Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2015 19:00 Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní. Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar. Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Vök gaf út sína aðra þröngskífu, Circles, föstudaginn 22. maí en sveitin er ný komin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið góða dóma fyrir. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróarskeldu ásamt fleiri tónlistarhátíðum vítt og breytt um Evrópu. Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Upptökur og upptökustjórn var í höndum hljómsveitarmeðlima en Biggi Veira oftast kenndur við GusGus sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Plötufyrirtækið Record Records gerði samning við sveitina um útgáfu á EP plötunni „Tension“ sama ár. Platan hefur hlotið mikil lof bæði hér heima sem og erlendis. Melódísk raftónlist með saxafónsveiflum þykir óvenjuleg og frumleg blanda en um leið hefur Vök þó verið líkt við sveitir á borð við Air, Portishead og The xx. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar. Mörg af stærstu tónlistarbloggum erlendis hafa spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m. New York Times, Drowned In Sound, Line of Best Fit, Clash Magazine og Record of the Day. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi. Hönnun umslagsins er eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Eiríksson tók ljósmyndirnar.
Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira