Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - ÍA 1-1 | Skagamenn náðu í stig Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2015 13:45 Árni Snær Ólafsson er á undan Sören Fredriksen í boltann. Vísir/vilhelm KR-ingar náðu aðeins í stig gegn Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór 1-1 í Vesturbænum. Ásgeir Marteinsson gerði mark Skagamanna en Almarr Ormarsson mark KR. Leikurinn hófst nokkuð rólega og bæði lið lengi í gang. KR-ingar voru meira með boltann en Skagamenn ætluðu greinilega að beita skyndisóknum. Aftasta línu KR virkaði óörugg og þar fór fremstur í flokki Stefán Logi Magnússon í markinu. Hann gerði ítrekuð mistök í fyrri hálfleiknum og maður fékk á tilfinninguna að hann væri að smita út frá sér óöryggi. Liðin voru bæði í vandræðum með að skapa sér færi en það voru samt þeir gulu sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiksins en þá skallaði Ásgeir Marteinsson boltann laglega í netið eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Ólafi Val Valdimarssyni. Staðan var því 0-1 í hálfleik. KR-ingar voru mikið mun betri í síðari hálfleiknum en þeim fyrri. Þeir byrjuðu strax á mikilli pressu á Skagamarkið og eins og leikurinn þróaðist þá var jöfnunarmarkið bara í loftinu. Það kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Almarr Ormarsson náði að þvinga boltann í netið með mjöðminni eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Skagamanna. Bæði lið fengu sín færi út leikinn og gátu bæði stolið sigrinum. Lokamínúturnar voru ótrúlegar og fengu leikmenn beggja liða frábær færi en inn vildi boltinn ekki. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, varði stórkostlega undir lok leiksins en þá átti Jón Vilhelm Ákason aukaspyrnu sem stefndi í vinkilinn. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og KR-ingar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur umferðum. Gunnlaugur: Hefðum átt að klára þetta undir lokinGunnlaugur Jónsson í kvöld.Vísir/vilhelm„Við vorum ógnandi og sköpum okkur fín færi í þessum leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Að mínu viti áttum við að skora fleiri mörk í dag. Við erum bara að berjast fyrir lífi okkar í þessari deild og staðan fyrir þennan leik var bara ekki glæsileg. Við ætluðum bara að koma inn í þennan leik óhræddir, gefum þeim alvöru leik og svo varð raunin.“ Gunnlaugur segir að Skagamenn hefðu hæglega getað skorað annað mark í fyrri hálfleiknum. „Þeir fengu sín færi í leiknum en ég er ánægður með að strákarnir gáfust aldrei upp. Við fengum síðan fullt af færum undir lokin og hefðum alveg getað stolið þessum sigri.“ Bjarni: Verðum í vandræðum ef við spilum svonaBjarni Guðjónsson var fjörugur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta er ekki gott, hér viljum við vinna alla leiki,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og bætum vel úr því í þeim síðari. Þá fengum við helling af færum til þess að gera útum leikinn.“ Ræðan sem Bjarni gaf leikmönnum sínum í hálfleiknum snérist um að fá meiri kraft í leikinn og halda boltanum lengur innan liðsins. „Við viljum spila alvöru fótbolta og það gekk stóran hluta í seinni hálfleik. Við fengum nokkuð mörg færi, markmaðurinn varði nokkrum sinnum vel frá okkur.“ Bjarni segir að ef liðið ætli sér að spila svona í sumar þá verði það í vandræðum. „Við höfum aftur á móti vopnin til þess að bregðast við og laga þetta, breyta þessu og hafa hlutina í lagi.“ Jón Vilhelm: Ég ætlaði bara að vippa yfir Stefán LogaJón Vilhelm fyrr í sumar.„Verður maður ekki að vera sáttur með eitt stig á þessum velli,“ segir Jón Vilhelm Ákason, eftir leikinn. „Við hefðum klárlega getað klúðrað þessu í restina þegar við fengum þrjú til fjögur góð færi,“ segir Jón sem misnotaði fínt færi undir lokin þegar hann var kominn einn í gegn. Þá ætlaði hann að vippa yfir hinn hávaxna Stefán Loga í marki KR. „Já, ég hefði hugsað mér að gera það. Hann bara skoppaði nokkuð illa fyrir framan mig í þetta sinn.“ Jón setti síðan boltann alveg við vinkilinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok en aftur varði Stefán Logi. „Hann gerði það gríðarlega vel í markinu en við fengum nokkur færi í kjölfarið og hefðum alveg getað stolið þessum leik. Það eru töluverð batamerki á okkar leik og í síðustu tveimur leikjum höfum við verið að berjast miklu meira.“ Almarr: Ég mjaðmaði boltann í netiðAlmarr í leik með KR.„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig fyrir okkur, við ætluðum að ná í þau öll,“ segir Almarr Ormarsson, markaskorari KR, eftir leikinn. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og fengið heldur betur að heyra það í hálfleik. Við bættum okkar leik mikið í þeim síðari og áttum að koma boltanum oftar inn.“ Almarr skoraði eina mark KR í leiknum. Fáir sáum í raun hver skoraði markið. „Skari sparkaði boltanum inn í teig og mér tókst einhvern veginn að mjaðma hann inn. Ekki fallegasta markið, en þau telja öll jafn mikið.“vísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
