Drög að kjarasamningi samþykkt Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 20:33 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06
Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11