Lífið

Yngsti þingmaður Framsóknar segir óþarft að sálgreina sínar teikningar á þingfundum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigmundur og Jóhanna María eiga það sameiginlegt að finnast gott að teikna á meðan á þingfundum stendur.
Sigmundur og Jóhanna María eiga það sameiginlegt að finnast gott að teikna á meðan á þingfundum stendur. Vísir/Ernir
Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekkert þurfa að sálgreina þær myndir sem hún teiknar á þingfundum. Vísar þingmaðurinn ungi í frétt dagsins þar sem lesendur Vísis reyndu að ráða í teikningar forsætisráðherra en hann teiknaði af miklum móð á Alþingi í gær.

Þetta segir hún við mynd sem hún setti á Instagram þar sem sjá má að þingkonan unga teiknaði kú á fundardagskrá dagsins í dag. Segja má að hún sé einkar lagin með pennann.

Jóhanna María ólst eins og kunnugt er upp í sveit og væri að öllum líkindum bóndi í fullu starfi hefði þingmennskan ekki kallað á hana. Hún er menntaður búfræðingur og hugurinn reikar greinilega til  húsdýranna á löngum fundum á Alþingi. Lesendur Vísis þurfa því ekki að velta því fyrir sér hvað liggur að baki teikningar Hönnu líkt og tilfellið er með mynd Sigmundar Davíðs.

Það þarf ekkert að sálgreina það sem ég teikna á þingfundi... #hehö #draw #framhald #eldhúsdagur

A photo posted by Hanna María Sigmundsdóttir (@hannasigmunds) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.