Sagan af Blackberry stjórnarmaðurinn skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira