Ökumaður lést á þriðja æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 10:15 Frá fyrri keppni í Pikes Peak. Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent