Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2015 16:01 „Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir. vísir/eurovisiontv „Takk fyrir,“ kallaði María Ólafsdóttir til ákafra áhorfenda eftir síðustu æfingu sína á stóra sviðinu í Vín í dag fyrir dómararennslið sem fram fer í kvöld. Dómnefndin hefur helmingsvægi á móti atkvæðum í símakosningu og því kvöldið í kvöld afar mikilvægt fyrir íslenska hópinn.Rétt áður en hópurinn steig á svið.vísir/eurovisiontvStemningin var góð hjá íslenska hópnum sem segir andrúmsloftið rafmagnað. Stress sé aðeins farið að gera vart við sig en tilhlökkunin gríðarleg. „Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, þegar Davíð Lúther Sigurðarson hjá Silent náði af honum tali fyrir æfinguna í dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar hópurinn kom í höllina fyrir æfinguna og undirbjó sig fyrir æfinguna. Friðrik Dór, Selma Björnsdóttir, strákarnir í StopWaitGo og allur hópurinn er greinilega mjög vel stemmdur.María negldi æfinguna í dag af öryggi.Vísir/Eurovision„Við erum mjög ánægð með græna herbergið, við erum fyrir miðjum sal,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson lagahöfundur. Í lok myndbandsins stígur María síðan á sviðið og syngur lagið af miklu öryggi. Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram á morgun klukkan 19 og verður María tólfta á svið. Þá ræðst það hvort Íslendingar haldi áfram í aðalkeppnina á laugardag. Fyrra undanúrslitakvöldið fór fram í gær og komust þá tíu þjóðir áfram af sextán. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir María og Frikki Dór tóku lagið hjá sendiherra Íslands María, Alma, Ásgeir, Friðrik Dór og Íris tóku nokkur lög fyrir gesti sendiherrans. 20. maí 2015 07:27 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Miðaldra karlmenn elska Eurovision Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin. 20. maí 2015 14:22 Þessar þjóðir komust áfram: Evrópa hunsar Norðurlöndin Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fór fram í Wiener Stadthalle í Vínarborg í kvöld og er nú ljóst hvaða tíu lönd eru komin áfram í úrslit. 19. maí 2015 18:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
„Takk fyrir,“ kallaði María Ólafsdóttir til ákafra áhorfenda eftir síðustu æfingu sína á stóra sviðinu í Vín í dag fyrir dómararennslið sem fram fer í kvöld. Dómnefndin hefur helmingsvægi á móti atkvæðum í símakosningu og því kvöldið í kvöld afar mikilvægt fyrir íslenska hópinn.Rétt áður en hópurinn steig á svið.vísir/eurovisiontvStemningin var góð hjá íslenska hópnum sem segir andrúmsloftið rafmagnað. Stress sé aðeins farið að gera vart við sig en tilhlökkunin gríðarleg. „Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, þegar Davíð Lúther Sigurðarson hjá Silent náði af honum tali fyrir æfinguna í dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar hópurinn kom í höllina fyrir æfinguna og undirbjó sig fyrir æfinguna. Friðrik Dór, Selma Björnsdóttir, strákarnir í StopWaitGo og allur hópurinn er greinilega mjög vel stemmdur.María negldi æfinguna í dag af öryggi.Vísir/Eurovision„Við erum mjög ánægð með græna herbergið, við erum fyrir miðjum sal,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson lagahöfundur. Í lok myndbandsins stígur María síðan á sviðið og syngur lagið af miklu öryggi. Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram á morgun klukkan 19 og verður María tólfta á svið. Þá ræðst það hvort Íslendingar haldi áfram í aðalkeppnina á laugardag. Fyrra undanúrslitakvöldið fór fram í gær og komust þá tíu þjóðir áfram af sextán. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir María og Frikki Dór tóku lagið hjá sendiherra Íslands María, Alma, Ásgeir, Friðrik Dór og Íris tóku nokkur lög fyrir gesti sendiherrans. 20. maí 2015 07:27 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Miðaldra karlmenn elska Eurovision Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin. 20. maí 2015 14:22 Þessar þjóðir komust áfram: Evrópa hunsar Norðurlöndin Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fór fram í Wiener Stadthalle í Vínarborg í kvöld og er nú ljóst hvaða tíu lönd eru komin áfram í úrslit. 19. maí 2015 18:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
María og Frikki Dór tóku lagið hjá sendiherra Íslands María, Alma, Ásgeir, Friðrik Dór og Íris tóku nokkur lög fyrir gesti sendiherrans. 20. maí 2015 07:27
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Miðaldra karlmenn elska Eurovision Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin. 20. maí 2015 14:22
Þessar þjóðir komust áfram: Evrópa hunsar Norðurlöndin Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fór fram í Wiener Stadthalle í Vínarborg í kvöld og er nú ljóst hvaða tíu lönd eru komin áfram í úrslit. 19. maí 2015 18:00
Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00