Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 3-2 | Fyrsti sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 31. maí 2015 00:01 Jonathan Glenn er búinn að skora fyrir ÍBV. vísir/vilhelm Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Jóhannesar Þórs Harðarsonar í kvöld gegn Víkingum. Frábær kafli Eyjamanna í fyrri hálfleik skóp sigurinn en þeir nýttu vindinn betur en í undanförnum leikjum. Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliði Eyjamanna fyrir leikinn í dag, fyrirliðinn Andri Ólafsson kom inn í liðið ásamt Jonathan Barden og Jonathan Glenn. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Jonathan Glenn ætlaði sér að skora í dag, sem hann svo gerði. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, refsaði þeim spiluðu illa gegn Leiknismönnum og henti þeim sem voru þristaðir í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis á tréverkið. Denis Cardaklija átti arfaslakan leik í Breiðholtinu ásamt þremur öðrum. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Eyjamenn sem léku með miklum vindi. Strax á fyrstu þremur mínútum hefði Víkingar allt eins getað skorað tvisvar sinnum. Eyjamenn stóðu þó af sér áhlaup gestanna en leikurinn fór fram á vallarhelmingi ÍBV fyrstu mínútur leiksins. Eftir langa sendingu fram völlinn hófst kapphlaup á milli Jonathan Glenn og tveggja varnarmanna Víkinga sem endaði á því að Glenn féll til jarðar. Það kom því öllum á óvart þegar að Ívar Orri Kristjánsson, slakur dómari leiksins, flautaði vítaspyrnu. Jonathan tók spyrnuna sjálfur og lét Thomas Nielsen verja frá sér í horn. Það var einungis sanngjarnt að þessi vítaspyrna hafi farið í súginn. Lukkudísirnar voru þó með Eyjamönnum í liði þegar að hornspyrnan var tekin, boltinn hrökk á Hafstein Briem sem skoraði með þrumuskoti. Eyjamenn létu kné fylgja kviði og sóttu stíft næstu mínútur. Aron Bjarnason átti þá fínt skot að marki sem Milos Zivkovic reyndi að skalla frá, boltinn söng hinsvegar í skeytunum fjær. Thomas Nielsen kom engum vörnum við í markinu, Eyjamenn höfðu því skorað tvö mörk á rúmum fimm mínútum. Stuttu seinna rataði hornspyrna Jóns Ingasonar beint á Jonathan Glenn, sem kom Eyjamönnum í 3-0. ÍBV því búið að nýta sér vindinn gríðarlega vel og nánast komnir með sigurinn. Víkingar fengu fleiri færi en tókst ekki að koma boltanum framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni í marki ÍBV. Igor Taskovic fékk boltann, með mikið pláss, rétt fyrir utan teig þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Hann smellti boltanum með frábæru skoti í fjær hornið, algjörlega óverjandi fyrir Guðjón Orra í markinu. Víkingar því strax komnir aftur inn í leikinn þar sem vindurinn hjálpaði mikið til. Vindurinn hjálpaði þó minna en Ívar Orri Kristjánsson, með það að koma Víkingum aftur inn í leikinn. Hann dæmdi umdeilanlega vítaspyrnu á Eyjamenn þegar að Arnþór Ingi Kristinsson virtist falla mjög auðveldlega til jarðar. Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, gerði engin mistök á punktinum og sendi Guðjón Orra í vitlaust horn. Víkingar áttu eftir að sækja mikið næstu mínútur en Eyjamenn stóðu það af sér. Fyrsti sigur ÍBV því staðreynd eftir sex mínútur af uppbótartíma. Fögnuður ÍBV var ósvikinn í leikslok en liðið spilaði meiri sóknarbolta heldur en vanalega. Með sigrinum komast Eyjamenn upp úr botnsætinu en Víkingar sogast niður í fallbaráttuna.Jóhannes: Þetta er ótrúlegur léttir „Það er engin spurning, þetta er ótrúlegur léttir. Það var kominn tími til og ekki seinna vænna að ná í þrjú stig,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari Eyjamanna, eftir fyrsta sigur liðsins undir hans stjórn. „Þetta gefur okkur smá jafnvægi og jákvæðni inn í næsta leik, sem er mikilvægur leikur gegn Keflavík á útivelli. Þetta var hárréttur tímapunktur, eða það mátti allvega ekki seinna vera.“ „Eftir mjög lélegar fyrstu 15-20 mínútur, þá náðu menn að berja sig saman og þá fyrst og fremst þessi viljabarátta sem við sýndum í gegnum allan leikinn. Við fengum trú á þetta þegar að fyrsta markið kemur og þá náum við að keyra aðeins á þá.“ „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum að geta haldið út, eftir mörkin hjá Víkingum í seinni hálfleik þá voru menn að henda sér fyrir boltann. Menn gerðu allt til að landa þessum sigri og það er ekkert sjálfgefið.“ „Eyjahartað bankaði ansi sterkt inn í dag, ég er pottþéttur á því. Þetta verðum við að sýna í hverjum einasta leik eftir þennan, þarna verðum við að vera í hverjum leik.“ Eyjamenn halda til Keflavíkur og keppa þar við eina sigurlausa lið deildarinnar. Hvernig líst Jóa á þann leik? „Mjög vel, þetta er öðruvísi eftir tóma tapleiki og jafntefli. Það er mikilvægt að menn nái sér niður á jörðina og sjái af hverju við unnum í dag.“Ólafur: Spurning um að nenna að bera ábyrgð „Ég var ánægður með ansi margt hjá okkur í dag. Við lendum auðvitað 3-0 undir í fyrri hálfleik, fyrst eftir atvik sem er bara algjört grín,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir annað tap liðsins í röð. „Dómarinn gefur ÍBV víti en markmaðurinn ver það að vísu í horn. Þeir skora 1-0 upp úr þessu horni, það tengist því beint þessu víti. Annað markið er auðvitað sjálfsmark en þar kemur skot langt utan að velli sem að markmaðurinn hefði tekið. Zivkovic er að reyna að skalla boltann en fær hann í hausinn og í vinkilinn.“ „Ég sá ekki almennilega þriðja markið, hvernig það gerðist. Mér fannst við gefa það auðveldlega líka. Samt sem áður þá vorum við miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum, Eyjamenn komust varla fram fyrir miðju og varla út úr teignum hjá sér.“ Víkingar fengu á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum í dag, fyrsta og þriðja markið. Hvað fannst Ólafi um það? „Algjört djók, það eru einstaklingar í liðinu sínu sem vinna ekki vinnuna sína. Þetta er ekki einfaldara en það, að ef að ég ætti að passa þennan ljósastaur hérna þá gæti ég staðið hér allan daginn og passað hann,“ sagði Ólafur en hann benti á risastóran ljósastaur sem var rétt hjá. „Þetta er spurning um að nenna að bera enhverja ábyrgð en því miður þá klikkaði það svoldið í dag.“ Ólafur Þórðarsson vildi ekki meina að hann hafi tekið hárblásarann á sína menn í leikhléinu. „Við fórum bara yfir stöðuna og héldu áfram að gera það sem við vorum að gera í fyrri hálfleik. Við pressuðum á þá þegar að tækifærin voru. Að vísu ýttum við fleiri mönnum fram í sóknina.“ „Við vorum klárlega betra liðið í fyrri hálfleik þó að við höfum lent 3-0 undir svo við héldum því bara áfram. Við náum að skora tvö mörk en náum ekki inn þriðja markinu.“ Ívar Orri Kristjánsson átti dapran leik á flautunni í dag, vildi Ólafur eitthvað tjá sig um það? „Það eru bara þín orð. Það er gott að heyra þig segja þetta, þá voru fleiri en ég sem sáu það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Jóhannesar Þórs Harðarsonar í kvöld gegn Víkingum. Frábær kafli Eyjamanna í fyrri hálfleik skóp sigurinn en þeir nýttu vindinn betur en í undanförnum leikjum. Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliði Eyjamanna fyrir leikinn í dag, fyrirliðinn Andri Ólafsson kom inn í liðið ásamt Jonathan Barden og Jonathan Glenn. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Jonathan Glenn ætlaði sér að skora í dag, sem hann svo gerði. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, refsaði þeim spiluðu illa gegn Leiknismönnum og henti þeim sem voru þristaðir í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis á tréverkið. Denis Cardaklija átti arfaslakan leik í Breiðholtinu ásamt þremur öðrum. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Eyjamenn sem léku með miklum vindi. Strax á fyrstu þremur mínútum hefði Víkingar allt eins getað skorað tvisvar sinnum. Eyjamenn stóðu þó af sér áhlaup gestanna en leikurinn fór fram á vallarhelmingi ÍBV fyrstu mínútur leiksins. Eftir langa sendingu fram völlinn hófst kapphlaup á milli Jonathan Glenn og tveggja varnarmanna Víkinga sem endaði á því að Glenn féll til jarðar. Það kom því öllum á óvart þegar að Ívar Orri Kristjánsson, slakur dómari leiksins, flautaði vítaspyrnu. Jonathan tók spyrnuna sjálfur og lét Thomas Nielsen verja frá sér í horn. Það var einungis sanngjarnt að þessi vítaspyrna hafi farið í súginn. Lukkudísirnar voru þó með Eyjamönnum í liði þegar að hornspyrnan var tekin, boltinn hrökk á Hafstein Briem sem skoraði með þrumuskoti. Eyjamenn létu kné fylgja kviði og sóttu stíft næstu mínútur. Aron Bjarnason átti þá fínt skot að marki sem Milos Zivkovic reyndi að skalla frá, boltinn söng hinsvegar í skeytunum fjær. Thomas Nielsen kom engum vörnum við í markinu, Eyjamenn höfðu því skorað tvö mörk á rúmum fimm mínútum. Stuttu seinna rataði hornspyrna Jóns Ingasonar beint á Jonathan Glenn, sem kom Eyjamönnum í 3-0. ÍBV því búið að nýta sér vindinn gríðarlega vel og nánast komnir með sigurinn. Víkingar fengu fleiri færi en tókst ekki að koma boltanum framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni í marki ÍBV. Igor Taskovic fékk boltann, með mikið pláss, rétt fyrir utan teig þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Hann smellti boltanum með frábæru skoti í fjær hornið, algjörlega óverjandi fyrir Guðjón Orra í markinu. Víkingar því strax komnir aftur inn í leikinn þar sem vindurinn hjálpaði mikið til. Vindurinn hjálpaði þó minna en Ívar Orri Kristjánsson, með það að koma Víkingum aftur inn í leikinn. Hann dæmdi umdeilanlega vítaspyrnu á Eyjamenn þegar að Arnþór Ingi Kristinsson virtist falla mjög auðveldlega til jarðar. Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, gerði engin mistök á punktinum og sendi Guðjón Orra í vitlaust horn. Víkingar áttu eftir að sækja mikið næstu mínútur en Eyjamenn stóðu það af sér. Fyrsti sigur ÍBV því staðreynd eftir sex mínútur af uppbótartíma. Fögnuður ÍBV var ósvikinn í leikslok en liðið spilaði meiri sóknarbolta heldur en vanalega. Með sigrinum komast Eyjamenn upp úr botnsætinu en Víkingar sogast niður í fallbaráttuna.Jóhannes: Þetta er ótrúlegur léttir „Það er engin spurning, þetta er ótrúlegur léttir. Það var kominn tími til og ekki seinna vænna að ná í þrjú stig,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari Eyjamanna, eftir fyrsta sigur liðsins undir hans stjórn. „Þetta gefur okkur smá jafnvægi og jákvæðni inn í næsta leik, sem er mikilvægur leikur gegn Keflavík á útivelli. Þetta var hárréttur tímapunktur, eða það mátti allvega ekki seinna vera.“ „Eftir mjög lélegar fyrstu 15-20 mínútur, þá náðu menn að berja sig saman og þá fyrst og fremst þessi viljabarátta sem við sýndum í gegnum allan leikinn. Við fengum trú á þetta þegar að fyrsta markið kemur og þá náum við að keyra aðeins á þá.“ „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum að geta haldið út, eftir mörkin hjá Víkingum í seinni hálfleik þá voru menn að henda sér fyrir boltann. Menn gerðu allt til að landa þessum sigri og það er ekkert sjálfgefið.“ „Eyjahartað bankaði ansi sterkt inn í dag, ég er pottþéttur á því. Þetta verðum við að sýna í hverjum einasta leik eftir þennan, þarna verðum við að vera í hverjum leik.“ Eyjamenn halda til Keflavíkur og keppa þar við eina sigurlausa lið deildarinnar. Hvernig líst Jóa á þann leik? „Mjög vel, þetta er öðruvísi eftir tóma tapleiki og jafntefli. Það er mikilvægt að menn nái sér niður á jörðina og sjái af hverju við unnum í dag.“Ólafur: Spurning um að nenna að bera ábyrgð „Ég var ánægður með ansi margt hjá okkur í dag. Við lendum auðvitað 3-0 undir í fyrri hálfleik, fyrst eftir atvik sem er bara algjört grín,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir annað tap liðsins í röð. „Dómarinn gefur ÍBV víti en markmaðurinn ver það að vísu í horn. Þeir skora 1-0 upp úr þessu horni, það tengist því beint þessu víti. Annað markið er auðvitað sjálfsmark en þar kemur skot langt utan að velli sem að markmaðurinn hefði tekið. Zivkovic er að reyna að skalla boltann en fær hann í hausinn og í vinkilinn.“ „Ég sá ekki almennilega þriðja markið, hvernig það gerðist. Mér fannst við gefa það auðveldlega líka. Samt sem áður þá vorum við miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum, Eyjamenn komust varla fram fyrir miðju og varla út úr teignum hjá sér.“ Víkingar fengu á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum í dag, fyrsta og þriðja markið. Hvað fannst Ólafi um það? „Algjört djók, það eru einstaklingar í liðinu sínu sem vinna ekki vinnuna sína. Þetta er ekki einfaldara en það, að ef að ég ætti að passa þennan ljósastaur hérna þá gæti ég staðið hér allan daginn og passað hann,“ sagði Ólafur en hann benti á risastóran ljósastaur sem var rétt hjá. „Þetta er spurning um að nenna að bera enhverja ábyrgð en því miður þá klikkaði það svoldið í dag.“ Ólafur Þórðarsson vildi ekki meina að hann hafi tekið hárblásarann á sína menn í leikhléinu. „Við fórum bara yfir stöðuna og héldu áfram að gera það sem við vorum að gera í fyrri hálfleik. Við pressuðum á þá þegar að tækifærin voru. Að vísu ýttum við fleiri mönnum fram í sóknina.“ „Við vorum klárlega betra liðið í fyrri hálfleik þó að við höfum lent 3-0 undir svo við héldum því bara áfram. Við náum að skora tvö mörk en náum ekki inn þriðja markinu.“ Ívar Orri Kristjánsson átti dapran leik á flautunni í dag, vildi Ólafur eitthvað tjá sig um það? „Það eru bara þín orð. Það er gott að heyra þig segja þetta, þá voru fleiri en ég sem sáu það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira