Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 11:30 Arnar Grétarsson stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í efstu deild í kvöld. vísir/ernir „Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira