Lífið

Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Dagur hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision.
Dagur hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. Vísir/Arnþór
„Loforð eru loforð og ég var að auglýsa eftir leðurbuxum í minni stærð á Twitter,“ segir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson hlæjandi. Hann segist treysta á deilihagkerfið og góðvild borgarbúa.

Dagur hét því á Twitter fyrr í kvöld að ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision myndi hann mæta í vinnuna í leðurbuxum. Það fór á endanum þannig að Zelmerlöw sigraði nokkuð örugglega.

En hvaða stærð af leðurbuxum er borgarstjórinn að leita? „Ég nota um það bil 33/33 eða 50, það er eftir því hvaða,“ svarar Dagur.

Ef einhver vill lána Degi leðurbuxur í þessari stærð er hægt að senda póst á [email protected] og við komum skilaboðunum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.