Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 14:41 Það sýður á Haraldi eldfjallafræðingi en hann þekkir Ísland eins og lófann á sér. Vísir „Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
„Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira