Ferskir straumar frá Dior Cruise 14. maí 2015 09:30 Falleg Cruise lína frá Dior. Glamour/Getty Stóru tískuhúsin eru þessa dagana á fullu að sýna millilínur sínar, eða þeir fatalínur sem brúa bilið milli sumar og veturs. Dior sýndi "cruise" línu eins og hún kallast, á dögunum. Sýningin fór fram í höllinni Les Palace Bubbles, sem er í eigum fatahönnuðarins Pierre Cardin, er staðsett á milli Cannes og Mónakó í Suður-Frakklandi. En staðsetningin passaði fullkomlega við fatnaðinn sem sýndur var á pöllunum í þetta sinn. Bjartir litir, skemmtileg samsetning ólíkra efna og óvenjuleg litasamsetning einkenndi línuna sem sló í gegn hjá tískuspekingunum enda flest í línunni mjög klæðilegt. Skórnir voru líka áhugaverðir, támjótt og stuttur pinnahæll. Glamour valdi sitt uppáhalds úr línunni. Skemmtilegur kjóll.Fallegt snið og litasamsetning.Áberandi mitti - fallegar buxur við einfaldan topp.Köflóttur toppur í fallegu sniði.Stuttur samfestingur.Netatoppur og támjóir skór.Fallegir fylgihlutir frá Dior.Fylgstu með Glamour á Facebook hér og á Instagram hér. Mest lesið Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Vorlína Rihanna og Puma innblásin af Marie Antoinette Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Hætt að leika Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour
Stóru tískuhúsin eru þessa dagana á fullu að sýna millilínur sínar, eða þeir fatalínur sem brúa bilið milli sumar og veturs. Dior sýndi "cruise" línu eins og hún kallast, á dögunum. Sýningin fór fram í höllinni Les Palace Bubbles, sem er í eigum fatahönnuðarins Pierre Cardin, er staðsett á milli Cannes og Mónakó í Suður-Frakklandi. En staðsetningin passaði fullkomlega við fatnaðinn sem sýndur var á pöllunum í þetta sinn. Bjartir litir, skemmtileg samsetning ólíkra efna og óvenjuleg litasamsetning einkenndi línuna sem sló í gegn hjá tískuspekingunum enda flest í línunni mjög klæðilegt. Skórnir voru líka áhugaverðir, támjótt og stuttur pinnahæll. Glamour valdi sitt uppáhalds úr línunni. Skemmtilegur kjóll.Fallegt snið og litasamsetning.Áberandi mitti - fallegar buxur við einfaldan topp.Köflóttur toppur í fallegu sniði.Stuttur samfestingur.Netatoppur og támjóir skór.Fallegir fylgihlutir frá Dior.Fylgstu með Glamour á Facebook hér og á Instagram hér.
Mest lesið Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Vorlína Rihanna og Puma innblásin af Marie Antoinette Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Þetta er aðalflík haustsins Glamour Hætt að leika Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour