Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 15:26 Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Grótta var sterkari aðilinn lengst af, ef frá er talið miðbik fyrri hálfleiks. Íris Björk Símonardóttir varði eins og berserkur, alls 26 skot (55%), og í sókninni fóru þær Eva Björk Davíðsdóttir og Lovísa Thompson mikinn. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur í meira lagi. Grótta byrjaði og endaði fyrri hálfleikinn vel en Stjarnan var sterkari aðilinn um miðbik hans. Stjarnan spilaði mjög framliggjandi vörn sem sóknarmenn Gróttu tættu í sig hvað eftir annað fyrstu 15 mínútur leiksins. Þeim nægði að taka eina gabbhreyfingu og þá voru þær komnar í gegn. Lovísa naut sín vel með allt þetta pláss en þessi 15 ára leikmaður skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess þrjú vítaköst. Sóknarleikur Stjörnunnar var öllu stirðari og byggðist mikið upp á langskotum frá Helenu Rut Örvarsdóttir en þessi tvítuga skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest allra á vellinum. Liðsfélagar hennar áttu í mestu vandræðum með að finna leiðina framhjá Gróttuvörninni og Írisi Björk Símonardóttur í markinu sem var með 50% markvörslu í hálfleik. En um miðbik fyrri hálfleik snerist leikurinn við. Grótta missti þrjá leikmenn út af með stuttu millibili og Stjörnukonur gengu á lagið. Vörn þeirra þéttist og þær breyttu stöðunni úr 7-5 í 8-12. Heimakonur enduðu fyrri hálfleikinn hins vegar vel og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir lok hans. Staðan í hálfleik 11-12, Stjörnunni í vil. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn eins og liðið endaði þann fyrri. Heimakonur skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru þar með búnar að skora fimm mörk í röð. Gróttukonur voru með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn en Stjarnan var aldrei langt undan. Gestirnir jöfnuðu í 16-16 en þá komu fjögur Gróttumörk í röð. Stjarnan minnkaði muninn í 20-17 og fékk svo gullið tækifæri til að nálgast Seltirninga enn frekar þegar Grótta missti tvo leikmenn af velli á sama tíma. Eva Margrét Kristinsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Helenu og í kjölfarið fékk bekkurinn hjá Gróttu tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli. En líkt og í oddaleiknum gegn ÍBV spilaði Grótta öfluga vörn í undirtölunni og hélt jöfnu á þessum kafla, 0-0. Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark, 20-19, þegar fimm mínútur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Íris tók mikilvæga bolta á meðan allt lak inn á hinum enda vallarins. Florentina Stanciu, sá frábæri markvörður, hefur oft leikið betur en í kvöld. Grótta spilaði af skynsemi á lokakaflanum og hélt gestunum úr Garðabænum í þægilegri fjarlægð frá sér. Gróttukonur unnu að lokum þriggja marka sigur, 24-21, og tóku þar með forystuna í einvígi liðanna. Eva Björk skoraði níu mörk fyrir Gróttu en Lovísa kom næst með fimm. Arndís María Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og þá voru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sterk í vörninni ásamt Evu Margréti á meðan hennar naut við. Frammistaða Írisar hefur þegar verið tíunduð. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna en Helena skoraði fimm, öll í fyrri hálfleik. Liðin mætast öðru sinni í Mýrinni í Garðabæ á fimmtudaginn.Kári: Mjög sérstakur dómur Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn er ekkert alltof bjartsýnn á þátttöku hennar í næstu leikjum. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Kíkjum alltaf á skot fyrir leiki Íris Björk Símonardóttir spilaði frábærlega í marki Gróttu þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. "Þessi leikur var hörkuspennandi og þetta er vonandi það sem koma skal. Þetta er tvö rosalega sterk lið með sterkar varnir og sannfærandi sóknarleik líka. Við þurfum að halda rétt á spilunum í næstu leikjum," sagði Íris en hvað fannst henni skila sigrinum í kvöld? "Góður varnarleikur í gegnum allan leikinn. Við slúttuðum vel á Floru og leystum vörnina þeirra vel og komum okkur oftast í dauðafæri. Á tímabili varði hún of mikið frá okkur en það kom eftir því sem leið á leikinn." Íris varði 26 skot í leiknum, eða 55% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hún sagðist hafa verið vel undirbúin fyrir leikinn. "Við kíkjum alltaf yfir skot fyrir leiki, eins og allir markmenn held ég. Kári var búinn að fara yfir varnar- og sóknarleikinn þeirra og stúdera hann vel, þannig að við komum vel undirbúnar til leiks," sagði Íris sem finnst Grótta hafa náð að fylla vel í þau skörð sem hafa verið höggvin í leikmannahópinn að undanförnu. "Við höfum lent í ýmsum áföllum í vetur og alltaf leyst það vel og ég enga trú á að það verði breyting þar á," sagði Íris að endingu.Rakel Dögg: Spiluðum glimrandi vel í fyrri hálfleik Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum.Kári Garðarson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánLovísa Thompson skoraði fimm mörk fyrir Gróttu og fiskaði auk þess þrjú vítaköst í leiknum í kvöld.Vísir/StefánÍris Björk SímonardóttirVísir/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Grótta var sterkari aðilinn lengst af, ef frá er talið miðbik fyrri hálfleiks. Íris Björk Símonardóttir varði eins og berserkur, alls 26 skot (55%), og í sókninni fóru þær Eva Björk Davíðsdóttir og Lovísa Thompson mikinn. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur í meira lagi. Grótta byrjaði og endaði fyrri hálfleikinn vel en Stjarnan var sterkari aðilinn um miðbik hans. Stjarnan spilaði mjög framliggjandi vörn sem sóknarmenn Gróttu tættu í sig hvað eftir annað fyrstu 15 mínútur leiksins. Þeim nægði að taka eina gabbhreyfingu og þá voru þær komnar í gegn. Lovísa naut sín vel með allt þetta pláss en þessi 15 ára leikmaður skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði auk þess þrjú vítaköst. Sóknarleikur Stjörnunnar var öllu stirðari og byggðist mikið upp á langskotum frá Helenu Rut Örvarsdóttir en þessi tvítuga skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest allra á vellinum. Liðsfélagar hennar áttu í mestu vandræðum með að finna leiðina framhjá Gróttuvörninni og Írisi Björk Símonardóttur í markinu sem var með 50% markvörslu í hálfleik. En um miðbik fyrri hálfleik snerist leikurinn við. Grótta missti þrjá leikmenn út af með stuttu millibili og Stjörnukonur gengu á lagið. Vörn þeirra þéttist og þær breyttu stöðunni úr 7-5 í 8-12. Heimakonur enduðu fyrri hálfleikinn hins vegar vel og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir lok hans. Staðan í hálfleik 11-12, Stjörnunni í vil. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn eins og liðið endaði þann fyrri. Heimakonur skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru þar með búnar að skora fimm mörk í röð. Gróttukonur voru með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn en Stjarnan var aldrei langt undan. Gestirnir jöfnuðu í 16-16 en þá komu fjögur Gróttumörk í röð. Stjarnan minnkaði muninn í 20-17 og fékk svo gullið tækifæri til að nálgast Seltirninga enn frekar þegar Grótta missti tvo leikmenn af velli á sama tíma. Eva Margrét Kristinsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Helenu og í kjölfarið fékk bekkurinn hjá Gróttu tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli. En líkt og í oddaleiknum gegn ÍBV spilaði Grótta öfluga vörn í undirtölunni og hélt jöfnu á þessum kafla, 0-0. Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark, 20-19, þegar fimm mínútur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Íris tók mikilvæga bolta á meðan allt lak inn á hinum enda vallarins. Florentina Stanciu, sá frábæri markvörður, hefur oft leikið betur en í kvöld. Grótta spilaði af skynsemi á lokakaflanum og hélt gestunum úr Garðabænum í þægilegri fjarlægð frá sér. Gróttukonur unnu að lokum þriggja marka sigur, 24-21, og tóku þar með forystuna í einvígi liðanna. Eva Björk skoraði níu mörk fyrir Gróttu en Lovísa kom næst með fimm. Arndís María Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og þá voru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sterk í vörninni ásamt Evu Margréti á meðan hennar naut við. Frammistaða Írisar hefur þegar verið tíunduð. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna en Helena skoraði fimm, öll í fyrri hálfleik. Liðin mætast öðru sinni í Mýrinni í Garðabæ á fimmtudaginn.Kári: Mjög sérstakur dómur Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn er ekkert alltof bjartsýnn á þátttöku hennar í næstu leikjum. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Kíkjum alltaf á skot fyrir leiki Íris Björk Símonardóttir spilaði frábærlega í marki Gróttu þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. "Þessi leikur var hörkuspennandi og þetta er vonandi það sem koma skal. Þetta er tvö rosalega sterk lið með sterkar varnir og sannfærandi sóknarleik líka. Við þurfum að halda rétt á spilunum í næstu leikjum," sagði Íris en hvað fannst henni skila sigrinum í kvöld? "Góður varnarleikur í gegnum allan leikinn. Við slúttuðum vel á Floru og leystum vörnina þeirra vel og komum okkur oftast í dauðafæri. Á tímabili varði hún of mikið frá okkur en það kom eftir því sem leið á leikinn." Íris varði 26 skot í leiknum, eða 55% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hún sagðist hafa verið vel undirbúin fyrir leikinn. "Við kíkjum alltaf yfir skot fyrir leiki, eins og allir markmenn held ég. Kári var búinn að fara yfir varnar- og sóknarleikinn þeirra og stúdera hann vel, þannig að við komum vel undirbúnar til leiks," sagði Íris sem finnst Grótta hafa náð að fylla vel í þau skörð sem hafa verið höggvin í leikmannahópinn að undanförnu. "Við höfum lent í ýmsum áföllum í vetur og alltaf leyst það vel og ég enga trú á að það verði breyting þar á," sagði Íris að endingu.Rakel Dögg: Spiluðum glimrandi vel í fyrri hálfleik Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum.Kári Garðarson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánLovísa Thompson skoraði fimm mörk fyrir Gróttu og fiskaði auk þess þrjú vítaköst í leiknum í kvöld.Vísir/StefánÍris Björk SímonardóttirVísir/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira