Fiskidagurinn mikli fær hlýjar kveðjur frá nígerískum góðvinum hátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 16:14 Frá Fiskideginum mikla í fyrra. Vísir/Auðunn Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira