Vísir á ATP: Spilagleðinni haldið í 27 ár Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. júlí 2015 19:02 Mudhoney á sviðinu á Ásbrú Vísir/ÓKÁ Mudhoney sveik engan, hvorki gamla aðdáendur né nýja áheyrendur, á ATP-rokkhátíðinni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sveitin er sögð hafa búið til hljóm grunge-rokksins og sögð áhrifavaldur í tónlist langt út fyrir eigin vinsældir. Þegar upprunasveit gruggrokksins (grunge) frá Seattle í Bandaríkjunum steig á svið Atlantic Studios í Ásbrú í Reykjanesbæ á All Tomorrow‘s Parties tónlistarhátíðinni á föstudagskvöld kom berlega í ljós að þótt þeir hefðu kannski elst svolítið þá vantar ekkert í þá rokkið. Mudhoney óð af stað Touch Me I‘m Sick, kraftmiklu og hröðu lagi og líklega því sem hvað mestum vinsældum náði snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í klukkustundarlöngu prógrammi sem fylgdi var svo hvergi slakað á í blöndu eldri og nýrri laga. Heldur færri voru á ferli þarna um átta á föstudagskvöldinu, öðrum degi tónlistarhátíðarinnar, en voru kvöldið áður þegar Public Enemy og Iggy Pop trylltu lýðinn. Ýkjur væru að segja að flugskýlið sem spilað var í á Ásbrú hefði verið vel fullt þegar Mudhoney hófu leik sinn. Að óathuguðu máli hefði maður þó haldið að fólk myndi hópast að til að berja augum og láta gleðja hlustir þessar goðsagnir grunge-rokksins. Trommara (Dan Peters) sem um tíma spilaði með Nirvana og hina í Mudhoney sem Kurt Cobain heitinn sagði að hefðu haft hvað mest áhrif á þann hljóm sem sú hljómsveit á endanum náði. Fyrri bassaleikari sveitarinnar (Matt Lukin) var raunar samleigjandi Cobain og allir voru þeir meira og minna í kunningsskap hver við annan þessir gaurar sem skipuðu grunge-rokk sveitir Seattle sem upp spruttu seint á níunda og snemma á tíunda áratugnum. Þegar sveitin hins vegar hóf leik sinn streymdi fólkið inn í skýlið. Krafturinn og spilagleðin spann sinn galdur og dróg inn úr sólinni þá sem kannski ekki þekktu sveitina fyrir. Og þá var húsfyllir. Hópurinn var í smástund að ákveða sig hvort þarna væri ekki örugglega eðalrokk á ferðinni, en eftir þrjú, fjögur lög iðaði mannhafið fyrir framan sviðið, eins og á að gerast á tónleikum sem þessum, meðan þeir sem fjær stóðu dilluðu sér og hristu hárið. Óhætt er að segja að Mudhoney hafi engan svikið, hvorki gamla aðdáendur, né hina sem þarna fengu óvænta alvörurokkupplifun. Iggy Pop sveik engan heldur, þó að tilfinningin þar sé kannski aðeins að um staðlaða dagskrá sé að ræða þar sem keyrt er í gegn um þekkta gleðigjafa og rokk slagara. Gamli rokkhundurinn var kominn úr að ofan áður en fyrsta lagið var hálfnað og þar með búið að tékka í það rokkboxið. Mudhoney sýndu hins vegar að þeir hafa enn í sér sköpunarkraftinn og spilagleðina. Þeir spila eins og ungir menn þrátt fyrir að vera þarna um og yfir fimmtugu. Þeir spiluðu eins og menn sem enn eru að búa til tónlist og hafa gaman af því. Síðasta plata þeirra kom út í hitteðfyrra. Þeir eru ólíklega hættir. „Það er ótrúlegt að við skyldum bíða í 27 ár með að koma til Íslands,“ hrópaði glaður Mark Arm, söngvari Mudhoney, yfir áhorfendaskarann í lok tónleika. „Þið voru frábær!“ Þeir voru frábærir líka. ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26 Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mudhoney sveik engan, hvorki gamla aðdáendur né nýja áheyrendur, á ATP-rokkhátíðinni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sveitin er sögð hafa búið til hljóm grunge-rokksins og sögð áhrifavaldur í tónlist langt út fyrir eigin vinsældir. Þegar upprunasveit gruggrokksins (grunge) frá Seattle í Bandaríkjunum steig á svið Atlantic Studios í Ásbrú í Reykjanesbæ á All Tomorrow‘s Parties tónlistarhátíðinni á föstudagskvöld kom berlega í ljós að þótt þeir hefðu kannski elst svolítið þá vantar ekkert í þá rokkið. Mudhoney óð af stað Touch Me I‘m Sick, kraftmiklu og hröðu lagi og líklega því sem hvað mestum vinsældum náði snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í klukkustundarlöngu prógrammi sem fylgdi var svo hvergi slakað á í blöndu eldri og nýrri laga. Heldur færri voru á ferli þarna um átta á föstudagskvöldinu, öðrum degi tónlistarhátíðarinnar, en voru kvöldið áður þegar Public Enemy og Iggy Pop trylltu lýðinn. Ýkjur væru að segja að flugskýlið sem spilað var í á Ásbrú hefði verið vel fullt þegar Mudhoney hófu leik sinn. Að óathuguðu máli hefði maður þó haldið að fólk myndi hópast að til að berja augum og láta gleðja hlustir þessar goðsagnir grunge-rokksins. Trommara (Dan Peters) sem um tíma spilaði með Nirvana og hina í Mudhoney sem Kurt Cobain heitinn sagði að hefðu haft hvað mest áhrif á þann hljóm sem sú hljómsveit á endanum náði. Fyrri bassaleikari sveitarinnar (Matt Lukin) var raunar samleigjandi Cobain og allir voru þeir meira og minna í kunningsskap hver við annan þessir gaurar sem skipuðu grunge-rokk sveitir Seattle sem upp spruttu seint á níunda og snemma á tíunda áratugnum. Þegar sveitin hins vegar hóf leik sinn streymdi fólkið inn í skýlið. Krafturinn og spilagleðin spann sinn galdur og dróg inn úr sólinni þá sem kannski ekki þekktu sveitina fyrir. Og þá var húsfyllir. Hópurinn var í smástund að ákveða sig hvort þarna væri ekki örugglega eðalrokk á ferðinni, en eftir þrjú, fjögur lög iðaði mannhafið fyrir framan sviðið, eins og á að gerast á tónleikum sem þessum, meðan þeir sem fjær stóðu dilluðu sér og hristu hárið. Óhætt er að segja að Mudhoney hafi engan svikið, hvorki gamla aðdáendur, né hina sem þarna fengu óvænta alvörurokkupplifun. Iggy Pop sveik engan heldur, þó að tilfinningin þar sé kannski aðeins að um staðlaða dagskrá sé að ræða þar sem keyrt er í gegn um þekkta gleðigjafa og rokk slagara. Gamli rokkhundurinn var kominn úr að ofan áður en fyrsta lagið var hálfnað og þar með búið að tékka í það rokkboxið. Mudhoney sýndu hins vegar að þeir hafa enn í sér sköpunarkraftinn og spilagleðina. Þeir spila eins og ungir menn þrátt fyrir að vera þarna um og yfir fimmtugu. Þeir spiluðu eins og menn sem enn eru að búa til tónlist og hafa gaman af því. Síðasta plata þeirra kom út í hitteðfyrra. Þeir eru ólíklega hættir. „Það er ótrúlegt að við skyldum bíða í 27 ár með að koma til Íslands,“ hrópaði glaður Mark Arm, söngvari Mudhoney, yfir áhorfendaskarann í lok tónleika. „Þið voru frábær!“ Þeir voru frábærir líka.
ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26 Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26
Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00
Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57