Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:55 Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi verið mjög lítil. Hann segist hvorki hafa komið nálægt því hversu mikið eigin viðskipti keyptu af hlutabréfum Kaupþings né á hvaða gengi bankinn keypti bréfin. Hreiðar er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings, en starfsmenn eigin viðskipta eiga að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum að undirlagi Hreiðars, og annarra, með það að markmiði að halda bréfi verðanna uppi.Eitt heildarsvar frá Hreiðari Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Hreiðar nú út í ákæruatriðin. Á meðal þeirra gagna sem hann hefur borið undir hann eru töflur úr ákæru sem sýna viðskipti deildar eigin viðskipta í Kaupþingi með hlutabréf í Kaupþingi á hverjum degi á ákærutímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Kvaðst Hreiðar ekkert hafa kynnt þær tölur sem koma fram í töflunum og hann gæti því ekki tjáð sig um þær. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagði þá að það þyrfti ekki að spyrja hann út úr hverjum degi þar sem saksóknari fengi alltaf sama svarið. Ákærði væri í raun búinn að svara þessu með einu heildarsvari. „Mér finnst nú skrýtið að ákærði sé ekki búinn að kynna sér það sem kemur fram í ákæru. Ég er bara að spyrja hann út í ákæruatriðin,” sagði saksóknari þá. Arngrímur sagði að engin ástæða væri til að spyrja út í hvern dag fyrir sig þar sem eitt heildarsvar væri komið. „Nú, ef að dómari telur það fullnægjandi...” sagði Björn. „Það kemur bara fram í dómnum hvað dómari telur fullnægjandi,” svaraði Arngrímur.Ósmekklegasta spurningin Saksóknari ákvað þá að spyrja Hreiðar út í töflur sem sýna öll viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf Kaupþings og svaraði forstjórinn hverri spurningu á eina leið: „Ég hef ekki kynnt mér þessar tölur og get ekki gefið álit mitt á þeim.” Hreiðar var einnig spurður út í tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum sem nam 6,3 milljörðum. Hreiðar kvaðst ekki muna sérstaklega eftir umræðu um tapið. Saksóknari spurði þá hvort að tapið hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. „Þetta er ósmekklegasta spurning sem ég hef fengið,” svaraði Hreiðar. Björn dró þá spurninguna til baka en Hreiðar lét áfram í sér heyra: „Hvers konar rugl er þetta? Á ég að fara að svara með svona skætingi?” Dómsformaður áréttaði þá að spurningin hefði verið dregin til baka og fór saksóknari í næstu spurningu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi verið mjög lítil. Hann segist hvorki hafa komið nálægt því hversu mikið eigin viðskipti keyptu af hlutabréfum Kaupþings né á hvaða gengi bankinn keypti bréfin. Hreiðar er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings, en starfsmenn eigin viðskipta eiga að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum að undirlagi Hreiðars, og annarra, með það að markmiði að halda bréfi verðanna uppi.Eitt heildarsvar frá Hreiðari Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Hreiðar nú út í ákæruatriðin. Á meðal þeirra gagna sem hann hefur borið undir hann eru töflur úr ákæru sem sýna viðskipti deildar eigin viðskipta í Kaupþingi með hlutabréf í Kaupþingi á hverjum degi á ákærutímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Kvaðst Hreiðar ekkert hafa kynnt þær tölur sem koma fram í töflunum og hann gæti því ekki tjáð sig um þær. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagði þá að það þyrfti ekki að spyrja hann út úr hverjum degi þar sem saksóknari fengi alltaf sama svarið. Ákærði væri í raun búinn að svara þessu með einu heildarsvari. „Mér finnst nú skrýtið að ákærði sé ekki búinn að kynna sér það sem kemur fram í ákæru. Ég er bara að spyrja hann út í ákæruatriðin,” sagði saksóknari þá. Arngrímur sagði að engin ástæða væri til að spyrja út í hvern dag fyrir sig þar sem eitt heildarsvar væri komið. „Nú, ef að dómari telur það fullnægjandi...” sagði Björn. „Það kemur bara fram í dómnum hvað dómari telur fullnægjandi,” svaraði Arngrímur.Ósmekklegasta spurningin Saksóknari ákvað þá að spyrja Hreiðar út í töflur sem sýna öll viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf Kaupþings og svaraði forstjórinn hverri spurningu á eina leið: „Ég hef ekki kynnt mér þessar tölur og get ekki gefið álit mitt á þeim.” Hreiðar var einnig spurður út í tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum sem nam 6,3 milljörðum. Hreiðar kvaðst ekki muna sérstaklega eftir umræðu um tapið. Saksóknari spurði þá hvort að tapið hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. „Þetta er ósmekklegasta spurning sem ég hef fengið,” svaraði Hreiðar. Björn dró þá spurninguna til baka en Hreiðar lét áfram í sér heyra: „Hvers konar rugl er þetta? Á ég að fara að svara með svona skætingi?” Dómsformaður áréttaði þá að spurningin hefði verið dregin til baka og fór saksóknari í næstu spurningu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03