Sætið stendur autt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2015 12:53 Kjaraviðræður á vinnumarkaði eru í fullkomnum hnút. Bæði í viðræðum stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins sem og opinberra starfsmanna við samninganefnd ríkisins. Verkalýðshreyfingin stendur fast á sínu og krefst réttmætra launahækkana og jöfnuðar. Viðsemjendur þeirra segja kröfurnar langt umfram það sem hægt sé að standa undir, bæði af fyrirtækjum og hinu opinbera. Í aldarfjórðung hefur almennt verið samið um hóflegar launahækkanir sem tryggi launþegum kaupmáttaraukningu. Fyrir þjóðarsáttarsamningana 1990 voru vinnudeilur tíðar, mikill óstöðugleiki var í efnahagsmálum og kjarasamningar gerðir til stutts tíma í senn með áralöngum víxlverkunum launa og verðlags með tilheyrandi gengisfellingum og hárri verðbólgu. Þjóðarsáttin byggði á samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins til að tryggja efnahagslegan stöðugleika, brjóta á bak aftur þessa víxlverkun og ná tökum á verðbólgunni. Efnahagsnefnd vinnumarkaðarins mat efnahagslegar forsendur kjarasamninga og ríkisstjórnin átti að taka tillit til og miða stefnu sína í efnahagsmálum við það sem myndi gagnast launþegum og vinnuveitendum. Þannig byggðust samskiptin á trausti og gagnkvæmum skilningi á kröfum samningsaðila. Allt þetta fór afvega á árunum fyrir og eftir hrun. Eðlilega. Forystumenn þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr hafa lítt sýnt á spilin hingað til. Á Alþingi á mánudag sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að það væri hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja. Yrðu samningar hóflegir gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað til málanna sem yrði til að auka ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál,“ sagði Sigmundur og bætti við að ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Staðan sem er uppi er flókin. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru ekki tilkomnar af frekju eða vegna þess að hún skilji ekki hringrás launahækkana og verðbólgu. Hún berst fyrir sanngjörnum launum, jöfnuði og velferð. Það eru sanngjarnar kröfur. Krafan er sú að fólk geti lifað sómasamlega af vinnuframlagi sínu og að menntun verði metin til launa. Þörf er á þjóðarsátt og ríkisvaldið gegnir þar lykilhlutverki, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þjónandi forysta situr ekki hjá og bíður þess vongóð að menn nái saman. Tjónið er þegar orðið verulegt og stefnir í óefni. Hér þarf að móta skýra atvinnu- og peningamálastefnu og allir hlutaðeigandi þurfa að koma saman skipulega til að leggja sameiginlega mat á þróun og horfur í efnahagslífinu, forsendur kjarasamninga og skilvirkni efnahagsstefnu. Markmiðin eru þau sömu og menn stóðu frammi fyrir árið 1990. Reynslan sýnir að kjarasamningar sem byggja á víðtæku samráði allra aðila tryggja almenna hagsæld launþega. Ríkisstjórnin er ekki stikkfrí í þessum deilum þar til menn ná að semja. Hún á sæti við borðið. Það getur ekki staðið autt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Kjaraviðræður á vinnumarkaði eru í fullkomnum hnút. Bæði í viðræðum stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins sem og opinberra starfsmanna við samninganefnd ríkisins. Verkalýðshreyfingin stendur fast á sínu og krefst réttmætra launahækkana og jöfnuðar. Viðsemjendur þeirra segja kröfurnar langt umfram það sem hægt sé að standa undir, bæði af fyrirtækjum og hinu opinbera. Í aldarfjórðung hefur almennt verið samið um hóflegar launahækkanir sem tryggi launþegum kaupmáttaraukningu. Fyrir þjóðarsáttarsamningana 1990 voru vinnudeilur tíðar, mikill óstöðugleiki var í efnahagsmálum og kjarasamningar gerðir til stutts tíma í senn með áralöngum víxlverkunum launa og verðlags með tilheyrandi gengisfellingum og hárri verðbólgu. Þjóðarsáttin byggði á samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins til að tryggja efnahagslegan stöðugleika, brjóta á bak aftur þessa víxlverkun og ná tökum á verðbólgunni. Efnahagsnefnd vinnumarkaðarins mat efnahagslegar forsendur kjarasamninga og ríkisstjórnin átti að taka tillit til og miða stefnu sína í efnahagsmálum við það sem myndi gagnast launþegum og vinnuveitendum. Þannig byggðust samskiptin á trausti og gagnkvæmum skilningi á kröfum samningsaðila. Allt þetta fór afvega á árunum fyrir og eftir hrun. Eðlilega. Forystumenn þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr hafa lítt sýnt á spilin hingað til. Á Alþingi á mánudag sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að það væri hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja. Yrðu samningar hóflegir gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað til málanna sem yrði til að auka ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál,“ sagði Sigmundur og bætti við að ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Staðan sem er uppi er flókin. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru ekki tilkomnar af frekju eða vegna þess að hún skilji ekki hringrás launahækkana og verðbólgu. Hún berst fyrir sanngjörnum launum, jöfnuði og velferð. Það eru sanngjarnar kröfur. Krafan er sú að fólk geti lifað sómasamlega af vinnuframlagi sínu og að menntun verði metin til launa. Þörf er á þjóðarsátt og ríkisvaldið gegnir þar lykilhlutverki, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þjónandi forysta situr ekki hjá og bíður þess vongóð að menn nái saman. Tjónið er þegar orðið verulegt og stefnir í óefni. Hér þarf að móta skýra atvinnu- og peningamálastefnu og allir hlutaðeigandi þurfa að koma saman skipulega til að leggja sameiginlega mat á þróun og horfur í efnahagslífinu, forsendur kjarasamninga og skilvirkni efnahagsstefnu. Markmiðin eru þau sömu og menn stóðu frammi fyrir árið 1990. Reynslan sýnir að kjarasamningar sem byggja á víðtæku samráði allra aðila tryggja almenna hagsæld launþega. Ríkisstjórnin er ekki stikkfrí í þessum deilum þar til menn ná að semja. Hún á sæti við borðið. Það getur ekki staðið autt.