Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 12:15 Þáttastjórnandinn Peter Sagal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og svona gæti umtalaðasta súkkulaðikökusneið landsins hafa litið út. Visir Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu. Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu.
Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47
"Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32