Bíó og sjónvarp

„Það er að koma fólk í bíó sem maður hefur ekki séð síðan Titanic var sýnd“

Stefán Á. Pálsson skrifar
Biðröð við miðasöluna í Ísafjarðarbíói í fyrrakvöld.
Biðröð við miðasöluna í Ísafjarðarbíói í fyrrakvöld. Bæjarins besta
Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum hafa hópast í Ísafjarðarbíó síðustu daga til að sjá íslensku kvikmyndina Albatross. Myndin hafði verið sýnd síðastliðin þrjú kvöld og voru ekki fyrirhugaðar fleiri sýningar en núna hafa aðstandendur kvikmyndahússins ákveðið að fjölga sýningum á myndinni sökum aðsóknar.

„Það er að koma fólk í bíó sem maður hefur ekki séð síðan Titanic var sýnd,“ hefur ísfirski fréttamiðillinn Bæjarins besta eftir Gróu Böðvarsdóttur, miðasöludömu í Ísafjarðarbíó um aðsóknina á Albatross.

Kvikmyndin er á góðri leið með að verða aðsóknamesta kvikmynda Ísafjarðarbíós þetta árið en myndin hefur nú þegar slegið Jurassic World við og á ekki langt í Furious 7.

ÞRJÁR VINSÆLUSTU MYNDIR ÁRSINS Á ÍSAFIRÐI.ALBATROSS (135 manns í kvöld) velti JURASSIC WORLD úr öðru sætinu í kvöldog...

Posted by Ísafjarðar Bíó on Tuesday, June 23, 2015

Tengdar fréttir

Almenningur kom Albatross í bíó

Söfnuðu fyrir eftirvinnsluferli Albatross á Karolina fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.