Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 14:16 "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59