KR-ingar náðu aðeins í stig gegn Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór 1-1 í Vesturbænum. Ásgeir Marteinsson gerði mark Skagamanna en Almarr Ormarsson mark KR. Leikurinn hófst nokkuð rólega og bæði lið lengi í gang. KR-ingar voru meira með boltann en Skagamenn ætluðu greinilega að beita skyndisóknum. Aftasta línu KR virkaði óörugg og þar fór fremstur í flokki Stefán Logi Magnússon í markinu. Hann gerði ítrekuð mistök í fyrri hálfleiknum og maður fékk á tilfinninguna að hann væri að smita út frá sér óöryggi. Liðin voru bæði í vandræðum með að skapa sér færi en það voru samt þeir gulu sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiksins en þá skallaði Ásgeir Marteinsson boltann laglega í netið eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Ólafi Val Valdimarssyni. Staðan var því 0-1 í hálfleik. KR-ingar voru mikið mun betri í síðari hálfleiknum en þeim fyrri. Þeir byrjuðu strax á mikilli pressu á Skagamarkið og eins og leikurinn þróaðist þá var jöfnunarmarkið bara í loftinu. Það kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Almarr Ormarsson náði að þvinga boltann í netið með mjöðminni eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Skagamanna. Bæði lið fengu sín færi út leikinn og gátu bæði stolið sigrinum. Lokamínúturnar voru ótrúlegar og fengu leikmenn beggja liða frábær færi en inn vildi boltinn ekki. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, varði stórkostlega undir lok leiksins en þá átti Jón Vilhelm Ákason aukaspyrnu sem stefndi í vinkilinn. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og KR-ingar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur umferðum. Gunnlaugur: Hefðum átt að klára þetta undir lokinGunnlaugur Jónsson í kvöld.Vísir/vilhelm„Við vorum ógnandi og sköpum okkur fín færi í þessum leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Að mínu viti áttum við að skora fleiri mörk í dag. Við erum bara að berjast fyrir lífi okkar í þessari deild og staðan fyrir þennan leik var bara ekki glæsileg. Við ætluðum bara að koma inn í þennan leik óhræddir, gefum þeim alvöru leik og svo varð raunin.“ Gunnlaugur segir að Skagamenn hefðu hæglega getað skorað annað mark í fyrri hálfleiknum. „Þeir fengu sín færi í leiknum en ég er ánægður með að strákarnir gáfust aldrei upp. Við fengum síðan fullt af færum undir lokin og hefðum alveg getað stolið þessum sigri.“ Bjarni: Verðum í vandræðum ef við spilum svonaBjarni Guðjónsson var fjörugur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta er ekki gott, hér viljum við vinna alla leiki,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og bætum vel úr því í þeim síðari. Þá fengum við helling af færum til þess að gera útum leikinn.“ Ræðan sem Bjarni gaf leikmönnum sínum í hálfleiknum snérist um að fá meiri kraft í leikinn og halda boltanum lengur innan liðsins. „Við viljum spila alvöru fótbolta og það gekk stóran hluta í seinni hálfleik. Við fengum nokkuð mörg færi, markmaðurinn varði nokkrum sinnum vel frá okkur.“ Bjarni segir að ef liðið ætli sér að spila svona í sumar þá verði það í vandræðum. „Við höfum aftur á móti vopnin til þess að bregðast við og laga þetta, breyta þessu og hafa hlutina í lagi.“ Jón Vilhelm: Ég ætlaði bara að vippa yfir Stefán LogaJón Vilhelm fyrr í sumar.„Verður maður ekki að vera sáttur með eitt stig á þessum velli,“ segir Jón Vilhelm Ákason, eftir leikinn. „Við hefðum klárlega getað klúðrað þessu í restina þegar við fengum þrjú til fjögur góð færi,“ segir Jón sem misnotaði fínt færi undir lokin þegar hann var kominn einn í gegn. Þá ætlaði hann að vippa yfir hinn hávaxna Stefán Loga í marki KR. „Já, ég hefði hugsað mér að gera það. Hann bara skoppaði nokkuð illa fyrir framan mig í þetta sinn.“ Jón setti síðan boltann alveg við vinkilinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok en aftur varði Stefán Logi. „Hann gerði það gríðarlega vel í markinu en við fengum nokkur færi í kjölfarið og hefðum alveg getað stolið þessum leik. Það eru töluverð batamerki á okkar leik og í síðustu tveimur leikjum höfum við verið að berjast miklu meira.“ Almarr: Ég mjaðmaði boltann í netiðAlmarr í leik með KR.„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig fyrir okkur, við ætluðum að ná í þau öll,“ segir Almarr Ormarsson, markaskorari KR, eftir leikinn. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og fengið heldur betur að heyra það í hálfleik. Við bættum okkar leik mikið í þeim síðari og áttum að koma boltanum oftar inn.“ Almarr skoraði eina mark KR í leiknum. Fáir sáum í raun hver skoraði markið. „Skari sparkaði boltanum inn í teig og mér tókst einhvern veginn að mjaðma hann inn. Ekki fallegasta markið, en þau telja öll jafn mikið.“vísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira