiktíðina. Eftir tap í fyrsta leik tímabilsins gat leikur liðsins varla orðið verri en liðið virkaði arfaslakt gegn Fjölni. Jóhannes gerði þó eina breytingu á liðinu en Gauti Þorvarðarson tók sér sæti í byrjunarliðinu. Gauti var því einn af sjö uppöldum leikmönnum í byrjunarliði ÍBV, hann var á láni hjá KFS í fyrra þar sem hann skoraði haug af mörkum. Hann var markahæsti leikmaður í Íslandsmóti eftir öll mörk sín með KFS. Rúnar Páll Sigmundsson gerði engar breytingar á sínu liði eftir sigur á Akranesi í síðustu umferð. Hann virðist ætla að halda óbreyttu liði ef sigrar vinnast í hverri umferð. Stór nöfn eins og Garðar Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson þurfa að sætta sig við sæti á bekknum þessa dagana. Það tók gestina ekki langan tíma að setja fyrsta markið í leiknum en Ólafur Karl Finsen gerði þá vel og tældi tvo leikmenn ÍBV úr stöðu. Jeppe Hansen var klókur og sá það, hann nýtti sér svæðið fyrir aftan vörnina og stakk sér í gegn. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Jeppe sem lék á Guðjón Orra og skilaði boltanum í netið. Fyrri hálfleikur var gjörsamlega eign Stjörnumanna, jafnt innan sem utan vallar þar sem að stuðningsmenn Stjörnunnar úr Silfurskeiðinni áttu stórleik. Stjörnumenn fengu mikið af skotfærum í og við vítateig Eyjamanna en inn vildi boltinn ekki. Staðan í hálfleik var því 0-1 gestunum í vil en þeir léku gegn sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Eyjamönnum tókst ekki að nýta sér vindinn en þeir náðu ekki einu skoti á markið. Eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik komst Þorri Geir Rúnarsson í gott skotfæri utan teigs. Hann lét vaða á markið en boltinn breytti um stefnu af einum varnarmanni Eyjamanna og fór þaðan í netið. Grátlegt fyrir Eyjamenn sem höfðu mætt af nokkrum krafti í síðari hálfleikinn. Stuttu eftir markið fór Gunnar Þorsteinsson af leikvelli og kom Aron Bjarnason inn í hans stað. Þá breyttu Eyjamenn um leikkerfi og fór Gauti Þorvarðarson upp á topp við hlið Jonathan Glenn, sem átti erfitt uppdráttar í dag. Aron Bjarnason fór því út á vinstri vænginn. Eyjamenn bættu sinn leik og bættu í hörkuna eftir þessa skiptingu. Fjórir leikmenn ÍBV fengu gult spjald í síðari hálfleik en allavega tvö af þeim brotum voru nokkuð ljót. Eyjamenn virtust þó fá byr undir báða vængi um miðbik síðari hálfleiks og fóru að spila sig betur upp völlinn. Gestirnir sigldu sigrinum þó í höfn á nokkuð fagmannlegan hátt. Þeir voru sterkari aðilinn allan tímann og unnu því verðskuldað. Stjörnumenn eru því búnir að sigra fyrstu tvo leiki sína, annan 1-0 og hinn 2-0. Eyjamenn hafa gert akkúrat öfugt við Stjörnumenn en þeir töpuðu 1-0 og 2-0.Jóhannes Þór Harðarson: Ég er mjög ánægður með liðið „Ég er mjög ánægður með liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þá það sem þarf til að ná í stig á móti liði eins og Stjörnunni,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta leik liðsins á Hásteinsvelli undir hans stjórn. „Fyrri hálfleikinn erum við ekki ánægðir með en erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn.“ „Við vorum mjög óánægðir með að ná ekki skoti á marki með vindinn í bakið. Við fórum vel yfir það í hálfleik, það er svona ákveðinn mínus í þessum leik. Mér fannst við bæta vel fyrir það í seinni hálfleik.“ „Við fáum á okkur virkilega ódýrt mark, bæði mörkin voru reyndar ódýr. Það var síðan tekið af okkur mark sem hefði hugsanlega átt að standa, ég á eftir að skoða það betur. Seinni hálfleikurinn var klárlega jákvæður.“ „Við vorum óánægðir með spilamennskuna og við vorum ragir í návígum. Þeir fengu of mikið pláss til að koma boltanum niður og koma honum í spil. Við vorum að stóla of mikið á vindinn, við reyndum að bæta fyrir það í seinni og náðum þá allavega að skapa vissa pressu.“ Eyjamenn skiptu um leikkerfi nokkuð snemma í seinni hálfleik, stuttu eftir annað mark Stjörnumanna. Er það eitthvað sem Jóhannes mun nota í næstu leikjum. „Það kemur alveg til greina, við þurfum bara að skoða það betur. Það verður að koma í ljós í æfingavikunni og hvernig við byggjum þetta upp fyrir næsta leik á móti Fylki.“ „Þeir eru að standa sig vel, þeir eru að venjast nýjum aðstæðum. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og hvernig þeir standa sig þar,“ sagði Jóhannes um nýju leikmennina sem hann fékk fyrir mótið. Eyjamenn voru með sjö uppalda leikmenn í byrjunarliðinu í dag, er það eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Það er nú ekkert sem ég hugsaði út í. Ég vel liðið ekki eftir aldri eða hvaðan menn koma. Ég vel þá menn sem að standa sig best á æfingum og í leikjum. Það er virkilega ánægjulegt fyrir ÍBV og fyrir Vestmannaeyjar og svo margir séu í liðinu.“Rúnar Páll Sigmundsson: Fannst við miklu betra liðið í þessum leik „Ég er hrikalega ánægður að halda hreinu aftur og skora tvö fín mörk. Þetta snýst um að fá þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnumanna, eftir sigur sinna manna í Eyjum. „Mér fannst við vera miklu betra liðið í þessum leik. ÍBV fær varla færi í þessum leik og við fáum helling af færum, það var það sem skóp þennan sigur.“ Stjörnumenn virkuðu sterkari aðilinn í báðum hálfleikjum þrátt fyrir mikinn vind á annað markið. „Við æfum auðvitað úti, allt árið um kring. Við þekkjum vindinn ágætlega, við vorum skynsamir í okkar aðgerðum og það gekk upp í dag.“ Stjörnumenn voru með sama byrjunarlið og í síðasta leik en mikil samkeppni er um stöður í liðinu. „Það er mjög líklegt að þessir fái að spila áfram, ef menn haldast í fínu standi og meiðslafríir þá er þetta mjög sterkt lið. Við erum með sterka menn fyrir utan og það er samkeppni um stöður.“ „Eins og þetta er núna þá gengur vel með þetta lið, menn standa sig vel og þetta snýst um það.“ Stjörnumenn hafa nú sigrað fyrstu tvo leiki sína og haldið hreinu í þeim báðum. „Á tveimur mjög erfiðum útivöllum, það er erfitt að koma til Eyja og að fara með þrjú stig héðan er mjög gott. Við erum búnir að halda hreinu í báðum leikjunum og það er líka styrkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira