Bjarni og Frímann vilja sýna að ástin er allskonar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. ágúst 2015 13:57 Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson hafa verið giftir frá árinu 2008. Mynd/Pjetur Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann. Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann.
Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira