Mercedes-Benz GLE Coupe á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 09:10 Mercedes Benz GLE Coupe mun fást í mörgum útfærslum. Mercedes-Benz GLE Coupe er væntanlegur í haust og með mörgum spennandi vélum. Öflugasta útfærslan er 63 AMG og þá kemur sportjeppinn einnig sem 450 AMG sem er einnig magnaður valkostur. Auk þess verður GLE Coupe í boði sem 350d og þá með 260 hestafla díselvél. Nýr GLE Coupe er sterklegur ásýndum og með aðlaðandi formlínum. Auk þess býðst hann með mikla breidd í búnaði og miklu afli undir vélarhúddinu. 63 AMG útfærslan er með 5,5 lítra,V8 vél með tveimur forþjöppum er aflmeiri en áður. Í grunngerð skilar vélin 557 hestöflum. Hröðun úr kyrrstöðu er 4,3 sekúndur sem eftirtektarvert í ljósi stærðar og þyngdar bílsins. Vélin er fáanleg enn aflmeiri í hinni feiknar sportlegu S-Model útfærslu og er þá heil 585 hestöfl. Við þetta fer hröðun úr kyrrstöðu 100 km niður í 4,2 sekúndur sem er á við fremstu sportbíla af fólksbílagerð. Undirvagni bílsins var ennfremur breytt í því augnmiði að skila enn betri aksturseiginleikum og snerpu. Viðbragð frá vél og gírskiptingu er sportlegra en nokkru sinni fyrr og undirstrikar vel aðalsmerki AMG Driving Performance. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Mercedes-Benz GLE Coupe er væntanlegur í haust og með mörgum spennandi vélum. Öflugasta útfærslan er 63 AMG og þá kemur sportjeppinn einnig sem 450 AMG sem er einnig magnaður valkostur. Auk þess verður GLE Coupe í boði sem 350d og þá með 260 hestafla díselvél. Nýr GLE Coupe er sterklegur ásýndum og með aðlaðandi formlínum. Auk þess býðst hann með mikla breidd í búnaði og miklu afli undir vélarhúddinu. 63 AMG útfærslan er með 5,5 lítra,V8 vél með tveimur forþjöppum er aflmeiri en áður. Í grunngerð skilar vélin 557 hestöflum. Hröðun úr kyrrstöðu er 4,3 sekúndur sem eftirtektarvert í ljósi stærðar og þyngdar bílsins. Vélin er fáanleg enn aflmeiri í hinni feiknar sportlegu S-Model útfærslu og er þá heil 585 hestöfl. Við þetta fer hröðun úr kyrrstöðu 100 km niður í 4,2 sekúndur sem er á við fremstu sportbíla af fólksbílagerð. Undirvagni bílsins var ennfremur breytt í því augnmiði að skila enn betri aksturseiginleikum og snerpu. Viðbragð frá vél og gírskiptingu er sportlegra en nokkru sinni fyrr og undirstrikar vel aðalsmerki AMG Driving Performance.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent