Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 14:18 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, er lengst til vinstri á myndinni. Vísir Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45