QuizUp nýja Tinder í Frakklandi: „Þetta er náttúrulega hinn heilagi gral í þessum bransa“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 21:42 Þorsteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, á engar útskýringar á notkun Frakka á QuizUp. Vísir „Það sem hefur gerst að á síðustu örfáu dögum hefur QuizUp orðið vinsælasta appið þegar á heildina er litið í Frakklandi. Við höfum verið vinsælasta appið í ýmsum löndum en það sem kom á óvart er að þetta gerðist alveg upp úr þurru, við höfum ekkert verið að beina sjónum okkar sérstaklega að Frökkum.“ Þetta segir Þorsteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, en athygli hefur vakið að smáforritið hefur skákað helstu keppinautum sínum um hylli snjallsímanotenda í Frakklandi að undanförnu – forrit eins og Facebook, Snapchat og Tinder hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir spurningaleiknum frá Íslandi. En það eru reyndar ekki spurningarnar sem eru að heilla Frakkana mest. Í nýjustu útgáfunni af QuizUp var leiknum breytt talsvert þannig að samfélagslega hluta hans, spjalli og myndadeilingum, var gert hærra undir höfði. „Notendur sem eru að koma frá Frakklandi eru að nota þessa svokölluðu social hluti sem við vorum að bæta við í síðustu útgáfu, miklu meira en við höfum séð aðra gera. Þeir eru mikið að QuizUp sem ákveðið samskiptatól. Tjattið og það að uppgötva nýjar manneskjur og tala við nýtt fólk mikið, þau eru að nota þetta á hátt sem við höfum aldrei séð áður. Það er skemmtilegt að sjá að þetta er að verða það sem við vildum.“ Hann segir að fyrirtækið hafi ekkert markaðsett nýju breytingarnar í Frakklandi sérstaklega heldur hefur einhver snjóbolti farið af stað eftir orðið á götunni.Vinsælasta appið í Frakklandi um þessar mundir er QuizUp.Dularfullar vinsældir en ýmsar tilgátur uppi „Meirihlutinn er að kynnast nýju fólki og líka keppa í svona frönskum viðfangsefnum. Spilunin og tjattið er ótrúlegasta sem ég hef séð á svona skömmum tíma. Þetta er merkilegt af því að Frakkland er ekki lítill markaður. Það er spennandi að sjá að þessi nýja útgáfa okkar hafi möguleika á því algjörlega af sjálfu sér að verða viral.“ Notendurnir eyða meiri tíma í smáforritinu heldur en í öðrum löndum. „Það er ekki eins og þarna að þetta komi eitthvað niður á spiluninni, þau eru að spila en eru svo eftir spilið að tjatta. Við höfum aldrei séð neinn markað taka svona svakalega við sér í þessum social hluta. Það er eitthvað sem er mjög hvetjandi og gaman að sjá þetta virka svona vel.“ Fyrirtækið er að rannsaka ástæður þess að samfélagslegi hlutinn í QuizUp er svo vinsæll sem raun ber vitni í Frakklandi. „Það eru ýmsar tilgátur uppi,“ segir Þorsteinn dulúðlegur en viðurkennir þó að í sannleika sagt viti hann ekki nákvæmlega hvað veldur. „Þetta er náttúrulega hinn heilagi gral í þessum bransa, að þurfa ekki að ná í notendur sjálfur heldur notendurnir dreifa þessu fyrir mann. Þetta er eingöngu „word of mouth“. Við erum að fá meira en fimmtíu þúsund notendur á dag. Þetta eru háar tölur og ef við bara vissum uppskriftina af því að gera eitthvað viral.“Quiz up er talið betra en Tinder af virkum notendum í Frakklandi.Í nýrri útgáfu QuizUp er mikið gert úr samfélagslegum hluta leiksins. Þar er hægt að spjalla á veggjum fyrir hvert viðfangsefni og setja inn myndir. „Það er fólk að setja inn allskyns myndir og fólk er að fá þúsund læk sem er mjög skemmtilegt,“ segir Þorsteinn. „Mismunandi viðfangsefni eru með algjörlega mismunandi samfélög. Til dæmis í læknaviðfangsefninu eru menn að setja inn röntgenmyndir og menn eru að tala um hver greiningin ætti að vera. Mjög djúpar umræður. En svo í öðrum viðfangsefnum sem eru kannski meira unglingamiðuð eru menn meira að setja inn selfie myndir af sér og skrifa: „Hey addið mér og spilið við mig.“ Það eru allskyns útgáfur af þessu, við erum með þúsund samfélög sem hegða sér öll mjög mismunandi.“ Tilgangur fyrirtækisins var ekkert endilega að sigra Tinder. „Hins vegar er forritið uppsett þannig að þú getur fundið fólk byggt á áhugamálum. Okkar sýn í QuizUp er að þú spilar þín áhugamál og svo tengistu fólki sem er með svipuð áhugamál. Það kemur mér ekki á óvart að fólk noti þetta bæði til að finna fólk að tala við en líka í rómantískum hugleiðingum.“ Franskir notendur á Twitter hafa lýst yfir ánægju sinni með QuizUp framyfir Tinder en eins og sjá má hér að neðan eru margir franskir notendur að velta fyrir sér líkindum smáforritana. Leikjavísir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það sem hefur gerst að á síðustu örfáu dögum hefur QuizUp orðið vinsælasta appið þegar á heildina er litið í Frakklandi. Við höfum verið vinsælasta appið í ýmsum löndum en það sem kom á óvart er að þetta gerðist alveg upp úr þurru, við höfum ekkert verið að beina sjónum okkar sérstaklega að Frökkum.“ Þetta segir Þorsteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, en athygli hefur vakið að smáforritið hefur skákað helstu keppinautum sínum um hylli snjallsímanotenda í Frakklandi að undanförnu – forrit eins og Facebook, Snapchat og Tinder hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir spurningaleiknum frá Íslandi. En það eru reyndar ekki spurningarnar sem eru að heilla Frakkana mest. Í nýjustu útgáfunni af QuizUp var leiknum breytt talsvert þannig að samfélagslega hluta hans, spjalli og myndadeilingum, var gert hærra undir höfði. „Notendur sem eru að koma frá Frakklandi eru að nota þessa svokölluðu social hluti sem við vorum að bæta við í síðustu útgáfu, miklu meira en við höfum séð aðra gera. Þeir eru mikið að QuizUp sem ákveðið samskiptatól. Tjattið og það að uppgötva nýjar manneskjur og tala við nýtt fólk mikið, þau eru að nota þetta á hátt sem við höfum aldrei séð áður. Það er skemmtilegt að sjá að þetta er að verða það sem við vildum.“ Hann segir að fyrirtækið hafi ekkert markaðsett nýju breytingarnar í Frakklandi sérstaklega heldur hefur einhver snjóbolti farið af stað eftir orðið á götunni.Vinsælasta appið í Frakklandi um þessar mundir er QuizUp.Dularfullar vinsældir en ýmsar tilgátur uppi „Meirihlutinn er að kynnast nýju fólki og líka keppa í svona frönskum viðfangsefnum. Spilunin og tjattið er ótrúlegasta sem ég hef séð á svona skömmum tíma. Þetta er merkilegt af því að Frakkland er ekki lítill markaður. Það er spennandi að sjá að þessi nýja útgáfa okkar hafi möguleika á því algjörlega af sjálfu sér að verða viral.“ Notendurnir eyða meiri tíma í smáforritinu heldur en í öðrum löndum. „Það er ekki eins og þarna að þetta komi eitthvað niður á spiluninni, þau eru að spila en eru svo eftir spilið að tjatta. Við höfum aldrei séð neinn markað taka svona svakalega við sér í þessum social hluta. Það er eitthvað sem er mjög hvetjandi og gaman að sjá þetta virka svona vel.“ Fyrirtækið er að rannsaka ástæður þess að samfélagslegi hlutinn í QuizUp er svo vinsæll sem raun ber vitni í Frakklandi. „Það eru ýmsar tilgátur uppi,“ segir Þorsteinn dulúðlegur en viðurkennir þó að í sannleika sagt viti hann ekki nákvæmlega hvað veldur. „Þetta er náttúrulega hinn heilagi gral í þessum bransa, að þurfa ekki að ná í notendur sjálfur heldur notendurnir dreifa þessu fyrir mann. Þetta er eingöngu „word of mouth“. Við erum að fá meira en fimmtíu þúsund notendur á dag. Þetta eru háar tölur og ef við bara vissum uppskriftina af því að gera eitthvað viral.“Quiz up er talið betra en Tinder af virkum notendum í Frakklandi.Í nýrri útgáfu QuizUp er mikið gert úr samfélagslegum hluta leiksins. Þar er hægt að spjalla á veggjum fyrir hvert viðfangsefni og setja inn myndir. „Það er fólk að setja inn allskyns myndir og fólk er að fá þúsund læk sem er mjög skemmtilegt,“ segir Þorsteinn. „Mismunandi viðfangsefni eru með algjörlega mismunandi samfélög. Til dæmis í læknaviðfangsefninu eru menn að setja inn röntgenmyndir og menn eru að tala um hver greiningin ætti að vera. Mjög djúpar umræður. En svo í öðrum viðfangsefnum sem eru kannski meira unglingamiðuð eru menn meira að setja inn selfie myndir af sér og skrifa: „Hey addið mér og spilið við mig.“ Það eru allskyns útgáfur af þessu, við erum með þúsund samfélög sem hegða sér öll mjög mismunandi.“ Tilgangur fyrirtækisins var ekkert endilega að sigra Tinder. „Hins vegar er forritið uppsett þannig að þú getur fundið fólk byggt á áhugamálum. Okkar sýn í QuizUp er að þú spilar þín áhugamál og svo tengistu fólki sem er með svipuð áhugamál. Það kemur mér ekki á óvart að fólk noti þetta bæði til að finna fólk að tala við en líka í rómantískum hugleiðingum.“ Franskir notendur á Twitter hafa lýst yfir ánægju sinni með QuizUp framyfir Tinder en eins og sjá má hér að neðan eru margir franskir notendur að velta fyrir sér líkindum smáforritana.
Leikjavísir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira