EM í hættu hjá Helga Má | Sin slitnaði í fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 20:32 Helgi Már Magnússon fagnar hér sætinu á EM síðasta haust. Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira