Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 16:12 Björn Þorvaldsson saksóknari er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira